Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 14:32 Lionel Messi á blaðamannafundinum í ágúst 2021 þegar hann kvaddi Barcelona. Tárin runnu þá hjá stærstu stjörnunni í sögu félagsins. Getty/Eric Alonso Nú styttist í það að Börsungar taki í notkun endurbættan Camp Nou sem mætti kalla nýjan Nývang. Stærsta hetjan í sögu félagsins heimsótti leikvanginn um helgina. Lionel Messi sagðist eftir heimsóknina vonast til þess að snúa aftur á Nývang til að fá þá kveðjustundina sem hann „fékk aldrei“ sem leikmaður hjá Barcelona. Messi er kominn aftur til Spánar þar sem bíður verkefni með argentínska landsliðinu. Hann birti myndir á samfélagsmiðlum sínum innan úr Nývangi rúmum sólarhring eftir að hafa tryggt Inter Miami áfram í næstu umferð úrslitakeppni MLS-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta,“ skrifaði hann með myndaveislu sinni. „Þetta er staður þar sem ég var óendanlega hamingjusamur, þar sem þið létuð mér líða eins og hamingjusamasta manni í heimi þúsund sinnum. Ég vona að einn daginn geti ég snúið aftur, og ekki bara til að kveðja sem leikmaður, því það fékk ég aldrei að gera,“ skrifaði Messi. Lionel Messi gaf þarna í skyn að hann myndi snúa aftur til Barcelona í færslu sinni á samfélagsmiðlum. Messi, sem er 38 ára, varði stærstan hluta ferils síns hjá Barcelona áður en hann fór í skyndi til Paris Saint-Germain árið 2021 vegna fjárhagsvandræða katalónska félagsins. Vegna þessa – og einnig að hluta til vegna Covid-takmarkana sem voru í gildi á þeim tíma – gat leikja- og markahæsti leikmaður Barça ekki kvatt með viðeigandi hætti. Joan Laporta, forseti félagsins, hefur síðan þá talað um vilja til að fá Messi aftur í heiðursleik og lagt til að það væri fullkomin leið til að vígja nýjan Nývang, sem hefur verið lokaður vegna endurbóta síðan 2023. „Það væri frábær leið til að opna leikvanginn [þegar hann er fullkláraður], með 105.000 áhorfendur í stúkunni að heiðra Leo,“ ítrekaði Laporta við fréttamenn eftir opna æfingu fyrir framan 23.000 aðdáendur á Camp Nou í síðustu viku. „Auðvitað, alltaf með fyrirvara um hvað [lið Messi] vill. Það eru líka forsetakosningar fram undan, en ef ég verð enn forseti, þá myndi ég elska það,“ sagði Laporta. Messi hefur aldrei áður tjáð sig um möguleikann á að snúa aftur til að taka þátt í slíkum leik. Spænski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Lionel Messi sagðist eftir heimsóknina vonast til þess að snúa aftur á Nývang til að fá þá kveðjustundina sem hann „fékk aldrei“ sem leikmaður hjá Barcelona. Messi er kominn aftur til Spánar þar sem bíður verkefni með argentínska landsliðinu. Hann birti myndir á samfélagsmiðlum sínum innan úr Nývangi rúmum sólarhring eftir að hafa tryggt Inter Miami áfram í næstu umferð úrslitakeppni MLS-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta,“ skrifaði hann með myndaveislu sinni. „Þetta er staður þar sem ég var óendanlega hamingjusamur, þar sem þið létuð mér líða eins og hamingjusamasta manni í heimi þúsund sinnum. Ég vona að einn daginn geti ég snúið aftur, og ekki bara til að kveðja sem leikmaður, því það fékk ég aldrei að gera,“ skrifaði Messi. Lionel Messi gaf þarna í skyn að hann myndi snúa aftur til Barcelona í færslu sinni á samfélagsmiðlum. Messi, sem er 38 ára, varði stærstan hluta ferils síns hjá Barcelona áður en hann fór í skyndi til Paris Saint-Germain árið 2021 vegna fjárhagsvandræða katalónska félagsins. Vegna þessa – og einnig að hluta til vegna Covid-takmarkana sem voru í gildi á þeim tíma – gat leikja- og markahæsti leikmaður Barça ekki kvatt með viðeigandi hætti. Joan Laporta, forseti félagsins, hefur síðan þá talað um vilja til að fá Messi aftur í heiðursleik og lagt til að það væri fullkomin leið til að vígja nýjan Nývang, sem hefur verið lokaður vegna endurbóta síðan 2023. „Það væri frábær leið til að opna leikvanginn [þegar hann er fullkláraður], með 105.000 áhorfendur í stúkunni að heiðra Leo,“ ítrekaði Laporta við fréttamenn eftir opna æfingu fyrir framan 23.000 aðdáendur á Camp Nou í síðustu viku. „Auðvitað, alltaf með fyrirvara um hvað [lið Messi] vill. Það eru líka forsetakosningar fram undan, en ef ég verð enn forseti, þá myndi ég elska það,“ sagði Laporta. Messi hefur aldrei áður tjáð sig um möguleikann á að snúa aftur til að taka þátt í slíkum leik.
Spænski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira