Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Smári Jökull Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 21:01 Matthías Alfreðsson er skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Vísir/Bjarni Moskítóflugur fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en þetta er önnur tegund en sú sem fannst í Kjós í síðasta mánuði. Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegt að þetta sé tegund sem nærist aðallega á fuglum og geti leitað skjóls yfir veturinn og farið af stað þegar hlýna tekur. Moskítóflugurnar fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en í október fundust flugur af annarri tegund í Kjós. „Við fáum senda mynd af grunsamlegri flugu þaðan og förum á staðinn. Um leið og við opnum hesthúsið þá kemur ský á móti okkur,“ sagði Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun. Klippa: Moskítóflugur í Ölfusi „Ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús“ Matthías segist hafa safnað um þrjúhundruð flugum á staðnum og drepið nokkra tugi til viðbótar. Hann ætlar að heimsækja fleiri bæi á svæðinu til að kanna hvort þær hafi dreift sér enn frekar. Hann ætlar að reyna að útrýma flugunum á staðnum. „Það er erfitt en ég held að við verðum að reyna það og sömuleiðis kanna hvort þetta sé á fleiri stöðum þarna í nágrenninu. Við ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús á svæðinu.“ Á þessari mynd er hægt að sjá stærðir flugnanna samanborið við hrísgrjón.Vísir/Heiðar Tegundin sem fannst í Ölfusi er töluvert minni en sú sem fannst í Kjós en báðar eru þær stærri en lúsmýið sem við Íslendingar þekkjum orðið vel. Eftir á að staðfesta af hvaða tegund flugurnar eru sem fundust í vikunni þó líklega séu þær af tegundinni Culux Pipiens. „Hún lifir aðallega á fuglum og er aðallega að drekka blóð úr fuglum. Það er til önnur undirtegund sem heitir Culux pipiens molestus og hún er grimmari, bítur fólk meira. Í þessu hesthúsi reyndum við að láta hana bíta okkur og hún vildi ekkert okkar blóð þannig að mig grunar að þetta sé þessi sem er að nærast á fuglum.“ Í dvala að vetri til en fara af stað á vorin Matthías segist telja líklegt að moskítóflugur hafi borist hingað með vörum í innflutningi. Hann segir oft hafa verið talað um að moskítóflugur geti ekki borist hingað til lands með vindum þar sem þær fljúgi ekki hátt upp. „Þessar tegundir eru að sjúga blóð úr fuglum þannig að þær fara alveg hátt og ég sé ekki af hverju þær ættu ekki að geta borist með vindinum eins og önnur smádýr.“ Báðar tegundirnar sem fundist hafa hér á landi eru á fullorðnisstigi að vetri til, í hálfgerðum dvala og leita skjóls. „Svo fara þær af stað þegar fer að vora og leita sér af blóðmáltíð og undirbúa næstu kynslóð.“ Ekki þekktar fyrir að bera sjúkdóma í mannfólk Tegundin er þekkt fyrir að valda sjúkdómum í fuglum en ekki í mannfólki. Matthías segir þær ekki eins slæmar og lúsmýið og hvetur fólk til að senda myndir telji sig það sjá moskítóflugu. „Við hefðum aldrei fundið þessar flugur ef viðkomandi hefði ekki sent mynd. Við erum búin að fá fullt af myndum og pósthólfið mitt er fullt, en ég vil frekar fá meira en minna.“ Skordýr Moskítóflugur Ölfus Tengdar fréttir Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Moskítóflugurnar fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en í október fundust flugur af annarri tegund í Kjós. „Við fáum senda mynd af grunsamlegri flugu þaðan og förum á staðinn. Um leið og við opnum hesthúsið þá kemur ský á móti okkur,“ sagði Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun. Klippa: Moskítóflugur í Ölfusi „Ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús“ Matthías segist hafa safnað um þrjúhundruð flugum á staðnum og drepið nokkra tugi til viðbótar. Hann ætlar að heimsækja fleiri bæi á svæðinu til að kanna hvort þær hafi dreift sér enn frekar. Hann ætlar að reyna að útrýma flugunum á staðnum. „Það er erfitt en ég held að við verðum að reyna það og sömuleiðis kanna hvort þetta sé á fleiri stöðum þarna í nágrenninu. Við ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús á svæðinu.“ Á þessari mynd er hægt að sjá stærðir flugnanna samanborið við hrísgrjón.Vísir/Heiðar Tegundin sem fannst í Ölfusi er töluvert minni en sú sem fannst í Kjós en báðar eru þær stærri en lúsmýið sem við Íslendingar þekkjum orðið vel. Eftir á að staðfesta af hvaða tegund flugurnar eru sem fundust í vikunni þó líklega séu þær af tegundinni Culux Pipiens. „Hún lifir aðallega á fuglum og er aðallega að drekka blóð úr fuglum. Það er til önnur undirtegund sem heitir Culux pipiens molestus og hún er grimmari, bítur fólk meira. Í þessu hesthúsi reyndum við að láta hana bíta okkur og hún vildi ekkert okkar blóð þannig að mig grunar að þetta sé þessi sem er að nærast á fuglum.“ Í dvala að vetri til en fara af stað á vorin Matthías segist telja líklegt að moskítóflugur hafi borist hingað með vörum í innflutningi. Hann segir oft hafa verið talað um að moskítóflugur geti ekki borist hingað til lands með vindum þar sem þær fljúgi ekki hátt upp. „Þessar tegundir eru að sjúga blóð úr fuglum þannig að þær fara alveg hátt og ég sé ekki af hverju þær ættu ekki að geta borist með vindinum eins og önnur smádýr.“ Báðar tegundirnar sem fundist hafa hér á landi eru á fullorðnisstigi að vetri til, í hálfgerðum dvala og leita skjóls. „Svo fara þær af stað þegar fer að vora og leita sér af blóðmáltíð og undirbúa næstu kynslóð.“ Ekki þekktar fyrir að bera sjúkdóma í mannfólk Tegundin er þekkt fyrir að valda sjúkdómum í fuglum en ekki í mannfólki. Matthías segir þær ekki eins slæmar og lúsmýið og hvetur fólk til að senda myndir telji sig það sjá moskítóflugu. „Við hefðum aldrei fundið þessar flugur ef viðkomandi hefði ekki sent mynd. Við erum búin að fá fullt af myndum og pósthólfið mitt er fullt, en ég vil frekar fá meira en minna.“
Skordýr Moskítóflugur Ölfus Tengdar fréttir Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16