Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2025 17:30 Það geta ótrúlegustu hlutir gerst þegar fólk sest niður, lokar á eftir sér og fer ekki út fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Staða raforkumála á Norðausturlandi er óviðunandi og hefur verið það alltof lengi. Ónæg afhendingargeta hefur hamlað atvinnuuppbyggingu, fjárfestingum og orkuöflun á svæðinu. Deilt hefur verið um verkaskiptingu og ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu raforkuinnviða: hvað á Landsnet að gera, hvað á Rarik að gera, á ríkið að stíga inn, hvenær, hvernig, hvers vegna? Svona spurningar hafa fengið að malla í kerfinu árum saman án þess að höggvið sé á hnútinn. Nú verður breyting þar á. Með samkomulagi sem ég undirritaði við Landsnet og Rarik í vikunni liggur loksins fyrir skýr verkaskipting og áætlun um aðgerðir í raforkumálum Norðausturlands. Landsnet hefur skuldbundið sig til að byggja 132 kV loftlínu milli Kópaskers og Þórshafnar. Framkvæmdinni verður ýtt inn á kerfisáætlun, undirbúningsvinnan fer strax af stað og stjórnvöld munu leitast við að skapa forsendur til að flýta megi framkvæmdinni enn frekar, svo sem með því að liðka fyrir frekari orkuvinnslu í landshlutanum. Til að leysa bráðavanda raforkukerfisins á Langanesi ætlar Rarik að einhenda sér í lagningu 33 kV jarðstrengs milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og fá þannig báðir staðirnir rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Á sama tíma mun Landsnet byggja nýtt tengivirki á Bakka við Húsavík til að auðvelda tvítengingu við Húsavík og liðka fyrir starfsemi nýrra stórnotenda á iðnaðarsvæðinu. Sú aðgerð er bæði mikilvæg fyrir afhendingaröryggi raforku á Húsavík og fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi almennt. Gert er ráð fyrir að báðum þessum verkefnum ljúki ekki síðar en árið 2028, en ríkið mun styðja við fjárfestingargetu Landsnets og Rarik vegna verkefnanna um 2,2 milljarða króna strax árið 2026. Það hefur verið gott að vinna með forstjórum Landsnets og RARIK að þessu framfaramáli, Rögnu Árnadóttur og Magnúsi Þór Ásmundssyni, og samkomulagið hefði aldrei raungerst nema vegna góðs samstarfs við Daða Má Kristófersson og hans fólk í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkomulagið er í anda þeirrar lausnamiðuðu og aðgerðadrifnu nálgunar sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur eftir. Það felur í sér skýra verkaskiptingu milli fyrirtækja, ábyrga íhlutun ríkisins í þágu byggðaþróunar, orkuöryggis og verðmætasköpunar – og afgerandi fyrirheit um sókn og aukna samkeppnishæfni landshlutans á næstu árum og áratugum. Íbúar eiga þakkir skildar fyrir að sýna þolinmæði og gefast ekki upp í baráttu sinni fyrir uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Nú tökum við höndum saman um að byggja upp, ekki bara línur og búnað, heldur traust, von og tækifæri á Norðausturlandi. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það geta ótrúlegustu hlutir gerst þegar fólk sest niður, lokar á eftir sér og fer ekki út fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Staða raforkumála á Norðausturlandi er óviðunandi og hefur verið það alltof lengi. Ónæg afhendingargeta hefur hamlað atvinnuuppbyggingu, fjárfestingum og orkuöflun á svæðinu. Deilt hefur verið um verkaskiptingu og ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu raforkuinnviða: hvað á Landsnet að gera, hvað á Rarik að gera, á ríkið að stíga inn, hvenær, hvernig, hvers vegna? Svona spurningar hafa fengið að malla í kerfinu árum saman án þess að höggvið sé á hnútinn. Nú verður breyting þar á. Með samkomulagi sem ég undirritaði við Landsnet og Rarik í vikunni liggur loksins fyrir skýr verkaskipting og áætlun um aðgerðir í raforkumálum Norðausturlands. Landsnet hefur skuldbundið sig til að byggja 132 kV loftlínu milli Kópaskers og Þórshafnar. Framkvæmdinni verður ýtt inn á kerfisáætlun, undirbúningsvinnan fer strax af stað og stjórnvöld munu leitast við að skapa forsendur til að flýta megi framkvæmdinni enn frekar, svo sem með því að liðka fyrir frekari orkuvinnslu í landshlutanum. Til að leysa bráðavanda raforkukerfisins á Langanesi ætlar Rarik að einhenda sér í lagningu 33 kV jarðstrengs milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Framkvæmdir hefjast strax á næsta ári og fá þannig báðir staðirnir rafmagn úr tveimur áttum í stað einnar í dag. Á sama tíma mun Landsnet byggja nýtt tengivirki á Bakka við Húsavík til að auðvelda tvítengingu við Húsavík og liðka fyrir starfsemi nýrra stórnotenda á iðnaðarsvæðinu. Sú aðgerð er bæði mikilvæg fyrir afhendingaröryggi raforku á Húsavík og fyrir atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi almennt. Gert er ráð fyrir að báðum þessum verkefnum ljúki ekki síðar en árið 2028, en ríkið mun styðja við fjárfestingargetu Landsnets og Rarik vegna verkefnanna um 2,2 milljarða króna strax árið 2026. Það hefur verið gott að vinna með forstjórum Landsnets og RARIK að þessu framfaramáli, Rögnu Árnadóttur og Magnúsi Þór Ásmundssyni, og samkomulagið hefði aldrei raungerst nema vegna góðs samstarfs við Daða Má Kristófersson og hans fólk í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Samkomulagið er í anda þeirrar lausnamiðuðu og aðgerðadrifnu nálgunar sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur eftir. Það felur í sér skýra verkaskiptingu milli fyrirtækja, ábyrga íhlutun ríkisins í þágu byggðaþróunar, orkuöryggis og verðmætasköpunar – og afgerandi fyrirheit um sókn og aukna samkeppnishæfni landshlutans á næstu árum og áratugum. Íbúar eiga þakkir skildar fyrir að sýna þolinmæði og gefast ekki upp í baráttu sinni fyrir uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Nú tökum við höndum saman um að byggja upp, ekki bara línur og búnað, heldur traust, von og tækifæri á Norðausturlandi. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun