Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 07:38 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. vísir/ívar Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Samkvæmt frumvarpinu er brottfararstöð skilgreind sem „staður þar sem útlendingur sætir frelsisskerðingu samkvæmt lögum um útlendinga vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum.“ Við upphaf vistunar í brottfararstöð samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að ýmsar persónuupplýsingar um einstaklinga verði teknar niður, svo sem ljósmynd, fullt nafn, kyn, fæðingardagur og þjóðerni eða eftir atvikum ríkisfangsleysi, upplýsingar um tungumálakunnáttu, heilsufar og sjúkrasögu. Sér vistarverur fyrir konur og karla Þá skal upplýsingum um hvenær einstaklingur var frelsissviptur haldið til haga auk þess sem viðkomandi skal kynnt um réttindi sín og skyldur auk þess sem honum verður heimilt að hafa samband við lögmann, aðstandendur, fulltrúa heimalands og/eða viðurkennd mannúðarsamtök. Þá er gert ráð fyrir að vistarverur karla og kvenna verði aðskildar, en þó skuli fjölskyldum séð fyrir sérstökum vistarverum. Í þriðja kafla frumvarpsins er gert ráð fyrir heimild til valdbeitingar, líkamsleitar og leitar í vistarverum ef nauðsyn þykir og beitingu agaviðurlaga svo fátt eitt sé nefnt. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að þau taki gildi þann 1. mars á næsta ári og að brottfararstöð taki til starfa þann 12. júní sama ár. Starfsfólk í stað fangavarða Þess má einnig geta að samkvæmt frumvarpinu er ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir verði ráðnir til starfa í brottfararstöð, heldur muni lögreglunni á Suðurnesjum vera falið að ráða „starfsfólk“ sem muni sinna störfum við miðstöðina. Hlutverk fangavarða var meðal þess sem gagnrýnt var í umsögnum um frumvarpið sem fram komu á meðan það var í samráðsgátt. Þannig gerðu til að mynda Mannréttindastofnun Íslands og Bjarkarhlíð athugasemdir við það í sínum umsögnum að starfsfólk ætti að mestu leyti að vera fangaverðir. Í frumvarpinu sem nú hefur verið dreift á þingi er hins vegar gert ráð fyrir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráði starfsfólk brottfararstöðvar. „Það starfsfólk brottfararstöðvar sem talið er nauðsynlegt að hafi valdbeitingarheimildir þarf að hljóta viðeigandi þjálfun. Ráðherra setur reglugerð um þær kröfur sem gerðar eru til þjálfunar og námskeiða hjá starfsfólki brottfararstöðvar, þar á meðal sérstakar kröfur hvað varðar þjálfun starfsfólks með valdbeitingarheimildir,“ segir meðal annars um þetta efni í greinargerð með frumvarpinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Viðreisn Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu er brottfararstöð skilgreind sem „staður þar sem útlendingur sætir frelsisskerðingu samkvæmt lögum um útlendinga vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum.“ Við upphaf vistunar í brottfararstöð samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að ýmsar persónuupplýsingar um einstaklinga verði teknar niður, svo sem ljósmynd, fullt nafn, kyn, fæðingardagur og þjóðerni eða eftir atvikum ríkisfangsleysi, upplýsingar um tungumálakunnáttu, heilsufar og sjúkrasögu. Sér vistarverur fyrir konur og karla Þá skal upplýsingum um hvenær einstaklingur var frelsissviptur haldið til haga auk þess sem viðkomandi skal kynnt um réttindi sín og skyldur auk þess sem honum verður heimilt að hafa samband við lögmann, aðstandendur, fulltrúa heimalands og/eða viðurkennd mannúðarsamtök. Þá er gert ráð fyrir að vistarverur karla og kvenna verði aðskildar, en þó skuli fjölskyldum séð fyrir sérstökum vistarverum. Í þriðja kafla frumvarpsins er gert ráð fyrir heimild til valdbeitingar, líkamsleitar og leitar í vistarverum ef nauðsyn þykir og beitingu agaviðurlaga svo fátt eitt sé nefnt. Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir að þau taki gildi þann 1. mars á næsta ári og að brottfararstöð taki til starfa þann 12. júní sama ár. Starfsfólk í stað fangavarða Þess má einnig geta að samkvæmt frumvarpinu er ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir verði ráðnir til starfa í brottfararstöð, heldur muni lögreglunni á Suðurnesjum vera falið að ráða „starfsfólk“ sem muni sinna störfum við miðstöðina. Hlutverk fangavarða var meðal þess sem gagnrýnt var í umsögnum um frumvarpið sem fram komu á meðan það var í samráðsgátt. Þannig gerðu til að mynda Mannréttindastofnun Íslands og Bjarkarhlíð athugasemdir við það í sínum umsögnum að starfsfólk ætti að mestu leyti að vera fangaverðir. Í frumvarpinu sem nú hefur verið dreift á þingi er hins vegar gert ráð fyrir að lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráði starfsfólk brottfararstöðvar. „Það starfsfólk brottfararstöðvar sem talið er nauðsynlegt að hafi valdbeitingarheimildir þarf að hljóta viðeigandi þjálfun. Ráðherra setur reglugerð um þær kröfur sem gerðar eru til þjálfunar og námskeiða hjá starfsfólki brottfararstöðvar, þar á meðal sérstakar kröfur hvað varðar þjálfun starfsfólks með valdbeitingarheimildir,“ segir meðal annars um þetta efni í greinargerð með frumvarpinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Viðreisn Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira