Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Smári Jökull Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 21:01 Matthías Alfreðsson er skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Vísir/Bjarni Moskítóflugur fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en þetta er önnur tegund en sú sem fannst í Kjós í síðasta mánuði. Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegt að þetta sé tegund sem nærist aðallega á fuglum og geti leitað skjóls yfir veturinn og farið af stað þegar hlýna tekur. Moskítóflugurnar fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en í október fundust flugur af annarri tegund í Kjós. „Við fáum senda mynd af grunsamlegri flugu þaðan og förum á staðinn. Um leið og við opnum hesthúsið þá kemur ský á móti okkur,“ sagði Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun. Klippa: Moskítóflugur í Ölfusi „Ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús“ Matthías segist hafa safnað um þrjúhundruð flugum á staðnum og drepið nokkra tugi til viðbótar. Hann ætlar að heimsækja fleiri bæi á svæðinu til að kanna hvort þær hafi dreift sér enn frekar. Hann ætlar að reyna að útrýma flugunum á staðnum. „Það er erfitt en ég held að við verðum að reyna það og sömuleiðis kanna hvort þetta sé á fleiri stöðum þarna í nágrenninu. Við ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús á svæðinu.“ Á þessari mynd er hægt að sjá stærðir flugnanna samanborið við hrísgrjón.Vísir/Heiðar Tegundin sem fannst í Ölfusi er töluvert minni en sú sem fannst í Kjós en báðar eru þær stærri en lúsmýið sem við Íslendingar þekkjum orðið vel. Eftir á að staðfesta af hvaða tegund flugurnar eru sem fundust í vikunni þó líklega séu þær af tegundinni Culux Pipiens. „Hún lifir aðallega á fuglum og er aðallega að drekka blóð úr fuglum. Það er til önnur undirtegund sem heitir Culux pipiens molestus og hún er grimmari, bítur fólk meira. Í þessu hesthúsi reyndum við að láta hana bíta okkur og hún vildi ekkert okkar blóð þannig að mig grunar að þetta sé þessi sem er að nærast á fuglum.“ Í dvala að vetri til en fara af stað á vorin Matthías segist telja líklegt að moskítóflugur hafi borist hingað með vörum í innflutningi. Hann segir oft hafa verið talað um að moskítóflugur geti ekki borist hingað til lands með vindum þar sem þær fljúgi ekki hátt upp. „Þessar tegundir eru að sjúga blóð úr fuglum þannig að þær fara alveg hátt og ég sé ekki af hverju þær ættu ekki að geta borist með vindinum eins og önnur smádýr.“ Báðar tegundirnar sem fundist hafa hér á landi eru á fullorðnisstigi að vetri til, í hálfgerðum dvala og leita skjóls. „Svo fara þær af stað þegar fer að vora og leita sér af blóðmáltíð og undirbúa næstu kynslóð.“ Ekki þekktar fyrir að bera sjúkdóma í mannfólk Tegundin er þekkt fyrir að valda sjúkdómum í fuglum en ekki í mannfólki. Matthías segir þær ekki eins slæmar og lúsmýið og hvetur fólk til að senda myndir telji sig það sjá moskítóflugu. „Við hefðum aldrei fundið þessar flugur ef viðkomandi hefði ekki sent mynd. Við erum búin að fá fullt af myndum og pósthólfið mitt er fullt, en ég vil frekar fá meira en minna.“ Skordýr Moskítóflugur Ölfus Tengdar fréttir Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Moskítóflugurnar fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en í október fundust flugur af annarri tegund í Kjós. „Við fáum senda mynd af grunsamlegri flugu þaðan og förum á staðinn. Um leið og við opnum hesthúsið þá kemur ský á móti okkur,“ sagði Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun. Klippa: Moskítóflugur í Ölfusi „Ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús“ Matthías segist hafa safnað um þrjúhundruð flugum á staðnum og drepið nokkra tugi til viðbótar. Hann ætlar að heimsækja fleiri bæi á svæðinu til að kanna hvort þær hafi dreift sér enn frekar. Hann ætlar að reyna að útrýma flugunum á staðnum. „Það er erfitt en ég held að við verðum að reyna það og sömuleiðis kanna hvort þetta sé á fleiri stöðum þarna í nágrenninu. Við ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús á svæðinu.“ Á þessari mynd er hægt að sjá stærðir flugnanna samanborið við hrísgrjón.Vísir/Heiðar Tegundin sem fannst í Ölfusi er töluvert minni en sú sem fannst í Kjós en báðar eru þær stærri en lúsmýið sem við Íslendingar þekkjum orðið vel. Eftir á að staðfesta af hvaða tegund flugurnar eru sem fundust í vikunni þó líklega séu þær af tegundinni Culux Pipiens. „Hún lifir aðallega á fuglum og er aðallega að drekka blóð úr fuglum. Það er til önnur undirtegund sem heitir Culux pipiens molestus og hún er grimmari, bítur fólk meira. Í þessu hesthúsi reyndum við að láta hana bíta okkur og hún vildi ekkert okkar blóð þannig að mig grunar að þetta sé þessi sem er að nærast á fuglum.“ Í dvala að vetri til en fara af stað á vorin Matthías segist telja líklegt að moskítóflugur hafi borist hingað með vörum í innflutningi. Hann segir oft hafa verið talað um að moskítóflugur geti ekki borist hingað til lands með vindum þar sem þær fljúgi ekki hátt upp. „Þessar tegundir eru að sjúga blóð úr fuglum þannig að þær fara alveg hátt og ég sé ekki af hverju þær ættu ekki að geta borist með vindinum eins og önnur smádýr.“ Báðar tegundirnar sem fundist hafa hér á landi eru á fullorðnisstigi að vetri til, í hálfgerðum dvala og leita skjóls. „Svo fara þær af stað þegar fer að vora og leita sér af blóðmáltíð og undirbúa næstu kynslóð.“ Ekki þekktar fyrir að bera sjúkdóma í mannfólk Tegundin er þekkt fyrir að valda sjúkdómum í fuglum en ekki í mannfólki. Matthías segir þær ekki eins slæmar og lúsmýið og hvetur fólk til að senda myndir telji sig það sjá moskítóflugu. „Við hefðum aldrei fundið þessar flugur ef viðkomandi hefði ekki sent mynd. Við erum búin að fá fullt af myndum og pósthólfið mitt er fullt, en ég vil frekar fá meira en minna.“
Skordýr Moskítóflugur Ölfus Tengdar fréttir Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16