Dóra Björt hætt við formannsframboðið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 10:36 Dóra BJört er oddviti Pírata í Reykjavíkurborg. Vísir/Anton Brink Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavíkurborg, hefur dregið framboð sitt sem formaður Pírata til baka. Hennar hugmyndir um breytingar á stefnu flokksins stuðli að óeiningu innan flokksins og dregur hún framboðið til baka til að stuðla að samstöðu. „Ég steig fram og ákvað að vera fullkomlega heiðarleg með þær hugmyndir sem ég hef talið vera bestu leiðina áfram til uppbyggingar, því ég get aðeins leitt flokkinn í átt sem ég trúi á. Meðal þeirra eru samtal um nafnbreytingu og að vera áfram opin fyrir lausnum frá hægri og vinstri,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá tíðindunum. Dóra Björt upplifir að flokkurinn hafi stefnt meira til vinstri síðustu ár í stað þess að halda sig á miðjunni. Hún segir stefnu sína á miðjuna hafa valdið meiri skjálfta innan flokksins en hún hefði viljað og hafa nokkrir sagt úr flokknum vegna þessa. Í samtali við fréttastofu segir Dóra Björt að henni hafi fundist fegurðin við Pírata vera að þeir væru opnir fyrir fjölbreyttum lausnum, bæði frá hægri og vinstri væng stjórnmála. Hún hafi verið heiðarleg með þá stefnu en runnu á hana tvær grímur þar sem flokkurinn væri á viðkvæmum stað. „Mér þykir það miður. Ég ætlaði ekki að skapa óeiningu og sundrungu í flokknum og þvert á móti. Ég held ekki að það sé það sem flokkurinn þarfnast á þessum viðkvæma tímapunkti,“ segir Dóra Björt. „Mér hugnast ekki að taka við formennsku í flokknum með breytingu að leiðarljósi við þessar aðstæður. Vegna þess að farsæl skref breytinga krefjast samstöðu og að fólk rói í sömu átt.“ Henni þyki vænt um hreyfinguna og þar sem að tveir aðrir frambjóðendur hafi boðið fram krafta sína telur hún ekki þörf á sínum kröftum. Hún dragi framboð sitt því til baka til að stuðla að einingu og samstöðu innan flokksins en líka af virðingu við sín eigin gildi. „Þetta gefur mér aukið svigrúm til að veita störfum mínum í borgarstjórn óskipta athygli en þar eru verkin bæði brýn og mörg.“ Dóra Björt segir þessa ákvörðun ekki hafa áhrif á framboð hennar í sveitarstjórnarkosningum og hyggst hún bjóða sig fram að öllu óbreyttu. „Ég fann fyrir metnaði til að halda áfram, þannig að það er óbreytt. Ég stefni að öllu óbreyttu á að halda áfram en ætla samt að gefa mér tíma til að hugsa stöðuna í ljósi aðstæðna.“ Kosið í lok nóvember Kjósa átti um formann þann 30. október og voru Dóra Björt, Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, boðið sig fram til formanns. Vegna formgalla í fundarboði aðalfundarins þurfti að fresta kosningunni og boða til aukaaðalfundar þann 29. nóvember. Þetta er í fyrsta skipti sem Píratar hyggjast kjósa formann en hingað til hefur flokkurinn verið formannslaus, hugmynd sem hann fékk í arf frá Borgarahreyfingunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
„Ég steig fram og ákvað að vera fullkomlega heiðarleg með þær hugmyndir sem ég hef talið vera bestu leiðina áfram til uppbyggingar, því ég get aðeins leitt flokkinn í átt sem ég trúi á. Meðal þeirra eru samtal um nafnbreytingu og að vera áfram opin fyrir lausnum frá hægri og vinstri,“ skrifar Dóra Björt í færslu á Facebook þar sem hún greinir frá tíðindunum. Dóra Björt upplifir að flokkurinn hafi stefnt meira til vinstri síðustu ár í stað þess að halda sig á miðjunni. Hún segir stefnu sína á miðjuna hafa valdið meiri skjálfta innan flokksins en hún hefði viljað og hafa nokkrir sagt úr flokknum vegna þessa. Í samtali við fréttastofu segir Dóra Björt að henni hafi fundist fegurðin við Pírata vera að þeir væru opnir fyrir fjölbreyttum lausnum, bæði frá hægri og vinstri væng stjórnmála. Hún hafi verið heiðarleg með þá stefnu en runnu á hana tvær grímur þar sem flokkurinn væri á viðkvæmum stað. „Mér þykir það miður. Ég ætlaði ekki að skapa óeiningu og sundrungu í flokknum og þvert á móti. Ég held ekki að það sé það sem flokkurinn þarfnast á þessum viðkvæma tímapunkti,“ segir Dóra Björt. „Mér hugnast ekki að taka við formennsku í flokknum með breytingu að leiðarljósi við þessar aðstæður. Vegna þess að farsæl skref breytinga krefjast samstöðu og að fólk rói í sömu átt.“ Henni þyki vænt um hreyfinguna og þar sem að tveir aðrir frambjóðendur hafi boðið fram krafta sína telur hún ekki þörf á sínum kröftum. Hún dragi framboð sitt því til baka til að stuðla að einingu og samstöðu innan flokksins en líka af virðingu við sín eigin gildi. „Þetta gefur mér aukið svigrúm til að veita störfum mínum í borgarstjórn óskipta athygli en þar eru verkin bæði brýn og mörg.“ Dóra Björt segir þessa ákvörðun ekki hafa áhrif á framboð hennar í sveitarstjórnarkosningum og hyggst hún bjóða sig fram að öllu óbreyttu. „Ég fann fyrir metnaði til að halda áfram, þannig að það er óbreytt. Ég stefni að öllu óbreyttu á að halda áfram en ætla samt að gefa mér tíma til að hugsa stöðuna í ljósi aðstæðna.“ Kosið í lok nóvember Kjósa átti um formann þann 30. október og voru Dóra Björt, Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, boðið sig fram til formanns. Vegna formgalla í fundarboði aðalfundarins þurfti að fresta kosningunni og boða til aukaaðalfundar þann 29. nóvember. Þetta er í fyrsta skipti sem Píratar hyggjast kjósa formann en hingað til hefur flokkurinn verið formannslaus, hugmynd sem hann fékk í arf frá Borgarahreyfingunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira