Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 13:00 Bardólarnir eru aftur komnir á kreik. Þeir, harðkjarna aðdáendur Shakespeare, misskilja hlutverk leikstjórans og þar með sambandið milli hefða og hæfileika. Samkvæmt þeim ætti leikstjórinn að beygja sig fyrir þeim dauðu og leyfa textanum að tala sínu máli. Hægt væri að aðhyllast slíkar kenningar ef sá texti sem um ræðir innihéldi einhverjar vísbendingar um hvernig rétt væri að flytja hann. Shakespeare skildi ekki eftir nein viðbótargögn og því erfitt að vita hvenær, ef nokkurn tíma, maður stæði frammi fyrir texta sem talar sínu máli. Hvernig myndu persónurnar hljóma í slíkri uppsetningu? Hvaða hreim myndu þær tileinka sér og hvar væru sérstakar áherslur lagðar? Hvernig eiga leikararnir að bera sig og hverju ættu þeir að klæðast? Hvernig lítur 14. aldar prins út og talar hann einu sinni íslensku? Jafnvel ef höfundurinn væri á lífi til þess að svara þessum spurningum þá er óvíst hvort hann gæti veitt okkur vitrænt svar. Ef hann gæti rétt upp hönd og mótmælt ákveðnum túlkunum á eigin texta er hið gagnstæða jafn líklegt miðað við reynslu okkar af lifandi höfundum. Nýstárlegar túlkanir sem skara frá hans upprunalegu hugmynd gætu komið honum skemmtilega á óvart. Ódrepandi galdur Shakespeare liggur í þeirri staðreynd að ógrynni uppsetninga má inna af hendi upp úr leikritum hans. Fáar þeirra bera mikil líkindi en flestar halda í kjarnann. Fyrst ekki er hægt að vita hvers kyns uppsetning samræmist að mestu leyti upprunalegum ásetningi Shakespeare, er það í höndum leikstjórans að safna saman leikurum sem geta flutt einræðurnar og tjáð með þeim einhverja meiningu, sama hver hún er. Til þess að ná því markmiði gæti leikstjórinn fært verkið yfir á nýja tíma eða leitað marks í nýjum aðstæðum. Málið er að dramatísk túlkun felst í því að ferðast aftur í tíma í leit að merkingarbærum grunni til að byggja á, umbreyta og þýða og að lokum miðla til þeirra lifandi. Árangur er þannig ekki metinn á því að hvaða marki uppsetningin samræmist óþekkjanlegu hugarástandi Shakespeare. Öllu heldur skyldi mæla að hve miklu leyti textinn nú talar með meira og minna skilmerkilegum lífskrafti. Til þess að henda reiður á umræddum lífskrafti gæti vel hentað að setja söguna í samtímabúning eða láta hana gerast á upprunalegu tímaskeiði sögunnar. Við samþykkjum án efasemda hvernig biblíusögur eru þýddar yfir á helgimyndir og sjáum þar ekkert skrýtið. Við upplifum hvorki hégóma né hroka í málaranum sem dregur upp mynd af boðun Krists á miðöldum í flæmskum bæ. Sjálfur Shakespeare dró þannig nýjar myndir upp úr forneskjunni. Honum þótti þær sögur ekki smærri eða verri en hans eigið ímyndunarafl. Shakespeare skildi að eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans og skapa að nýju veröld þar sem hinir dauðu geta talað frjálst við hina lifandi. Með tímanum hafa leikrit Shakespeare hlotið sömu stöðu og goðsögur fyrri tíma. Það eru virðingarverð örlög allra goðsagna að verða fyrir breytingum af hendi þeirra sem þær færa ennþá huggun og næringu. Sagan um Ödipus var til löngu áður en Sófókles breytti henni og þegar Freud flétti söguna inn í kenningar sínar um sálgreiningu þá var hann einfaldlega að bæta við kafla í sögu sem er enn ekki öll. — 13. október 1971 birtist bréf í The Times of London ritað af leikstjóranum Jonathan Miller og var titlað “Til varnar Draumi Peter Brook”. Þá hafði ný uppsetning á Jónsmessunæturdraumi Shakespeare verið sett á fjalirnar í The Royal Shakespeare Company í leikstjórn Peter Brook, eins áhrifamesta leikstjóra tuttugustu aldarinnar. Þar sem bardólarnir eru aftur komnir á kreik sá ég ástæðu til að vekja bréfið úr 50 ára dvala. Margar hliðstæður má finna í uppsetningu Brook á Jónsmessunæturdraumi og viðsnúningi Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet en líkt og Brook, klæðir Kolfinna klassík eftir Shakespeare í nýjan búning. Eitt og sér telst það ekki til tíðinda enda hefur það verið verkefni leikstjóra sem spreyta sig á Shakespeare allt frá því Draumurinn hans Brook braut blað í leiklistarsögu 20. aldar. Um sama leyti og Brook umbylti Jónsmessunæturdraumi fæddist Hamlet nýrrar kynslóðar. Hamlet í leikstjórn Peter Hall, í líkama David Warner, var túlkaður sem háskólanemi. Sinnulaus og einangraður háskólanemi með sínar heimspekilegu pælingar storkaði þeim áhorfendum sem þekktu hann sem endurreisnarprinsinn frá Danaveldi. Yngri kynslóðin tók hins vegar vel í nemandann Hamlet - þau þekktu hann - hann var þeirra. Hér sýndi uppsetning svart á hvítu kynslóðabil sem hafði myndast í leikhúsinu. Kolfinna Nikulásdóttir klæddi Hamlet í nýjan búning fyrir nýjar kynslóðir en allar kynslóðir eiga skilið að fá sinn Hamlet. Á Litla sviði Borgarleikhússins birtist Hamlet áhorfendum sem leikari, skapari og performer. Hamlet er nefnilega á sama tíma leikari, nemandi og prins en það skondna er að alla þrjá má finna á blaðsíðum Shakespeare. Bardólarnir geta gáð að honum þar. Hamlet í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur er á sama tíma lofsöngur og fordæming á leikhúsinu. Líkt og Peter Brook er Kolfinna í einbeittri leit að heilaga leikhúsinu sem hefur það að markmiði að fanga hið ósýnilega og tjá hið ósegjanlega. Kolfinnu tekst ekki að fá textann til að tala sínu máli enda var það aldrei ætlunarverk hennar. Hún setur bardólatríuna í blandara og úr verður höfundaverkið Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur. Höfundur er sviðshöfundur og meistaranemi í leikhús- og performansfræðum og var starfsnemi í Hamlet og því nálægt efninu en nær andanum. Heimildir Berry, Ralph. On Directing Shakespeare. Harper & Row, 1977. Williams, Gary Jay. Our Moonlight Revels: A Midsummer Night’s Dream in the Theatre. University of Iowa Press, 1997. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Borgarleikhúsið Menning Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Bardólarnir eru aftur komnir á kreik. Þeir, harðkjarna aðdáendur Shakespeare, misskilja hlutverk leikstjórans og þar með sambandið milli hefða og hæfileika. Samkvæmt þeim ætti leikstjórinn að beygja sig fyrir þeim dauðu og leyfa textanum að tala sínu máli. Hægt væri að aðhyllast slíkar kenningar ef sá texti sem um ræðir innihéldi einhverjar vísbendingar um hvernig rétt væri að flytja hann. Shakespeare skildi ekki eftir nein viðbótargögn og því erfitt að vita hvenær, ef nokkurn tíma, maður stæði frammi fyrir texta sem talar sínu máli. Hvernig myndu persónurnar hljóma í slíkri uppsetningu? Hvaða hreim myndu þær tileinka sér og hvar væru sérstakar áherslur lagðar? Hvernig eiga leikararnir að bera sig og hverju ættu þeir að klæðast? Hvernig lítur 14. aldar prins út og talar hann einu sinni íslensku? Jafnvel ef höfundurinn væri á lífi til þess að svara þessum spurningum þá er óvíst hvort hann gæti veitt okkur vitrænt svar. Ef hann gæti rétt upp hönd og mótmælt ákveðnum túlkunum á eigin texta er hið gagnstæða jafn líklegt miðað við reynslu okkar af lifandi höfundum. Nýstárlegar túlkanir sem skara frá hans upprunalegu hugmynd gætu komið honum skemmtilega á óvart. Ódrepandi galdur Shakespeare liggur í þeirri staðreynd að ógrynni uppsetninga má inna af hendi upp úr leikritum hans. Fáar þeirra bera mikil líkindi en flestar halda í kjarnann. Fyrst ekki er hægt að vita hvers kyns uppsetning samræmist að mestu leyti upprunalegum ásetningi Shakespeare, er það í höndum leikstjórans að safna saman leikurum sem geta flutt einræðurnar og tjáð með þeim einhverja meiningu, sama hver hún er. Til þess að ná því markmiði gæti leikstjórinn fært verkið yfir á nýja tíma eða leitað marks í nýjum aðstæðum. Málið er að dramatísk túlkun felst í því að ferðast aftur í tíma í leit að merkingarbærum grunni til að byggja á, umbreyta og þýða og að lokum miðla til þeirra lifandi. Árangur er þannig ekki metinn á því að hvaða marki uppsetningin samræmist óþekkjanlegu hugarástandi Shakespeare. Öllu heldur skyldi mæla að hve miklu leyti textinn nú talar með meira og minna skilmerkilegum lífskrafti. Til þess að henda reiður á umræddum lífskrafti gæti vel hentað að setja söguna í samtímabúning eða láta hana gerast á upprunalegu tímaskeiði sögunnar. Við samþykkjum án efasemda hvernig biblíusögur eru þýddar yfir á helgimyndir og sjáum þar ekkert skrýtið. Við upplifum hvorki hégóma né hroka í málaranum sem dregur upp mynd af boðun Krists á miðöldum í flæmskum bæ. Sjálfur Shakespeare dró þannig nýjar myndir upp úr forneskjunni. Honum þótti þær sögur ekki smærri eða verri en hans eigið ímyndunarafl. Shakespeare skildi að eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans og skapa að nýju veröld þar sem hinir dauðu geta talað frjálst við hina lifandi. Með tímanum hafa leikrit Shakespeare hlotið sömu stöðu og goðsögur fyrri tíma. Það eru virðingarverð örlög allra goðsagna að verða fyrir breytingum af hendi þeirra sem þær færa ennþá huggun og næringu. Sagan um Ödipus var til löngu áður en Sófókles breytti henni og þegar Freud flétti söguna inn í kenningar sínar um sálgreiningu þá var hann einfaldlega að bæta við kafla í sögu sem er enn ekki öll. — 13. október 1971 birtist bréf í The Times of London ritað af leikstjóranum Jonathan Miller og var titlað “Til varnar Draumi Peter Brook”. Þá hafði ný uppsetning á Jónsmessunæturdraumi Shakespeare verið sett á fjalirnar í The Royal Shakespeare Company í leikstjórn Peter Brook, eins áhrifamesta leikstjóra tuttugustu aldarinnar. Þar sem bardólarnir eru aftur komnir á kreik sá ég ástæðu til að vekja bréfið úr 50 ára dvala. Margar hliðstæður má finna í uppsetningu Brook á Jónsmessunæturdraumi og viðsnúningi Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet en líkt og Brook, klæðir Kolfinna klassík eftir Shakespeare í nýjan búning. Eitt og sér telst það ekki til tíðinda enda hefur það verið verkefni leikstjóra sem spreyta sig á Shakespeare allt frá því Draumurinn hans Brook braut blað í leiklistarsögu 20. aldar. Um sama leyti og Brook umbylti Jónsmessunæturdraumi fæddist Hamlet nýrrar kynslóðar. Hamlet í leikstjórn Peter Hall, í líkama David Warner, var túlkaður sem háskólanemi. Sinnulaus og einangraður háskólanemi með sínar heimspekilegu pælingar storkaði þeim áhorfendum sem þekktu hann sem endurreisnarprinsinn frá Danaveldi. Yngri kynslóðin tók hins vegar vel í nemandann Hamlet - þau þekktu hann - hann var þeirra. Hér sýndi uppsetning svart á hvítu kynslóðabil sem hafði myndast í leikhúsinu. Kolfinna Nikulásdóttir klæddi Hamlet í nýjan búning fyrir nýjar kynslóðir en allar kynslóðir eiga skilið að fá sinn Hamlet. Á Litla sviði Borgarleikhússins birtist Hamlet áhorfendum sem leikari, skapari og performer. Hamlet er nefnilega á sama tíma leikari, nemandi og prins en það skondna er að alla þrjá má finna á blaðsíðum Shakespeare. Bardólarnir geta gáð að honum þar. Hamlet í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur er á sama tíma lofsöngur og fordæming á leikhúsinu. Líkt og Peter Brook er Kolfinna í einbeittri leit að heilaga leikhúsinu sem hefur það að markmiði að fanga hið ósýnilega og tjá hið ósegjanlega. Kolfinnu tekst ekki að fá textann til að tala sínu máli enda var það aldrei ætlunarverk hennar. Hún setur bardólatríuna í blandara og úr verður höfundaverkið Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur. Höfundur er sviðshöfundur og meistaranemi í leikhús- og performansfræðum og var starfsnemi í Hamlet og því nálægt efninu en nær andanum. Heimildir Berry, Ralph. On Directing Shakespeare. Harper & Row, 1977. Williams, Gary Jay. Our Moonlight Revels: A Midsummer Night’s Dream in the Theatre. University of Iowa Press, 1997.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun