Handbolti

Ís­lendingarnir at­kvæða­miklir í kvöld

Siggeir Ævarsson skrifar
Blær Hinriksson var öflugur í kvöld
Blær Hinriksson var öflugur í kvöld Facebook Leipzig

Nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni í þýska handboltanum í kvöld og létu þeir mikið að sér kveða.

Það var boðið upp á Íslendingaslag þegar Magdeburg og RN Löwen mættust. Þeir Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson leika allir með Magdeburg og höfðu að lokum betur gegn Hauki Þrastarsyni, 28-24.

Ómar var næst markahæstur í lið Magdeburg með fimm mörk, Gísli bætti við þremur og Einar lét sér eitt nægja að þessu sinni. Haukur var næst markahæstur í liði RN Löwen með fimm mörk.

Þá átti Blær Hinriksson afar góðan leik fyrir Leipzig sem tók á móti Fusche Berlin. Hann var lang markahæstur í liði Leipzig og skoraði sjö mörk en það dugði þó skammt þar sem gestirnir frá Berlín fóru með átta marka sigur af hólmi, 26-34.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×