Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2025 11:00 Florian Wirtz er næstdýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. epa/ADAM VAUGHAN Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, tekur ekki undir með Arsene Wenger að koma Florians Wirtz hafi eyðilagt miðju Rauða hersins. Fyrr í vikunni sagði Wenger að Liverpool hafi eyðilagt miðjuna sína, sem virkaði svo vel á síðasta tímabili, með því að nota Wirtz í stöðu framliggjandi miðjumanns. Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai spiluðu saman á miðju Liverpool í sigrinum á Real Madrid á þriðjudaginn, 1-0, en Wirtz var á vinstri kantinum. „Allir hafa rétt á sinni skoðun,“ sagði Slot er ummæli Wengers voru borin undir hann á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Manchester City á morgun. „Við erum með 5-6 mjög góða miðjumenn sem geta allir spilað saman en þeir þurfa að spila meira saman til að ná því besta fram úr hverjum og einum. Florian þarf tíma til aðlagast liðsfélögum sínum og þeir þurfa tíma til að aðlagast honum. Núna spilaði hann á vinstri kantinum en ég get sagt ykkur, jafnvel þótt það sé ekki á morgun, að hann mun spila frábærlega sem miðjumaður með Liverpool.“ Snýst ekki um einn leikmann Wirtz hefur farið rólega af stað með Liverpool og ekki enn komið með beinum hætti að marki í ensku úrvalsdeildinni. Slot er samt ekki í neinum vafa um að þýski landsliðsmaðurinn muni blómstra í enska boltanum, sem framliggjandi miðjumaður eða inndreginn kantmaður. „Hann hefur hæfileikana til þess en þetta snýst ekki um einn leikmann. Þetta snýst líka um liðið. Þegar Xabi Alonso kom inn hjá Leverkusen var hann að mestu notaður sem inndreginn kantmaður í leikkerfinu 3-4-3 en fyrir það var hann aðallega notaður sem framliggjandi miðjumaður. Í landsliðinu spilar hann líka sem inndreginn kantmaður,“ sagði Slot. „Fyrir mig er áskorunin að koma honum í þessar stöður, sem inndreginn kantmaður eða tía, í kringum vítateiginn þar sem samherjar hans þurfa að finna hann á rétta tímapunktinum því þá gerir hann eitthvað sérstakt. Hann gerir þetta fyrir landsliðið, gerði þetta fyrir Leverkusen og hefur einnig gert þetta fyrir okkur.“ Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig eftir tíu umferðir, sjö stigum á eftir toppliði Arsenal. City er svo í 2. sætinu með nítján stig. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:50. Enski boltinn Tengdar fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Sjá meira
Fyrr í vikunni sagði Wenger að Liverpool hafi eyðilagt miðjuna sína, sem virkaði svo vel á síðasta tímabili, með því að nota Wirtz í stöðu framliggjandi miðjumanns. Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai spiluðu saman á miðju Liverpool í sigrinum á Real Madrid á þriðjudaginn, 1-0, en Wirtz var á vinstri kantinum. „Allir hafa rétt á sinni skoðun,“ sagði Slot er ummæli Wengers voru borin undir hann á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Manchester City á morgun. „Við erum með 5-6 mjög góða miðjumenn sem geta allir spilað saman en þeir þurfa að spila meira saman til að ná því besta fram úr hverjum og einum. Florian þarf tíma til aðlagast liðsfélögum sínum og þeir þurfa tíma til að aðlagast honum. Núna spilaði hann á vinstri kantinum en ég get sagt ykkur, jafnvel þótt það sé ekki á morgun, að hann mun spila frábærlega sem miðjumaður með Liverpool.“ Snýst ekki um einn leikmann Wirtz hefur farið rólega af stað með Liverpool og ekki enn komið með beinum hætti að marki í ensku úrvalsdeildinni. Slot er samt ekki í neinum vafa um að þýski landsliðsmaðurinn muni blómstra í enska boltanum, sem framliggjandi miðjumaður eða inndreginn kantmaður. „Hann hefur hæfileikana til þess en þetta snýst ekki um einn leikmann. Þetta snýst líka um liðið. Þegar Xabi Alonso kom inn hjá Leverkusen var hann að mestu notaður sem inndreginn kantmaður í leikkerfinu 3-4-3 en fyrir það var hann aðallega notaður sem framliggjandi miðjumaður. Í landsliðinu spilar hann líka sem inndreginn kantmaður,“ sagði Slot. „Fyrir mig er áskorunin að koma honum í þessar stöður, sem inndreginn kantmaður eða tía, í kringum vítateiginn þar sem samherjar hans þurfa að finna hann á rétta tímapunktinum því þá gerir hann eitthvað sérstakt. Hann gerir þetta fyrir landsliðið, gerði þetta fyrir Leverkusen og hefur einnig gert þetta fyrir okkur.“ Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átján stig eftir tíu umferðir, sjö stigum á eftir toppliði Arsenal. City er svo í 2. sætinu með nítján stig. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:50.
Enski boltinn Tengdar fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Sjá meira
Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Pep Guardiola stýrir Manchester City gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, í sínum þúsundasta leik sem knattspyrnustjóri. Hann hefur notið þess mikla rígs sem myndast hefur á milli liðanna. 7. nóvember 2025 23:03