Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar 12. nóvember 2025 17:33 Enn og aftur kemur upp mál hjá okkar litlu þjóð sem veldur sundrungu og fólk þyrpist í fylkingar með og á móti. Nú er það neyðarkall Landsbjargar sem kveikti ólgubál vegna hörundslitar síns. Í réttlátri reiði rís fólk upp og skipar öðrum að skammast sín! Tilfinninga-rússibaninn fær eldsneyti og hendist af stað . . . í leit að friði. Við stjórnumst öll af tilfinningum og viðbrögðum „innri parta“ sem oft eru óttafull egó. Markmið þeirra er að vernda okkur, sama hvað; jafnvel þó það kosti okkur vitið – og suma lífið! Allir okkar partar eiga þakklæti skilið, því þeir hafa haldið okkur á floti gegnum lífsins ólgusjó, en þar sem þeir mótuðust við áföll í barnæsku þá bregðast þeir við eins og börn. Því kalla ég þá stundum óvita - þótt þeir meini vel. Vegna óttasleginna innri parta fer fullorðið fólk í miður skemmtilega sandkassaleiki með þann tilgang að knésetja óvini. Slíkt getur endað með skelfingu. ÓTTINN við að missa öryggi, frið og viðurkenningu veldur því að fólk ræðst á aðra með kjafti og klóm. Betri lausn er til! Hún kallast innri viska og býr í okkur öllum. Til þess að nálgast hana þarf að byrja á að róa sig pínu. Spyrja; bæði sjálfan sig og aðra með forvitni og virðingu: „Hvað hræðist þú svona mikið?“ „Hvað gæti hjálpað þér til að slaka á?“ Og HLUSTA svo á svörin. Reyna að skilja hvaðan fólk kemur. Allar skoðanir ættu að mega heyrast (þær gera það hvort eð er.) Þöggun er hættuleg og sprengir upp traust. Kurteisi, kjarkur og kærleikur þurfa að vera gildin í viðkvæmri umræðu. Ef fólk upplifir ekki virðingu þá fer það í vörn sem ýtir undir árásargirni (þessu lýsa dæmdir glæpamenn.) Ég giska á að rekja megi andspyrnu út í neyðarkallinn til þess að fólk sem er ósátt við innflytjendamál, hafi ekki vitað að verið væri að heiðra minningu björgunarsveitarmanns sem lést við störf/æfingu. Gæti líka byggst á þeim misskilningi og ótta að verið sé að útmá kosti sem einkennt hafa íslenskt samfélag. Hér hefur vaxið ólga vegna hælisleitendamála þar sem fylkingar takast á. Við erum enn það miklir óvitar að telja aðrar skoðanir en okkar eigin stafa af illgirni og heimsku. Reiðin vex á báðum vígstöðvum vegna ótta við að missa öryggi, frið og jafnvel líf sitt - amk. í þeirri mynd sem það er nú. Óttinn við dauðann sýður hreinlega uppúr og friðelskandi þjóð okkar er farin að taka þátt í stríðsvopnakaupum til að drepa ímyndaða óvini í sandkassanum. Andstæðar skoðanir þurfa umræðu og sú umræða þarf að vera málefnanleg en ekki sandkassaleikur. Þetta heitir að byrgja brunninn áður en barnið dettur oní hann. Það eru til myrk eyðileggingaröfl í þessum heimi sem hafa ekki velferð mannkyns að markmiði. Sundrung, græðgi og þjáning er þeirra ástríða og sjokkerandi að sjá hversu vel þeim hefur tekist til. Við þurfum að vakna til vitundar um máttinn sem býr í kærleika okkar, og trúa því að sá kærleikur hefur innsæi og visku sem getur sigrað allt. „ÓTTIST EIGI“ eru mikilvægustu skilaboð Jesú Krists, því án ótta ríkti friður á jörðu. Höfundur er andlegur heilsumarkþjálfi, skapari SMILER, myndlistarkona, og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur m.a. á bráðageðsviði og sem ljósmóðir á LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgunarsveitir Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur kemur upp mál hjá okkar litlu þjóð sem veldur sundrungu og fólk þyrpist í fylkingar með og á móti. Nú er það neyðarkall Landsbjargar sem kveikti ólgubál vegna hörundslitar síns. Í réttlátri reiði rís fólk upp og skipar öðrum að skammast sín! Tilfinninga-rússibaninn fær eldsneyti og hendist af stað . . . í leit að friði. Við stjórnumst öll af tilfinningum og viðbrögðum „innri parta“ sem oft eru óttafull egó. Markmið þeirra er að vernda okkur, sama hvað; jafnvel þó það kosti okkur vitið – og suma lífið! Allir okkar partar eiga þakklæti skilið, því þeir hafa haldið okkur á floti gegnum lífsins ólgusjó, en þar sem þeir mótuðust við áföll í barnæsku þá bregðast þeir við eins og börn. Því kalla ég þá stundum óvita - þótt þeir meini vel. Vegna óttasleginna innri parta fer fullorðið fólk í miður skemmtilega sandkassaleiki með þann tilgang að knésetja óvini. Slíkt getur endað með skelfingu. ÓTTINN við að missa öryggi, frið og viðurkenningu veldur því að fólk ræðst á aðra með kjafti og klóm. Betri lausn er til! Hún kallast innri viska og býr í okkur öllum. Til þess að nálgast hana þarf að byrja á að róa sig pínu. Spyrja; bæði sjálfan sig og aðra með forvitni og virðingu: „Hvað hræðist þú svona mikið?“ „Hvað gæti hjálpað þér til að slaka á?“ Og HLUSTA svo á svörin. Reyna að skilja hvaðan fólk kemur. Allar skoðanir ættu að mega heyrast (þær gera það hvort eð er.) Þöggun er hættuleg og sprengir upp traust. Kurteisi, kjarkur og kærleikur þurfa að vera gildin í viðkvæmri umræðu. Ef fólk upplifir ekki virðingu þá fer það í vörn sem ýtir undir árásargirni (þessu lýsa dæmdir glæpamenn.) Ég giska á að rekja megi andspyrnu út í neyðarkallinn til þess að fólk sem er ósátt við innflytjendamál, hafi ekki vitað að verið væri að heiðra minningu björgunarsveitarmanns sem lést við störf/æfingu. Gæti líka byggst á þeim misskilningi og ótta að verið sé að útmá kosti sem einkennt hafa íslenskt samfélag. Hér hefur vaxið ólga vegna hælisleitendamála þar sem fylkingar takast á. Við erum enn það miklir óvitar að telja aðrar skoðanir en okkar eigin stafa af illgirni og heimsku. Reiðin vex á báðum vígstöðvum vegna ótta við að missa öryggi, frið og jafnvel líf sitt - amk. í þeirri mynd sem það er nú. Óttinn við dauðann sýður hreinlega uppúr og friðelskandi þjóð okkar er farin að taka þátt í stríðsvopnakaupum til að drepa ímyndaða óvini í sandkassanum. Andstæðar skoðanir þurfa umræðu og sú umræða þarf að vera málefnanleg en ekki sandkassaleikur. Þetta heitir að byrgja brunninn áður en barnið dettur oní hann. Það eru til myrk eyðileggingaröfl í þessum heimi sem hafa ekki velferð mannkyns að markmiði. Sundrung, græðgi og þjáning er þeirra ástríða og sjokkerandi að sjá hversu vel þeim hefur tekist til. Við þurfum að vakna til vitundar um máttinn sem býr í kærleika okkar, og trúa því að sá kærleikur hefur innsæi og visku sem getur sigrað allt. „ÓTTIST EIGI“ eru mikilvægustu skilaboð Jesú Krists, því án ótta ríkti friður á jörðu. Höfundur er andlegur heilsumarkþjálfi, skapari SMILER, myndlistarkona, og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur m.a. á bráðageðsviði og sem ljósmóðir á LSH.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar