„Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2025 09:02 Erika Nótt nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og segir það eiga eftir að leiða af sér margfalt meiri tekjur. vísir / lýður valberg Hnefaleikakonan Erika Nótt hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum og býst við því að fá mun betur borgað en kollegar sínir þegar hún gerist atvinnumaður í íþróttinni. Erika er með um 120 þúsund fylgjendur á bæði Instagram og TikTok, þar sem hún sýnir frá daglega lífinu sem hnefaleikakona ásamt öðru skemmtiefni. Hún telur samfélagsmiðla vera besta tækið sem íþróttafólk getur nýtt til að koma sér á framfæri og segir það eiga eftir að skila sér margfalt meiri tekjum. „Þetta er svo ógeðslega mikilvægt og búið að gera svo mikið fyrir mig. Ég fæ ábyggilega meira borgað fyrir fyrsta bardagann minn en flestir boxarar fá yfir allan ferilinn sinn. Bara af því ég byrjaði á félagsmiðlum, ég er bara að birta einhver TikTok myndbönd skilurðu, þetta er ekkert mál“ segir Erika. View this post on Instagram „Erika Night er fyrirtæki“ Erika virðist einmitt eiga nokkuð auðvelt með að sækja smelli á samfélagsmiðlum en segir mikla vinnu liggja þar að baki. „Ég hef alltaf verið góð í þessu en svo er ég líka íþróttamaður og íþróttamenn eru mjög agaðir, það er líka það sem er fyrir aftan félagsmiðla. Sumir horfa á þetta sem eitthvað ógeðslega létt en þetta er alveg erfitt, ég pósta sjö sinnum á dag“ segir Erika. @erikanightnight I’m not the best on a speed bag. I’ve been away from it for three months, but I’ll get better. #boxing🥊 ♬ original sound - Erika Night Hún vill líka aðstoða annað íþróttafólk sem á ekki eins auðvelt með þetta og er byrjuð með samfélagsliðsmiðlakennslu. „Ég vil bara að fólk nái þessu, sem íþróttamaður verðurðu að markaðssetja sjálfan þig. Ef þú hugsar um einhvern eins og [Cristiano] Ronaldo, auðvitað er hann búinn að markaðssetja sjálfan sig. Ronaldo er vörumerki, Mike Tyson er vörumerki og það er mjög mikilvægt að gera það rétt. Þú ert fyrirtæki, sem íþróttamaður, Erika Night er fyrirtæki.“ Fer ekki í atvinnumennsku upp á eigin spýtur Erika er enn áhugamaður í hnefaleikum en stefnir á að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku snemma á næsta ári. Það gerir hún þó ekki algjörlega af sjálfsdáðun í gegnum samfélagsmiðla heldur í samvinnu við erlent markaðsfyrirtæki, eða vonandi allavega. „Þetta er risastórt markaðsfyrirtæki, eitt það stærsta í heiminum. Ég fór einu sinni á mót hjá þeim og fannst það geggjað, mig langar að keppa hjá þeim. Þau eru risastór og passa mjög vel við mig, ég vildi að ég gæti sagt hvaða fyrirtæki þetta er en ég vil ekki jinxa neitt“ sagði Erika að lokum í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Box Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Sjá meira
Erika er með um 120 þúsund fylgjendur á bæði Instagram og TikTok, þar sem hún sýnir frá daglega lífinu sem hnefaleikakona ásamt öðru skemmtiefni. Hún telur samfélagsmiðla vera besta tækið sem íþróttafólk getur nýtt til að koma sér á framfæri og segir það eiga eftir að skila sér margfalt meiri tekjum. „Þetta er svo ógeðslega mikilvægt og búið að gera svo mikið fyrir mig. Ég fæ ábyggilega meira borgað fyrir fyrsta bardagann minn en flestir boxarar fá yfir allan ferilinn sinn. Bara af því ég byrjaði á félagsmiðlum, ég er bara að birta einhver TikTok myndbönd skilurðu, þetta er ekkert mál“ segir Erika. View this post on Instagram „Erika Night er fyrirtæki“ Erika virðist einmitt eiga nokkuð auðvelt með að sækja smelli á samfélagsmiðlum en segir mikla vinnu liggja þar að baki. „Ég hef alltaf verið góð í þessu en svo er ég líka íþróttamaður og íþróttamenn eru mjög agaðir, það er líka það sem er fyrir aftan félagsmiðla. Sumir horfa á þetta sem eitthvað ógeðslega létt en þetta er alveg erfitt, ég pósta sjö sinnum á dag“ segir Erika. @erikanightnight I’m not the best on a speed bag. I’ve been away from it for three months, but I’ll get better. #boxing🥊 ♬ original sound - Erika Night Hún vill líka aðstoða annað íþróttafólk sem á ekki eins auðvelt með þetta og er byrjuð með samfélagsliðsmiðlakennslu. „Ég vil bara að fólk nái þessu, sem íþróttamaður verðurðu að markaðssetja sjálfan þig. Ef þú hugsar um einhvern eins og [Cristiano] Ronaldo, auðvitað er hann búinn að markaðssetja sjálfan sig. Ronaldo er vörumerki, Mike Tyson er vörumerki og það er mjög mikilvægt að gera það rétt. Þú ert fyrirtæki, sem íþróttamaður, Erika Night er fyrirtæki.“ Fer ekki í atvinnumennsku upp á eigin spýtur Erika er enn áhugamaður í hnefaleikum en stefnir á að stíga skrefið yfir í atvinnumennsku snemma á næsta ári. Það gerir hún þó ekki algjörlega af sjálfsdáðun í gegnum samfélagsmiðla heldur í samvinnu við erlent markaðsfyrirtæki, eða vonandi allavega. „Þetta er risastórt markaðsfyrirtæki, eitt það stærsta í heiminum. Ég fór einu sinni á mót hjá þeim og fannst það geggjað, mig langar að keppa hjá þeim. Þau eru risastór og passa mjög vel við mig, ég vildi að ég gæti sagt hvaða fyrirtæki þetta er en ég vil ekki jinxa neitt“ sagði Erika að lokum í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan.
Box Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Sjá meira