Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 12:03 Igor Thiago fagnar öðru marka sinna á móti Newcastle um síðustu helgi. Getty/Rob Newell - Það vantar ekki samkeppnina um sæti í HM-hóp Brasilíumanna næsta sumar en einn af þeim sem koma kannski til greina kemur úr óvæntri átt. Hvað er þetta með Brentford-liðið? Fyrst var það Ivan Toney. Svo komu Bryan Mbeumo og Yoane Wissa. Nú er það Igor Thiago. Liðið selur bestu framherjana sína en alltaf finna þeir nýjan gullmola í staðinn. Aðeins með Haaland fleiri Á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni hefur aðeins Erling Braut Haaland, framherji Manchester City (14 mörk), skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en Thiago, sem hefur skorað átta. Two more goals for Igor Thiago at the weekend! The Brentford forward has been on fire so far this season 🔥 pic.twitter.com/f3I1wjfJBi— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 10, 2025 Brasilíumaðurinn skoraði tvö mörk gegn Newcastle og fyrir vikið er Brentford-liðið í ellefta sætinu aðeins tveimur stigum frá fimmta sætinu. Breska ríkisútvarpið heldur því fram að frammistaða Thiago hljóti að vekja athygli brasilíska landsliðsþjálfarans Carlo Ancelotti. Thiago hefur ekki enn spilað fyrir brasilíska landsliðið en þessi 24 ára leikmaður getur einnig spilað fyrir Búlgaríu. „Hann hefur verið ansi góður, er það ekki? Hann vex í vexti og sjálfstrausti og hefur verið nokkuð stórkostlegur á þessu tímabili,“ sagði Keith Andrews, stjóri Brentford, sem tók við af Thomas Frank í sumar. Elskar lífið og elskar fótbolta „Við erum hungruð í að ná árangri og við erum með hungraðan hóp. Það er mjög mikilvægt. Thiago er gott dæmi um það. Hann er í frábæru formi, elskar lífið og elskar fótbolta,“ sagði Andrews. Thiago hafnaði tækifæri til að spila fyrir U23-landslið Brasilíu til að halda möguleikum sínum opnum á alþjóðavettvangi. Hann hefur áður lýst yfir löngun til að spila fyrir Brasilíu og sagði við Daily Mail: „Mig hefur alltaf dreymt um að geta spilað fyrir Brasilíu.“ „Ég bið Guð alltaf um að þegar hann velur mig í landsliðið, þá vil ég ekki fara bara til að fara. Þegar ég kemst þangað, vil ég vera þar,“ sagði Thiago. Gríðarleg samkeppni En samkeppnin um sóknarstöður í liði Ancelottis er gríðarlega mikil – meðal annarra eru Vinicius Jr, Rodrygo og Raphinha. Önnur nöfn sem koma til greina eru Willian Estevao, Richarlison, Matheus Cunha og Joao Pedro, sem allir spila nú í ensku úrvalsdeildinni. 🔎 Igor Thiago é o vice-artilheiro da Premier League 2025/26! 🇧🇷🔥⚔️ 11 jogos ⚽️ 8 gols (!)⏰ 116 mins p/ participar de gol (!)🥅 62% conversão de chances claras (8/13!)👟 25 finalizações (15 no gol!)🎯 3.1 finaizações p/ marcar gol (!)💪 60 duelos ganhos (!)💯 Nota… pic.twitter.com/bRonjO4WR7— Sofascore Brasil (@SofascoreBR) November 9, 2025 En með níu mörk í öllum keppnum á þessu tímabili – fleiri en nokkur af hinum nefndu leikmönnum – gæti orðið ómögulegt fyrir Ancelotti að hunsa Thiago að mati BBC. Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Thiago, sem var keyptur fyrir þrjátíu milljónir punda frá Club Brugge í júlí 2024. Hann átti að koma í stað Ivans Toney sem yfirgaf Brentford. Hins vegar átti Brasilíumaðurinn erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili í Vestur-Lundúnum vegna meiðsla og lauk því án þess að skora mark í átta leikjum. Mbeumo og Wissa fylltu skarðið með fjörutíu mörkum samanlagt – en brotthvarf þeirra í sumar, til Manchester United og Newcastle, opnaði dyrnar fyrir Thiago. Hann hefur gripið tækifærið og með sama áframhaldi þá hlýtur hann að vera á langa listanum hjá Ancelotti. Only Erling Haaland has scored more goals this season than @BrentfordFC's Igor Thiago! ✨ pic.twitter.com/FeVN9epcRv— Premier League (@premierleague) November 10, 2025 Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Hvað er þetta með Brentford-liðið? Fyrst var það Ivan Toney. Svo komu Bryan Mbeumo og Yoane Wissa. Nú er það Igor Thiago. Liðið selur bestu framherjana sína en alltaf finna þeir nýjan gullmola í staðinn. Aðeins með Haaland fleiri Á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni hefur aðeins Erling Braut Haaland, framherji Manchester City (14 mörk), skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en Thiago, sem hefur skorað átta. Two more goals for Igor Thiago at the weekend! The Brentford forward has been on fire so far this season 🔥 pic.twitter.com/f3I1wjfJBi— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 10, 2025 Brasilíumaðurinn skoraði tvö mörk gegn Newcastle og fyrir vikið er Brentford-liðið í ellefta sætinu aðeins tveimur stigum frá fimmta sætinu. Breska ríkisútvarpið heldur því fram að frammistaða Thiago hljóti að vekja athygli brasilíska landsliðsþjálfarans Carlo Ancelotti. Thiago hefur ekki enn spilað fyrir brasilíska landsliðið en þessi 24 ára leikmaður getur einnig spilað fyrir Búlgaríu. „Hann hefur verið ansi góður, er það ekki? Hann vex í vexti og sjálfstrausti og hefur verið nokkuð stórkostlegur á þessu tímabili,“ sagði Keith Andrews, stjóri Brentford, sem tók við af Thomas Frank í sumar. Elskar lífið og elskar fótbolta „Við erum hungruð í að ná árangri og við erum með hungraðan hóp. Það er mjög mikilvægt. Thiago er gott dæmi um það. Hann er í frábæru formi, elskar lífið og elskar fótbolta,“ sagði Andrews. Thiago hafnaði tækifæri til að spila fyrir U23-landslið Brasilíu til að halda möguleikum sínum opnum á alþjóðavettvangi. Hann hefur áður lýst yfir löngun til að spila fyrir Brasilíu og sagði við Daily Mail: „Mig hefur alltaf dreymt um að geta spilað fyrir Brasilíu.“ „Ég bið Guð alltaf um að þegar hann velur mig í landsliðið, þá vil ég ekki fara bara til að fara. Þegar ég kemst þangað, vil ég vera þar,“ sagði Thiago. Gríðarleg samkeppni En samkeppnin um sóknarstöður í liði Ancelottis er gríðarlega mikil – meðal annarra eru Vinicius Jr, Rodrygo og Raphinha. Önnur nöfn sem koma til greina eru Willian Estevao, Richarlison, Matheus Cunha og Joao Pedro, sem allir spila nú í ensku úrvalsdeildinni. 🔎 Igor Thiago é o vice-artilheiro da Premier League 2025/26! 🇧🇷🔥⚔️ 11 jogos ⚽️ 8 gols (!)⏰ 116 mins p/ participar de gol (!)🥅 62% conversão de chances claras (8/13!)👟 25 finalizações (15 no gol!)🎯 3.1 finaizações p/ marcar gol (!)💪 60 duelos ganhos (!)💯 Nota… pic.twitter.com/bRonjO4WR7— Sofascore Brasil (@SofascoreBR) November 9, 2025 En með níu mörk í öllum keppnum á þessu tímabili – fleiri en nokkur af hinum nefndu leikmönnum – gæti orðið ómögulegt fyrir Ancelotti að hunsa Thiago að mati BBC. Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Thiago, sem var keyptur fyrir þrjátíu milljónir punda frá Club Brugge í júlí 2024. Hann átti að koma í stað Ivans Toney sem yfirgaf Brentford. Hins vegar átti Brasilíumaðurinn erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili í Vestur-Lundúnum vegna meiðsla og lauk því án þess að skora mark í átta leikjum. Mbeumo og Wissa fylltu skarðið með fjörutíu mörkum samanlagt – en brotthvarf þeirra í sumar, til Manchester United og Newcastle, opnaði dyrnar fyrir Thiago. Hann hefur gripið tækifærið og með sama áframhaldi þá hlýtur hann að vera á langa listanum hjá Ancelotti. Only Erling Haaland has scored more goals this season than @BrentfordFC's Igor Thiago! ✨ pic.twitter.com/FeVN9epcRv— Premier League (@premierleague) November 10, 2025
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira