Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar 11. nóvember 2025 10:31 Síðustu árin hafa margir velt fyrir sér hvers vegna fjöldi fyrirtækja hér á landi nýta evrur eða dollara í rekstri sínum og halda sig þar með í hæfilegri fjarlægð frá íslensku krónunni. Er ástæðan sú að það sé hagkvæmara að reka þessi ágætu fyrirtæki í erlendum gjaldmiðlum eða er þetta bara einhver óskilgreind sérviska eða útlendingaaðdáun sem kemur vitsmunalegum rekstri ekkert við? Einasta einhverjir barnalegir og jafnvel hættulegir stælar sem nauðsyn er að forða öðrum fyrirtækjum og afgangi þjóðarinnar frá ef ekki á illa að fara. Getur hitt þó verið sönnu nær, að með því að færa allt sitt í alþjóðagjaldmiðlum hafi fyrirtækin raunverulega komist í mun betra starfsumhverfi og kæra sig ekki um krónuhagkerfið okkar; það sé einfaldlega ekki samkeppnishæft og því hreint ábyrgðarleysi að dvelja lengur undir því oki en aðstæður krefjast. Nú er sú furðulega staða uppi á Íslandi að þjóðinni er skipt í tvo hópa sem búa að þessu leyti við gjörólíkar aðstæður og mismunun sem á sér enga hliðstæðu. Margir stjórnmálamenn virðast samt sem áður sjá þetta sem hina fögru og eftirsóknarverðu framtíðarsýn sem verði að festa með öllum ráðum í sessi um langa framtíð. Eftir stendur tvíklofin þjóð úti í ballarhafi þar sem ójöfnuður hefur verið lögfestur og jafnvel talinn eftirsóknarverður. Fyrirmyndarríki hefur risið og gegnir því dapurlega hlutverki að mismuna þegnunum. Sendir öðrum helmingnum alltaf reikninginn til að reyna að halda aftur af verðbólgunni en hinn helmingurinn sleppur og brosir áfram góðlátlega í kampinn. Virðist jafnvel fá eitthvað út úr því að horfa á hina borga brúsann og taka út þær þjáningar sem því fylgir. Ekkert samviskubit vegna þess arna en látið eins og þetta sé bara í góðu lagi og til eftirbreytni. Sama má sega um þá stjórnmálamenn og -konur sem telja ekki einu sinni þess virði að ræða þessa stöðu, tala bara um frasa ef nefnt er að taka upp alþjóða gjaldmiðil fyrir alla en ekki bara suma. Halda því jafnvel fram að sú afstaða þeirra sé til marks um staðfasta þjóðrækni og vilja til að halda sjálfstæði landsins í heiðri. Þess vegna beri nauðsyn til að skipta þjóðinni í tvo hópa; gera vel við annan þeirra með því að tryggja honum aðgengi að ódýru fjármagni sem íslenskir bankar og fjármálastofnanir geta ekki eða vilja ekki bjóða hinum. Lemja hins vegar miskunnarlaust á þeim hópi eins og væri hann harðfiskur. Lemja og lemja. Þannig verði fullveldi þjóðarinnar raunverulega tryggt með því að virkja ójöfnuð meðal þegnanna. Er þetta framtíðin? Er þetta sú hugsjón sem ungu fólki, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, er boðið; umhverfið sem þeim, minni og meðalstórum fyrirtækjum verður gert að vinna í? Þrisvar sinnum hærri vextir en tíðkast í samkeppnislöndunum og engin raunveruleg samkeppni milli fjármálastofnana og tryggingarfélaga? Allt í fjötrum. Þegar svona er komið fyrir þjóð okkar er síst að undra að einhver þóttist heyra þrumandi rödd Jóns Sigurðssonar forseta og frelsishetju úr Sumarlandinu þegar hann spurði: “Til hvers var barist? Aldrei hefðu Danir gert okkur þetta. Erum við ennþá sjálfum okkur verst?” Og það sló þögn á viðstadda í landi sumarsins, vandræðalega þögn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu árin hafa margir velt fyrir sér hvers vegna fjöldi fyrirtækja hér á landi nýta evrur eða dollara í rekstri sínum og halda sig þar með í hæfilegri fjarlægð frá íslensku krónunni. Er ástæðan sú að það sé hagkvæmara að reka þessi ágætu fyrirtæki í erlendum gjaldmiðlum eða er þetta bara einhver óskilgreind sérviska eða útlendingaaðdáun sem kemur vitsmunalegum rekstri ekkert við? Einasta einhverjir barnalegir og jafnvel hættulegir stælar sem nauðsyn er að forða öðrum fyrirtækjum og afgangi þjóðarinnar frá ef ekki á illa að fara. Getur hitt þó verið sönnu nær, að með því að færa allt sitt í alþjóðagjaldmiðlum hafi fyrirtækin raunverulega komist í mun betra starfsumhverfi og kæra sig ekki um krónuhagkerfið okkar; það sé einfaldlega ekki samkeppnishæft og því hreint ábyrgðarleysi að dvelja lengur undir því oki en aðstæður krefjast. Nú er sú furðulega staða uppi á Íslandi að þjóðinni er skipt í tvo hópa sem búa að þessu leyti við gjörólíkar aðstæður og mismunun sem á sér enga hliðstæðu. Margir stjórnmálamenn virðast samt sem áður sjá þetta sem hina fögru og eftirsóknarverðu framtíðarsýn sem verði að festa með öllum ráðum í sessi um langa framtíð. Eftir stendur tvíklofin þjóð úti í ballarhafi þar sem ójöfnuður hefur verið lögfestur og jafnvel talinn eftirsóknarverður. Fyrirmyndarríki hefur risið og gegnir því dapurlega hlutverki að mismuna þegnunum. Sendir öðrum helmingnum alltaf reikninginn til að reyna að halda aftur af verðbólgunni en hinn helmingurinn sleppur og brosir áfram góðlátlega í kampinn. Virðist jafnvel fá eitthvað út úr því að horfa á hina borga brúsann og taka út þær þjáningar sem því fylgir. Ekkert samviskubit vegna þess arna en látið eins og þetta sé bara í góðu lagi og til eftirbreytni. Sama má sega um þá stjórnmálamenn og -konur sem telja ekki einu sinni þess virði að ræða þessa stöðu, tala bara um frasa ef nefnt er að taka upp alþjóða gjaldmiðil fyrir alla en ekki bara suma. Halda því jafnvel fram að sú afstaða þeirra sé til marks um staðfasta þjóðrækni og vilja til að halda sjálfstæði landsins í heiðri. Þess vegna beri nauðsyn til að skipta þjóðinni í tvo hópa; gera vel við annan þeirra með því að tryggja honum aðgengi að ódýru fjármagni sem íslenskir bankar og fjármálastofnanir geta ekki eða vilja ekki bjóða hinum. Lemja hins vegar miskunnarlaust á þeim hópi eins og væri hann harðfiskur. Lemja og lemja. Þannig verði fullveldi þjóðarinnar raunverulega tryggt með því að virkja ójöfnuð meðal þegnanna. Er þetta framtíðin? Er þetta sú hugsjón sem ungu fólki, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið, er boðið; umhverfið sem þeim, minni og meðalstórum fyrirtækjum verður gert að vinna í? Þrisvar sinnum hærri vextir en tíðkast í samkeppnislöndunum og engin raunveruleg samkeppni milli fjármálastofnana og tryggingarfélaga? Allt í fjötrum. Þegar svona er komið fyrir þjóð okkar er síst að undra að einhver þóttist heyra þrumandi rödd Jóns Sigurðssonar forseta og frelsishetju úr Sumarlandinu þegar hann spurði: “Til hvers var barist? Aldrei hefðu Danir gert okkur þetta. Erum við ennþá sjálfum okkur verst?” Og það sló þögn á viðstadda í landi sumarsins, vandræðalega þögn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar