„Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 11. nóvember 2025 21:56 Iðkunargjöld hjá íþróttafélögum mætti kalla fastan kostnað á mörgum heimilum. Þau hafa hækkað verulega hjá Stjörnunni og foreldrar lýsa áhyggjum af háum kostnaði. Vísir/vilhelm Æfingagjöld innan knattspyrnudeildar Stjörnunnar hækkuðu að jafnaði um 27 prósent frá því í fyrra. Foreldrar eru missáttir við verðhækkunina en framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir að kostnaður íþróttafélaga við íþróttaiðkun barna sé orðinn afar mikill. Hann fagnar umræðunni. Greint var frá því á Vísi í dag að foreldrar í Garðabæ væru margir hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Þeir sögðu að gjöldin hjá félaginu hefðu hækkað um allt að þrjátíu prósent milli ára. Í umræðu á Facebook benti móðir eins iðkanda í 5. flokki stúlkna hjá Stjörnunni á að hún hefði fengið rukkun frá íþróttafélaginu upp á 172 þúsund krónur, sem væri tæplega þriðjungi meira en í fyrra. Hún sagði að Álftanesi væri gjaldið 53 þúsund krónum ódýrara. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Æfingagjöld dekki ekki fastan kostnað Baldvin Sturluson framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir í yfirlýsingu til fréttastofu að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi Stjörnunnar í öðrum deildum en knattspyrnudeild hafi aðeins verið hækkuð fyrir tímabilið 2025/2026 um 7 til 12 prósent. Hann segir að reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda hækkunum í lágmarki en almennt hafi verið horft til þess að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi félagsins dekkuðu laun þjálfara og annan fastan kostnað er tengdist barna- og unglingastarfinu. Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar. „Þegar horft er á knattspyrnudeild nokkur ár aftur í tímann að þá hafa æfingagjöld deildarinnar ekki dekkað laun og annan fastan kostnað í barna- og unglingastarfi deildarinnar,“ segir í yfirlýsingu Baldvins. Aðrar tekjur deildarinnar hafi því verið nýttar í þágu iðkenda og þannig hafi deildin getað haldið æfingagjöldum lágum og „töluvert lægri“ en hjá flestum knattspyrnudeildum landsins sem eru sambærilegar að stærð, segir í yfirlýsingunni. Töluverður samdráttur af öðrum tekjum af deildinni „Fyrir tímabilið 25/26 var ljóst að töluverður samdráttur yrði í öðrum tekjum barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildar, laun innan deildarinnar hafa almennt hækkað ásamt því að annar fastur kostnaður hefur hækkað í takt við þróun verðlags.“ Þessar breytingar á rekstri hafi þýtt að hækka þyrfti æfingagjöld umtalsvert. Niðurstaðan var sú að æfingagjöld innan knattspyrnudeildarinnar hækkuðu að jafnaði um 27,1 prósent fyrir tímabilið 2025/2026, segir í yfirlýsingunni. „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur og þess vegna fagna ég þessari umræðu,“ skrifar Baldvin. „Þátttaka barna- og unglinga í íþróttastarfi er gríðarlega mikilvæg og þurfum við sem samfélag að finna lausnir í sameiningu á því hvernig við tryggjum ábyrgan og metnaðarfullan rekstur íþróttafélaga í landinu en jafnframt að tryggja aðgengi barna- og unglinga að íþróttaiðkun óháð efnahag,“ skrifar Baldvin í niðurlagið. Íþróttir barna Stjarnan Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í dag að foreldrar í Garðabæ væru margir hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Þeir sögðu að gjöldin hjá félaginu hefðu hækkað um allt að þrjátíu prósent milli ára. Í umræðu á Facebook benti móðir eins iðkanda í 5. flokki stúlkna hjá Stjörnunni á að hún hefði fengið rukkun frá íþróttafélaginu upp á 172 þúsund krónur, sem væri tæplega þriðjungi meira en í fyrra. Hún sagði að Álftanesi væri gjaldið 53 þúsund krónum ódýrara. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Æfingagjöld dekki ekki fastan kostnað Baldvin Sturluson framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir í yfirlýsingu til fréttastofu að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi Stjörnunnar í öðrum deildum en knattspyrnudeild hafi aðeins verið hækkuð fyrir tímabilið 2025/2026 um 7 til 12 prósent. Hann segir að reynt hafi verið eftir fremsta megni að halda hækkunum í lágmarki en almennt hafi verið horft til þess að æfingagjöld í barna- og unglingastarfi félagsins dekkuðu laun þjálfara og annan fastan kostnað er tengdist barna- og unglingastarfinu. Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar. „Þegar horft er á knattspyrnudeild nokkur ár aftur í tímann að þá hafa æfingagjöld deildarinnar ekki dekkað laun og annan fastan kostnað í barna- og unglingastarfi deildarinnar,“ segir í yfirlýsingu Baldvins. Aðrar tekjur deildarinnar hafi því verið nýttar í þágu iðkenda og þannig hafi deildin getað haldið æfingagjöldum lágum og „töluvert lægri“ en hjá flestum knattspyrnudeildum landsins sem eru sambærilegar að stærð, segir í yfirlýsingunni. Töluverður samdráttur af öðrum tekjum af deildinni „Fyrir tímabilið 25/26 var ljóst að töluverður samdráttur yrði í öðrum tekjum barna- og unglingastarfs knattspyrnudeildar, laun innan deildarinnar hafa almennt hækkað ásamt því að annar fastur kostnaður hefur hækkað í takt við þróun verðlags.“ Þessar breytingar á rekstri hafi þýtt að hækka þyrfti æfingagjöld umtalsvert. Niðurstaðan var sú að æfingagjöld innan knattspyrnudeildarinnar hækkuðu að jafnaði um 27,1 prósent fyrir tímabilið 2025/2026, segir í yfirlýsingunni. „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur og þess vegna fagna ég þessari umræðu,“ skrifar Baldvin. „Þátttaka barna- og unglinga í íþróttastarfi er gríðarlega mikilvæg og þurfum við sem samfélag að finna lausnir í sameiningu á því hvernig við tryggjum ábyrgan og metnaðarfullan rekstur íþróttafélaga í landinu en jafnframt að tryggja aðgengi barna- og unglinga að íþróttaiðkun óháð efnahag,“ skrifar Baldvin í niðurlagið.
Íþróttir barna Stjarnan Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira