Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 07:38 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. vísir/ívar Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Samkvæmt frumvarpinu er brottfararstöð skilgreind sem „staður þar sem útlendingur sætir frelsisskerðingu samkvæmt lögum um útlendinga vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum.“ Við upphaf vistunar í brottfararstöð samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að ýmsar persónuupplýsingar um einstaklinga verði teknar niður, svo sem ljósmynd, fullt nafn, kyn, fæðingardagur og þjóðerni eða eftir atvikum ríkisfangsleysi, upplýsingar um tungumálakunnáttu, heilsufar og sjúkrasögu. Sér vistarverur fyrir konur og karla Þá skal upplýsingum um hvenær einstaklingur var frelsissviptur haldið til haga auk þess sem viðkomandi skal kynnt um réttindi sín og skyldur auk þess sem honum verður heimilt að hafa samband við lögmann, aðstandendur, fulltrúa heimalands og/eða viðurkennd mannúðarsamtök. Þá er gert ráð fyrir að vistarverur karla og kvenna verði aðskildar, en þó skuli fjölskyldum séð fyrir sérstökum vistarverum. Í þriðja kafla frumvarpsins er gert ráð fyrir heimild til valdbeitingar, líkamsleitar og leitar í vistarverum ef nauðsyn þykir og beitingu agaviðurlaga svo fátt eitt sé nefnt. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að þau taki gildi þann 1. mars á næsta ári og að brottfararstöð taki til starfa þann 12. júní sama ár. Starfsfólk í stað fangavarða Þess má einnig geta að samkvæmt frumvarpinu er ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir verði ráðnir til starfa í brottfararstöð, heldur muni lögreglunni á Suðurnesjum vera falið að ráða „starfsfólk“ sem muni sinna störfum við miðstöðina. Hlutverk fangavarða var meðal þess sem gagnrýnt var í umsögnum um frumvarpið sem fram komu á meðan það var í samráðsgátt. Þannig gerðu til að mynda Mannréttindastofnun Íslands og Bjarkarhlíð athugasemdir við það í sínum umsögnum að starfsfólk ætti að mestu leyti að vera fangaverðir. Í frumvarpinu sem nú hefur verið dreift á þingi er hins vegar gert ráð fyrir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráði starfsfólk brottfararstöðvar. „Það starfsfólk brottfararstöðvar sem talið er nauðsynlegt að hafi valdbeitingarheimildir þarf að hljóta viðeigandi þjálfun. Ráðherra setur reglugerð um þær kröfur sem gerðar eru til þjálfunar og námskeiða hjá starfsfólki brottfararstöðvar, þar á meðal sérstakar kröfur hvað varðar þjálfun starfsfólks með valdbeitingarheimildir,“ segir meðal annars um þetta efni í greinargerð með frumvarpinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Viðreisn Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu er brottfararstöð skilgreind sem „staður þar sem útlendingur sætir frelsisskerðingu samkvæmt lögum um útlendinga vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum.“ Við upphaf vistunar í brottfararstöð samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að ýmsar persónuupplýsingar um einstaklinga verði teknar niður, svo sem ljósmynd, fullt nafn, kyn, fæðingardagur og þjóðerni eða eftir atvikum ríkisfangsleysi, upplýsingar um tungumálakunnáttu, heilsufar og sjúkrasögu. Sér vistarverur fyrir konur og karla Þá skal upplýsingum um hvenær einstaklingur var frelsissviptur haldið til haga auk þess sem viðkomandi skal kynnt um réttindi sín og skyldur auk þess sem honum verður heimilt að hafa samband við lögmann, aðstandendur, fulltrúa heimalands og/eða viðurkennd mannúðarsamtök. Þá er gert ráð fyrir að vistarverur karla og kvenna verði aðskildar, en þó skuli fjölskyldum séð fyrir sérstökum vistarverum. Í þriðja kafla frumvarpsins er gert ráð fyrir heimild til valdbeitingar, líkamsleitar og leitar í vistarverum ef nauðsyn þykir og beitingu agaviðurlaga svo fátt eitt sé nefnt. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að þau taki gildi þann 1. mars á næsta ári og að brottfararstöð taki til starfa þann 12. júní sama ár. Starfsfólk í stað fangavarða Þess má einnig geta að samkvæmt frumvarpinu er ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir verði ráðnir til starfa í brottfararstöð, heldur muni lögreglunni á Suðurnesjum vera falið að ráða „starfsfólk“ sem muni sinna störfum við miðstöðina. Hlutverk fangavarða var meðal þess sem gagnrýnt var í umsögnum um frumvarpið sem fram komu á meðan það var í samráðsgátt. Þannig gerðu til að mynda Mannréttindastofnun Íslands og Bjarkarhlíð athugasemdir við það í sínum umsögnum að starfsfólk ætti að mestu leyti að vera fangaverðir. Í frumvarpinu sem nú hefur verið dreift á þingi er hins vegar gert ráð fyrir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráði starfsfólk brottfararstöðvar. „Það starfsfólk brottfararstöðvar sem talið er nauðsynlegt að hafi valdbeitingarheimildir þarf að hljóta viðeigandi þjálfun. Ráðherra setur reglugerð um þær kröfur sem gerðar eru til þjálfunar og námskeiða hjá starfsfólki brottfararstöðvar, þar á meðal sérstakar kröfur hvað varðar þjálfun starfsfólks með valdbeitingarheimildir,“ segir meðal annars um þetta efni í greinargerð með frumvarpinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Viðreisn Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Sjá meira