Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 08:03 Eygló Fanndal Sturludóttir vann sögulegan Evrópumeistaratitil í vor en árið hefur ekki endað vel hjá henni. @eyglo_fanndal Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir stendur frammi fyrir nýrri áskorun og krefjandi kringumstæðum sem munu án efa gera Evrópumeistaranum erfitt fyrir að halda sér í hópi þeirra bestu í sinni grein. Á sama ári og Eygló varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna fékk hún möguleika verstu fréttir ferilsins. Eygló missti af heimsmeistaramótinu á dögunum vegna meiðsla og hún hefur nú greint frá því að meiðslin voru alvarlegri en hún hélt í fyrstu. Eygló sagði frá stöðu mála í uppfærslu um meiðslin hennar. Loksins tilbúin að tala um þetta „Mér finnst ég loksins vera tilbúin að tala um þetta og deila því sem hefur verið í gangi,“ skrifaði Eygló. „Í byrjun ágúst vaknaði ég með verki í mjóbakinu sem ég hélt að myndi bara taka einn eða tvo daga að hverfa og svo færi ég beint aftur á æfingu. Það gekk ekki alveg eins og ég bjóst við og þegar ég var komin í 10 vikur með sama stöðuga verkinn sem batnaði ekkert fór ég í flug til London til að hitta sérfræðing og fá annað álit,“ skrifaði Eygló. Verkjalyf virkuðu ekki „Verkjalyf virkuðu ekki og ég reyndi að lyfta í gegnum sársaukann en áttaði mig fljótt á því að það var ekki skynsamlegt. Ég fékk svörin mín í London en það var ekki það sem ég vildi heyra. Það kom í ljós að ég er með smá brjósklos í L5/S1 liðþófanum og það mun taka mun lengri tíma en ég hélt upphaflega að endurhæfa mig,“ skrifaði Eygló. „Þannig að æfingar munu líta aðeins öðruvísi út næstu mánuði en þið getið bókað það að ég verð í ræktinni á hverjum einasta degi og geri allt sem ég mögulega get til að hjálpa líkamanum að lækna þessi meiðsli,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar samt að vera skynsöm. Það eru enn þrjú ár í Ólympíuleikana í Los Angeles þangað sem hann dreymdi um að komast. Ég er hvergi nærri hætt „Ferillinn minn er það mikilvægasta fyrir mig og ég er hvergi nærri hætt, ég ætla að gera hvað sem þarf til að komast aftur í lyftingar og keppni svo ekki halda í eina sekúndu að ég sé að hætta eða gefast upp,“ skrifaði Eygló. Svona slæmar fréttir eru þó erfiðar andlega fyrir íþróttakonu sem hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hún var komin. Mjög erfitt að sætta sig við þetta „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta og satt best að segja hef ég átt mjög erfitt en ég hef besta teymið í kringum mig sem mun hjálpa mér í gegnum þetta,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingarferlinu en hún er ekki róleg yfir því sem tekur við. „Tvennt sem ég segi sjálfri mér aftur og aftur er að vöðvaminni er raunverulegt og að þetta er bara tímabundið ástand. Ég er mjög hrædd við komandi mánuði því ég veit að þetta verður mjög erfitt en ég get bara ekki beðið eftir að þetta sé búið og ég tel niður dagana þar til ég lyfti þungu aftur,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Á sama ári og Eygló varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna fékk hún möguleika verstu fréttir ferilsins. Eygló missti af heimsmeistaramótinu á dögunum vegna meiðsla og hún hefur nú greint frá því að meiðslin voru alvarlegri en hún hélt í fyrstu. Eygló sagði frá stöðu mála í uppfærslu um meiðslin hennar. Loksins tilbúin að tala um þetta „Mér finnst ég loksins vera tilbúin að tala um þetta og deila því sem hefur verið í gangi,“ skrifaði Eygló. „Í byrjun ágúst vaknaði ég með verki í mjóbakinu sem ég hélt að myndi bara taka einn eða tvo daga að hverfa og svo færi ég beint aftur á æfingu. Það gekk ekki alveg eins og ég bjóst við og þegar ég var komin í 10 vikur með sama stöðuga verkinn sem batnaði ekkert fór ég í flug til London til að hitta sérfræðing og fá annað álit,“ skrifaði Eygló. Verkjalyf virkuðu ekki „Verkjalyf virkuðu ekki og ég reyndi að lyfta í gegnum sársaukann en áttaði mig fljótt á því að það var ekki skynsamlegt. Ég fékk svörin mín í London en það var ekki það sem ég vildi heyra. Það kom í ljós að ég er með smá brjósklos í L5/S1 liðþófanum og það mun taka mun lengri tíma en ég hélt upphaflega að endurhæfa mig,“ skrifaði Eygló. „Þannig að æfingar munu líta aðeins öðruvísi út næstu mánuði en þið getið bókað það að ég verð í ræktinni á hverjum einasta degi og geri allt sem ég mögulega get til að hjálpa líkamanum að lækna þessi meiðsli,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar samt að vera skynsöm. Það eru enn þrjú ár í Ólympíuleikana í Los Angeles þangað sem hann dreymdi um að komast. Ég er hvergi nærri hætt „Ferillinn minn er það mikilvægasta fyrir mig og ég er hvergi nærri hætt, ég ætla að gera hvað sem þarf til að komast aftur í lyftingar og keppni svo ekki halda í eina sekúndu að ég sé að hætta eða gefast upp,“ skrifaði Eygló. Svona slæmar fréttir eru þó erfiðar andlega fyrir íþróttakonu sem hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hún var komin. Mjög erfitt að sætta sig við þetta „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta og satt best að segja hef ég átt mjög erfitt en ég hef besta teymið í kringum mig sem mun hjálpa mér í gegnum þetta,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingarferlinu en hún er ekki róleg yfir því sem tekur við. „Tvennt sem ég segi sjálfri mér aftur og aftur er að vöðvaminni er raunverulegt og að þetta er bara tímabundið ástand. Ég er mjög hrædd við komandi mánuði því ég veit að þetta verður mjög erfitt en ég get bara ekki beðið eftir að þetta sé búið og ég tel niður dagana þar til ég lyfti þungu aftur,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira