Formúla 1

Norris á rá­spól en Ver­stappen í vand­ræðum

Siggeir Ævarsson skrifar
Lando Norris ræsir fyrstur á morgun
Lando Norris ræsir fyrstur á morgun Mark Sutton - Formula 1/Formula 1 via Getty Images

Lando Norris ræsir fyrstur í Sao Paolo í Brasilíu á morgun þegar ræst verður til keppni í Formúlu 1 en heimsmeistarinn Max Verstappen á ærið verkefni fyrir höndum.

Norris átti hraðasta hringinn í dag og var örlítið sneggri en Kimi Antonelli, ökumaður Mercedes, sem ræsir annar.

Max Verstappen, ökumaður Redbull og ríkjandi heimsmeistari, náði sér engan veginn á strik í dag og var úr leik strax í fyrsta hluta tímatökunnar og ræsir því 16. á morgun. Verstappen byrjaði tímabilið ekki vel en hefur unnið þrjár af síðustu fimm keppnum og verið óðum að saxa á forskot Norris í keppni ökumanna.

Brasilíukappaksturinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay á morgun og hefst útsending klukkan 16:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×