Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 14:32 Lionel Messi á blaðamannafundinum í ágúst 2021 þegar hann kvaddi Barcelona. Tárin runnu þá hjá stærstu stjörnunni í sögu félagsins. Getty/Eric Alonso Nú styttist í það að Börsungar taki í notkun endurbættan Camp Nou sem mætti kalla nýjan Nývang. Stærsta hetjan í sögu félagsins heimsótti leikvanginn um helgina. Lionel Messi sagðist eftir heimsóknina vonast til þess að snúa aftur á Nývang til að fá þá kveðjustundina sem hann „fékk aldrei“ sem leikmaður hjá Barcelona. Messi er kominn aftur til Spánar þar sem bíður verkefni með argentínska landsliðinu. Hann birti myndir á samfélagsmiðlum sínum innan úr Nývangi rúmum sólarhring eftir að hafa tryggt Inter Miami áfram í næstu umferð úrslitakeppni MLS-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta,“ skrifaði hann með myndaveislu sinni. „Þetta er staður þar sem ég var óendanlega hamingjusamur, þar sem þið létuð mér líða eins og hamingjusamasta manni í heimi þúsund sinnum. Ég vona að einn daginn geti ég snúið aftur, og ekki bara til að kveðja sem leikmaður, því það fékk ég aldrei að gera,“ skrifaði Messi. Lionel Messi gaf þarna í skyn að hann myndi snúa aftur til Barcelona í færslu sinni á samfélagsmiðlum. Messi, sem er 38 ára, varði stærstan hluta ferils síns hjá Barcelona áður en hann fór í skyndi til Paris Saint-Germain árið 2021 vegna fjárhagsvandræða katalónska félagsins. Vegna þessa – og einnig að hluta til vegna Covid-takmarkana sem voru í gildi á þeim tíma – gat leikja- og markahæsti leikmaður Barça ekki kvatt með viðeigandi hætti. Joan Laporta, forseti félagsins, hefur síðan þá talað um vilja til að fá Messi aftur í heiðursleik og lagt til að það væri fullkomin leið til að vígja nýjan Nývang, sem hefur verið lokaður vegna endurbóta síðan 2023. „Það væri frábær leið til að opna leikvanginn [þegar hann er fullkláraður], með 105.000 áhorfendur í stúkunni að heiðra Leo,“ ítrekaði Laporta við fréttamenn eftir opna æfingu fyrir framan 23.000 aðdáendur á Camp Nou í síðustu viku. „Auðvitað, alltaf með fyrirvara um hvað [lið Messi] vill. Það eru líka forsetakosningar fram undan, en ef ég verð enn forseti, þá myndi ég elska það,“ sagði Laporta. Messi hefur aldrei áður tjáð sig um möguleikann á að snúa aftur til að taka þátt í slíkum leik. Spænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Lionel Messi sagðist eftir heimsóknina vonast til þess að snúa aftur á Nývang til að fá þá kveðjustundina sem hann „fékk aldrei“ sem leikmaður hjá Barcelona. Messi er kominn aftur til Spánar þar sem bíður verkefni með argentínska landsliðinu. Hann birti myndir á samfélagsmiðlum sínum innan úr Nývangi rúmum sólarhring eftir að hafa tryggt Inter Miami áfram í næstu umferð úrslitakeppni MLS-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Leo Messi (@leomessi) „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta,“ skrifaði hann með myndaveislu sinni. „Þetta er staður þar sem ég var óendanlega hamingjusamur, þar sem þið létuð mér líða eins og hamingjusamasta manni í heimi þúsund sinnum. Ég vona að einn daginn geti ég snúið aftur, og ekki bara til að kveðja sem leikmaður, því það fékk ég aldrei að gera,“ skrifaði Messi. Lionel Messi gaf þarna í skyn að hann myndi snúa aftur til Barcelona í færslu sinni á samfélagsmiðlum. Messi, sem er 38 ára, varði stærstan hluta ferils síns hjá Barcelona áður en hann fór í skyndi til Paris Saint-Germain árið 2021 vegna fjárhagsvandræða katalónska félagsins. Vegna þessa – og einnig að hluta til vegna Covid-takmarkana sem voru í gildi á þeim tíma – gat leikja- og markahæsti leikmaður Barça ekki kvatt með viðeigandi hætti. Joan Laporta, forseti félagsins, hefur síðan þá talað um vilja til að fá Messi aftur í heiðursleik og lagt til að það væri fullkomin leið til að vígja nýjan Nývang, sem hefur verið lokaður vegna endurbóta síðan 2023. „Það væri frábær leið til að opna leikvanginn [þegar hann er fullkláraður], með 105.000 áhorfendur í stúkunni að heiðra Leo,“ ítrekaði Laporta við fréttamenn eftir opna æfingu fyrir framan 23.000 aðdáendur á Camp Nou í síðustu viku. „Auðvitað, alltaf með fyrirvara um hvað [lið Messi] vill. Það eru líka forsetakosningar fram undan, en ef ég verð enn forseti, þá myndi ég elska það,“ sagði Laporta. Messi hefur aldrei áður tjáð sig um möguleikann á að snúa aftur til að taka þátt í slíkum leik.
Spænski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira