Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar 12. nóvember 2025 17:33 Enn og aftur kemur upp mál hjá okkar litlu þjóð sem veldur sundrungu og fólk þyrpist í fylkingar með og á móti. Nú er það neyðarkall Landsbjargar sem kveikti ólgubál vegna hörundslitar síns. Í réttlátri reiði rís fólk upp og skipar öðrum að skammast sín! Tilfinninga-rússibaninn fær eldsneyti og hendist af stað . . . í leit að friði. Við stjórnumst öll af tilfinningum og viðbrögðum „innri parta“ sem oft eru óttafull egó. Markmið þeirra er að vernda okkur, sama hvað; jafnvel þó það kosti okkur vitið – og suma lífið! Allir okkar partar eiga þakklæti skilið, því þeir hafa haldið okkur á floti gegnum lífsins ólgusjó, en þar sem þeir mótuðust við áföll í barnæsku þá bregðast þeir við eins og börn. Því kalla ég þá stundum óvita - þótt þeir meini vel. Vegna óttasleginna innri parta fer fullorðið fólk í miður skemmtilega sandkassaleiki með þann tilgang að knésetja óvini. Slíkt getur endað með skelfingu. ÓTTINN við að missa öryggi, frið og viðurkenningu veldur því að fólk ræðst á aðra með kjafti og klóm. Betri lausn er til! Hún kallast innri viska og býr í okkur öllum. Til þess að nálgast hana þarf að byrja á að róa sig pínu. Spyrja; bæði sjálfan sig og aðra með forvitni og virðingu: „Hvað hræðist þú svona mikið?“ „Hvað gæti hjálpað þér til að slaka á?“ Og HLUSTA svo á svörin. Reyna að skilja hvaðan fólk kemur. Allar skoðanir ættu að mega heyrast (þær gera það hvort eð er.) Þöggun er hættuleg og sprengir upp traust. Kurteisi, kjarkur og kærleikur þurfa að vera gildin í viðkvæmri umræðu. Ef fólk upplifir ekki virðingu þá fer það í vörn sem ýtir undir árásargirni (þessu lýsa dæmdir glæpamenn.) Ég giska á að rekja megi andspyrnu út í neyðarkallinn til þess að fólk sem er ósátt við innflytjendamál, hafi ekki vitað að verið væri að heiðra minningu björgunarsveitarmanns sem lést við störf/æfingu. Gæti líka byggst á þeim misskilningi og ótta að verið sé að útmá kosti sem einkennt hafa íslenskt samfélag. Hér hefur vaxið ólga vegna hælisleitendamála þar sem fylkingar takast á. Við erum enn það miklir óvitar að telja aðrar skoðanir en okkar eigin stafa af illgirni og heimsku. Reiðin vex á báðum vígstöðvum vegna ótta við að missa öryggi, frið og jafnvel líf sitt - amk. í þeirri mynd sem það er nú. Óttinn við dauðann sýður hreinlega uppúr og friðelskandi þjóð okkar er farin að taka þátt í stríðsvopnakaupum til að drepa ímyndaða óvini í sandkassanum. Andstæðar skoðanir þurfa umræðu og sú umræða þarf að vera málefnanleg en ekki sandkassaleikur. Þetta heitir að byrgja brunninn áður en barnið dettur oní hann. Það eru til myrk eyðileggingaröfl í þessum heimi sem hafa ekki velferð mannkyns að markmiði. Sundrung, græðgi og þjáning er þeirra ástríða og sjokkerandi að sjá hversu vel þeim hefur tekist til. Við þurfum að vakna til vitundar um máttinn sem býr í kærleika okkar, og trúa því að sá kærleikur hefur innsæi og visku sem getur sigrað allt. „ÓTTIST EIGI“ eru mikilvægustu skilaboð Jesú Krists, því án ótta ríkti friður á jörðu. Höfundur er andlegur heilsumarkþjálfi, skapari SMILER, myndlistarkona, og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur m.a. á bráðageðsviði og sem ljósmóðir á LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgunarsveitir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur kemur upp mál hjá okkar litlu þjóð sem veldur sundrungu og fólk þyrpist í fylkingar með og á móti. Nú er það neyðarkall Landsbjargar sem kveikti ólgubál vegna hörundslitar síns. Í réttlátri reiði rís fólk upp og skipar öðrum að skammast sín! Tilfinninga-rússibaninn fær eldsneyti og hendist af stað . . . í leit að friði. Við stjórnumst öll af tilfinningum og viðbrögðum „innri parta“ sem oft eru óttafull egó. Markmið þeirra er að vernda okkur, sama hvað; jafnvel þó það kosti okkur vitið – og suma lífið! Allir okkar partar eiga þakklæti skilið, því þeir hafa haldið okkur á floti gegnum lífsins ólgusjó, en þar sem þeir mótuðust við áföll í barnæsku þá bregðast þeir við eins og börn. Því kalla ég þá stundum óvita - þótt þeir meini vel. Vegna óttasleginna innri parta fer fullorðið fólk í miður skemmtilega sandkassaleiki með þann tilgang að knésetja óvini. Slíkt getur endað með skelfingu. ÓTTINN við að missa öryggi, frið og viðurkenningu veldur því að fólk ræðst á aðra með kjafti og klóm. Betri lausn er til! Hún kallast innri viska og býr í okkur öllum. Til þess að nálgast hana þarf að byrja á að róa sig pínu. Spyrja; bæði sjálfan sig og aðra með forvitni og virðingu: „Hvað hræðist þú svona mikið?“ „Hvað gæti hjálpað þér til að slaka á?“ Og HLUSTA svo á svörin. Reyna að skilja hvaðan fólk kemur. Allar skoðanir ættu að mega heyrast (þær gera það hvort eð er.) Þöggun er hættuleg og sprengir upp traust. Kurteisi, kjarkur og kærleikur þurfa að vera gildin í viðkvæmri umræðu. Ef fólk upplifir ekki virðingu þá fer það í vörn sem ýtir undir árásargirni (þessu lýsa dæmdir glæpamenn.) Ég giska á að rekja megi andspyrnu út í neyðarkallinn til þess að fólk sem er ósátt við innflytjendamál, hafi ekki vitað að verið væri að heiðra minningu björgunarsveitarmanns sem lést við störf/æfingu. Gæti líka byggst á þeim misskilningi og ótta að verið sé að útmá kosti sem einkennt hafa íslenskt samfélag. Hér hefur vaxið ólga vegna hælisleitendamála þar sem fylkingar takast á. Við erum enn það miklir óvitar að telja aðrar skoðanir en okkar eigin stafa af illgirni og heimsku. Reiðin vex á báðum vígstöðvum vegna ótta við að missa öryggi, frið og jafnvel líf sitt - amk. í þeirri mynd sem það er nú. Óttinn við dauðann sýður hreinlega uppúr og friðelskandi þjóð okkar er farin að taka þátt í stríðsvopnakaupum til að drepa ímyndaða óvini í sandkassanum. Andstæðar skoðanir þurfa umræðu og sú umræða þarf að vera málefnanleg en ekki sandkassaleikur. Þetta heitir að byrgja brunninn áður en barnið dettur oní hann. Það eru til myrk eyðileggingaröfl í þessum heimi sem hafa ekki velferð mannkyns að markmiði. Sundrung, græðgi og þjáning er þeirra ástríða og sjokkerandi að sjá hversu vel þeim hefur tekist til. Við þurfum að vakna til vitundar um máttinn sem býr í kærleika okkar, og trúa því að sá kærleikur hefur innsæi og visku sem getur sigrað allt. „ÓTTIST EIGI“ eru mikilvægustu skilaboð Jesú Krists, því án ótta ríkti friður á jörðu. Höfundur er andlegur heilsumarkþjálfi, skapari SMILER, myndlistarkona, og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur m.a. á bráðageðsviði og sem ljósmóðir á LSH.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar