Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2025 10:46 Málið sneri að rekstri spilakassa á Catalinu. Vísir/Baldur Hrafnkell Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Happdrætti Háskóla Íslands af 47 milljóna kröfu veitinga- og skemmtistaðarins Catalinu. Málið laut að þóknun fyrir rekstur spilakassa á veitingastaðnum. Rekendur Catalinu höfðu samið um að þóknunin næmi 1,6 prósentu af veltu vélanna en í ljós kom að hlutfallið næmi tveimur prósentum hjá öðrum rekstraraðilum og Catalina krafðist að fá greiddan mismuninn. Fyrir lá samningur sem Happdrætti Háskóla Íslands og Catalina gerðu árið 2018 þar sem kveðið er á um 1,6 prósent þóknun fyrir umsjón vélanna. Áður hafði rekstur vélanna á staðnum verið í höndum annars aðila sem samdi á sínum tíma um tveggja prósenta þóknun. Þegar Catalina tók við umsjón vélanna var samið um 1,6 prósenta þóknun. Misræmi milli samninga Samkvæmt héraðsdómi eru í gildi 22 samningar Happdrættis Háskóla Íslands við ýmsa aðila um rekstur spilakassa. Í 20 af þeim er samið um að þóknun rekstraraðila nemi 1,6 prósentum af brúttóveltu en í tveimur um að hún nemi tveimur prósentum af brúttóveltu. Samningarnir þar sem kveðið er á um síðarnefnda hlutfallið eru frá árunum 2006 og 2010. Í flestum tilvikum er kveðið á um tveggja mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest aðila, þar á meðal í samningi stefnda við stefnanda.Á árunum 2011‒2024 gerði stefndi 18 samninga við rekstraraðila, ýmist nýja samninga eða breytta samninga. Í þeim öllum er kveðið á um að hlutfallið sé 1,6 prósent. Catalina hélt því fram að félaginu hefði verið mismunað á þessum grundvelli. Málflutningur Catalinu byggði á því að Happdrætti háskólans væri opinber aðili og væri því bundið af jafnræðisreglunni og réttmætisreglunni. Þar sem þjónustan væri sú sama ætti þóknunin sömuleiðis að vera sú sama. Happdrætti Háskóla Íslands hafnaði þessu alfarið og hélt því fram að um frjáls einkaréttarleg viðskipti væri að ræða og að hvor aðilinn sem er hefði getað sagt samningnum upp með tveggja mánaða fyrirvara. Sömuleiðis benti Happdrætti háskólans á að frá árinu 2011 til dagsins í dag hafi allir samningar kveðið á um 1,6 prósenta þóknun og að þeir samningar upp á tveggja prósenta þóknun og væru enn í gildi hefðu verið samdir við aðrar aðstæður. Félaginu bæri engin skylda að veita samningsaðilum sömu kjör og eldri samningar kváðu á um. Catalinu frjálst að segja samningnum upp Héraðsdómur gekkst við málflutningi Catalinu að því leyti að meginreglur stjórnsýsluréttar um jafnræði og málefnaleg sjónarmið giltu um Happdrætti Háskóla Íslands en taldi ekki að Catalina hefði sýnt fram á að brotið hefði verið á þessum reglum, enda hefði það sýnt fram á samræmda framkvæmd samninga frá árinu 2011. Sömuleiðis taldi dómurinn að Catalina hefði haft raunhæfan möguleika á að segja samningnum upp teldi fyrirtækið hann ósanngjarn, en það hefði það ekki gert. Af þessum ástæðum sýknaði dómurinn Happdrætti Háskóla Íslands af kröfum Catalinu en taldi rétt að hvor aðilinn bæri sinn kostnað af málinu í ljósi vafaatriða. Dóminn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Fjárhættuspil Háskólar Veitingastaðir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Fyrir lá samningur sem Happdrætti Háskóla Íslands og Catalina gerðu árið 2018 þar sem kveðið er á um 1,6 prósent þóknun fyrir umsjón vélanna. Áður hafði rekstur vélanna á staðnum verið í höndum annars aðila sem samdi á sínum tíma um tveggja prósenta þóknun. Þegar Catalina tók við umsjón vélanna var samið um 1,6 prósenta þóknun. Misræmi milli samninga Samkvæmt héraðsdómi eru í gildi 22 samningar Happdrættis Háskóla Íslands við ýmsa aðila um rekstur spilakassa. Í 20 af þeim er samið um að þóknun rekstraraðila nemi 1,6 prósentum af brúttóveltu en í tveimur um að hún nemi tveimur prósentum af brúttóveltu. Samningarnir þar sem kveðið er á um síðarnefnda hlutfallið eru frá árunum 2006 og 2010. Í flestum tilvikum er kveðið á um tveggja mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest aðila, þar á meðal í samningi stefnda við stefnanda.Á árunum 2011‒2024 gerði stefndi 18 samninga við rekstraraðila, ýmist nýja samninga eða breytta samninga. Í þeim öllum er kveðið á um að hlutfallið sé 1,6 prósent. Catalina hélt því fram að félaginu hefði verið mismunað á þessum grundvelli. Málflutningur Catalinu byggði á því að Happdrætti háskólans væri opinber aðili og væri því bundið af jafnræðisreglunni og réttmætisreglunni. Þar sem þjónustan væri sú sama ætti þóknunin sömuleiðis að vera sú sama. Happdrætti Háskóla Íslands hafnaði þessu alfarið og hélt því fram að um frjáls einkaréttarleg viðskipti væri að ræða og að hvor aðilinn sem er hefði getað sagt samningnum upp með tveggja mánaða fyrirvara. Sömuleiðis benti Happdrætti háskólans á að frá árinu 2011 til dagsins í dag hafi allir samningar kveðið á um 1,6 prósenta þóknun og að þeir samningar upp á tveggja prósenta þóknun og væru enn í gildi hefðu verið samdir við aðrar aðstæður. Félaginu bæri engin skylda að veita samningsaðilum sömu kjör og eldri samningar kváðu á um. Catalinu frjálst að segja samningnum upp Héraðsdómur gekkst við málflutningi Catalinu að því leyti að meginreglur stjórnsýsluréttar um jafnræði og málefnaleg sjónarmið giltu um Happdrætti Háskóla Íslands en taldi ekki að Catalina hefði sýnt fram á að brotið hefði verið á þessum reglum, enda hefði það sýnt fram á samræmda framkvæmd samninga frá árinu 2011. Sömuleiðis taldi dómurinn að Catalina hefði haft raunhæfan möguleika á að segja samningnum upp teldi fyrirtækið hann ósanngjarn, en það hefði það ekki gert. Af þessum ástæðum sýknaði dómurinn Happdrætti Háskóla Íslands af kröfum Catalinu en taldi rétt að hvor aðilinn bæri sinn kostnað af málinu í ljósi vafaatriða. Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Fjárhættuspil Háskólar Veitingastaðir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira