Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. nóvember 2025 16:03 Eftir lagabreytingu gærdagsins er mun líklegra að þessi hundur fái að búa í fjölbýlishúsi. Vísir/Arnar Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir. Frumvarp Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús var samþykkt á Alþingi í gær. Nú þarf fólk sem býr í fjöleignarhúsi og deilir stigagangi með öðrum ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að halda ketti eða hunda í íbúðum sínum. Framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands segir breytinguna mikið fagnaðarefni. „Við erum bara að vonast til þess að þetta hafi þau áhrif að það muni færri leita til okkar með dýr í neyð. Það er ekkert óalgengt að fólk komi til okkar sem er í vandræðum, einmitt vegna húsnæðismála,“ segir Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Er það þá fólk sem er að flytja í fjölbýli þar sem dýr eru bönnuð eða eitthvað slíkt? „Já, það hefur verið svolítið. Oft líka þegar fólk er að minnka við sig úr sérbýli í blokk, þá hefur ekki verið leyfi til að taka dýrin með sér. Það fylgir því auðvitað þvílík sorg að þurfa að láta dýrin frá sér.“ Sonja er framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Húsfélög munu áfram geta sett reglur um dýrahaldið, en slíkar reglur mega þó ekki ganga svo langt að leggja blátt bann við dýrahaldinu. Þá er heimild fyrir félög að banna stök dýr, ef þau valda verulegum ama, ónæði eða truflunum ef eigendur dýranna bregðast ekki við áminningum og ráða bót á ástandinu. Sonja segir að dýrum í fjölbýli geti alltaf fylgt eitthvað ónæði. „Þetta er skref í rétta átt, þannig að fólk hafi rétt á að taka dýrin sín með. Svo er auðvitað metið í hverju máli fyrir sig hvernig hlutirnir ganga og annað.“ En ábyrgir dýraeigendur ættu þá ekki að vera í neinum vandræðum í fjölbýli núna? „Nei. Þetta eru ekki líka ekki bara hundar, þetta eru líka innikettir sem eru ekki að valda ónæði. En ég geri mér grein fyrir því að það er til fólk með ofnæmi og annað. Það er bara eitthvað sem þarf að tækla líka, út af fyrir sig,“ segir Sonja. Gæludýr Dýr Hundar Kettir Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Frumvarp Ingu Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús var samþykkt á Alþingi í gær. Nú þarf fólk sem býr í fjöleignarhúsi og deilir stigagangi með öðrum ekki lengur samþykki annarra eigenda fyrir því að halda ketti eða hunda í íbúðum sínum. Framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands segir breytinguna mikið fagnaðarefni. „Við erum bara að vonast til þess að þetta hafi þau áhrif að það muni færri leita til okkar með dýr í neyð. Það er ekkert óalgengt að fólk komi til okkar sem er í vandræðum, einmitt vegna húsnæðismála,“ segir Sonja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Er það þá fólk sem er að flytja í fjölbýli þar sem dýr eru bönnuð eða eitthvað slíkt? „Já, það hefur verið svolítið. Oft líka þegar fólk er að minnka við sig úr sérbýli í blokk, þá hefur ekki verið leyfi til að taka dýrin með sér. Það fylgir því auðvitað þvílík sorg að þurfa að láta dýrin frá sér.“ Sonja er framkvæmdastjóri Dýrahjálpar Íslands. Húsfélög munu áfram geta sett reglur um dýrahaldið, en slíkar reglur mega þó ekki ganga svo langt að leggja blátt bann við dýrahaldinu. Þá er heimild fyrir félög að banna stök dýr, ef þau valda verulegum ama, ónæði eða truflunum ef eigendur dýranna bregðast ekki við áminningum og ráða bót á ástandinu. Sonja segir að dýrum í fjölbýli geti alltaf fylgt eitthvað ónæði. „Þetta er skref í rétta átt, þannig að fólk hafi rétt á að taka dýrin sín með. Svo er auðvitað metið í hverju máli fyrir sig hvernig hlutirnir ganga og annað.“ En ábyrgir dýraeigendur ættu þá ekki að vera í neinum vandræðum í fjölbýli núna? „Nei. Þetta eru ekki líka ekki bara hundar, þetta eru líka innikettir sem eru ekki að valda ónæði. En ég geri mér grein fyrir því að það er til fólk með ofnæmi og annað. Það er bara eitthvað sem þarf að tækla líka, út af fyrir sig,“ segir Sonja.
Gæludýr Dýr Hundar Kettir Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira