Innlent

Í beinni: Skyndifundur Sjálf­stæðis­manna á Grand Hotel

Agnar Már Másson skrifar
Sjálfstæðisflokkurinn hefur siglt ólgusjó frá síðustu kosningum og enn hefur ástandið ekki batnað þó að nýr formaður hafi tekið við.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur siglt ólgusjó frá síðustu kosningum og enn hefur ástandið ekki batnað þó að nýr formaður hafi tekið við.

Sjálfstæðismenn funda í dag á Grand Hotel í Reykjavík en flokksformaðurinn Guðrún Hafsteinsdóttir boðaði til fundarins með skömmum fyrirvara á mánudagskvöld undir þeim formerkjum að hún ætlaði að kynna „nýja ásýnd flokksins“ og ræða leiðina „í átt að stærra Íslandi.“

Fundurinn hefst kl. 14 og verður honum streymt beint hér á Vísi. Þar mun formaðurinn meðal annars flytja ræðu.

Þetta er væntanlega stærsta samkoma Sjálfstæðismanna frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir tók við formennsku á landsfundi þeirra í febrúar en fylgi flokksins hefur verið óstöðugt síðasta árið.

Nákvæmt efni fundarins liggur ekki fyrir en sem fyrr segir var boðað til hans með skömmum fyrirvara á mánudagskvöld, en fyrr um daginn hafði verð greint könnun Gallúp sem sýndi að Miðflokkurinn mældist með 16,3 prósenta fylgi, sem er aðeins einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósenta fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×