Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 10:31 John Elkann, forseti Ferrari, vill að sínir ökumenn fari að einbeita sér meira að akstrinum. Getty/David Davies Lewis Hamilton og Charles Leclerc hafa verið yfirlýsingaglaðir í viðtölum og svo virðist vera sem yfirmaður þeirra sé orðinn þreyttur á því. John Elkann, forseti Ferrari, hefur beðið ökumenn Formúlu 1-liðsins, þá Hamilton og Leclerc, um að einbeita sér meira að því að keyra bílinn en að tala. Yfirlýsingar Elkanns koma í kjölfar hræðilegrar helgar hjá liðinu. Hvorugur bíllinn náði að ljúka kappakstrinum í Brasilíu. Elkann segist vilja að Hamilton og Leclerc einbeiti sér nú að þeim þremur keppnishelgum sem eftir eru af vonbrigðatímabilinu 2025. 🚨 | John Elkann: “We need drivers who think more about Ferrari and less about themselves.” pic.twitter.com/nRvayc0C8i— La Gazzetta Ferrari (@GazzettaFerrari) November 10, 2025 „Það er algjörlega nauðsynlegt að ökumenn okkar einbeiti sér að akstrinum og tali minna. Það eru enn mikilvægar keppnir eftir og það er ekki ómögulegt að ná öðru sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða,“ sagði Elkann. Elkann lét þessi orð falla á styrktarsamkomu fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Mílanó og Cortina á næsta ári. Elkann mun enn fremur hafa bent á að Ferrari njóti velgengni á öðrum sviðum svo lengi sem unnið er sem lið, eins og hann orðaði það. „Við þurfum ökumenn sem hugsa ekki um sjálfa sig, heldur um Ferrari,“ sagði Elkann. Ferrari er nú í fjórða sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða í Formúlu 1. Næsta keppni er í Las Vegas. I back my team. I back myself. I will not give up. Not now, not then, not ever. Thank you, Brazil, always 🇧🇷 pic.twitter.com/bU4gAdCOb4— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) November 10, 2025 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
John Elkann, forseti Ferrari, hefur beðið ökumenn Formúlu 1-liðsins, þá Hamilton og Leclerc, um að einbeita sér meira að því að keyra bílinn en að tala. Yfirlýsingar Elkanns koma í kjölfar hræðilegrar helgar hjá liðinu. Hvorugur bíllinn náði að ljúka kappakstrinum í Brasilíu. Elkann segist vilja að Hamilton og Leclerc einbeiti sér nú að þeim þremur keppnishelgum sem eftir eru af vonbrigðatímabilinu 2025. 🚨 | John Elkann: “We need drivers who think more about Ferrari and less about themselves.” pic.twitter.com/nRvayc0C8i— La Gazzetta Ferrari (@GazzettaFerrari) November 10, 2025 „Það er algjörlega nauðsynlegt að ökumenn okkar einbeiti sér að akstrinum og tali minna. Það eru enn mikilvægar keppnir eftir og það er ekki ómögulegt að ná öðru sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða,“ sagði Elkann. Elkann lét þessi orð falla á styrktarsamkomu fyrir Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Mílanó og Cortina á næsta ári. Elkann mun enn fremur hafa bent á að Ferrari njóti velgengni á öðrum sviðum svo lengi sem unnið er sem lið, eins og hann orðaði það. „Við þurfum ökumenn sem hugsa ekki um sjálfa sig, heldur um Ferrari,“ sagði Elkann. Ferrari er nú í fjórða sæti í heimsmeistaramóti bílasmiða í Formúlu 1. Næsta keppni er í Las Vegas. I back my team. I back myself. I will not give up. Not now, not then, not ever. Thank you, Brazil, always 🇧🇷 pic.twitter.com/bU4gAdCOb4— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) November 10, 2025
Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira