Enski boltinn

Fantasýn: Sölvi Tryggva með leyni­vopn

Sindri Sverrisson skrifar
Sölvi Tryggvason græddi fullt af stigum á því að hafa Declan Rice á miðjunni hjá sér.
Sölvi Tryggvason græddi fullt af stigum á því að hafa Declan Rice á miðjunni hjá sér. Vísir

Strákarnir í Fantasýn hlaðvarpinu, sem fjallar um draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, rýndu meðal annars í lið fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar í nýjasta þætti sínum og voru hrifnir af því.

Albert Þór Guðmundsson fékk að þessu sinni Ágúst Þór Ágústsson til að ausa úr sínum fantasy-viskubrunni og má hlusta á þáttinn í heild hér að neðan.

Þátttakendur eru minntir á að hægt er að gera breytingar á sínu liði til klukkan 11 á laugardaginn og að veitt eru verðlaun í hverjum mánuði fyrir árangur í stóru Sýn Sport deildinni.

Stjörnulið vikunnar er úr smiðju Sölva Tryggvasonar sem er um það bil í sæti númer 3.000.000 í heiminum.

„Liðið hans heitir Satori. Þetta er japanska og þýðir „awakening“ [hugljómun]. Þetta er kannski lýsandi fyrir hans lið. Það er eitthvað að gerjast hérna,“ sagði Albert en liðið hans Sölva, sem ku vera Liverpool-maður, má sjá hér að neðan.

Liðið hans Sölva Tryggvasonar skilaði heilum 89 stigum í síðustu umferð.fantasy.premierleague.com

„Hann er með leynivopn. Declan Rice. Þrettán stig í þessari umferð,“ benti Albert á og Ágúst tók undir:

„Ég held að það hafi aldrei verið sterkara að vera með Rice í liðinu sínu heldur en þessa dagana í fantasy.“

Sölvi safnaði alls 89 stigum í síðustu umferð, eftir að hafa tekið inn Jean-Philippe Mateta fyrir Joao Pedro sem reyndar kom á endanum út á sléttu.

„Mér finnst þetta bara flott lið hjá Sölva. Hann er að stýra þessu aktívt. Það er greinilega einhver frítími þarna í Suður-Afríku. Þetta er allt á uppleið hjá honum og megi honum ganga vel,“ sagði Albert en hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan.

Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér.

Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×