Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. nóvember 2025 12:10 Hjólhýsabyggðin á Sævarhöfða verður mögulega færð frá Sævarhöfða og í Skerjafjörð. vísir/vilhelm Hjólhýsabyggð á Sævarhöfða verður líklega fundið nýtt heimili í Skerjafirði. Íbúi á Sævarhöfða segir að þau muni koma sér fyrir á svæðinu fyrir jól en formaður borgarráðs segir að enn eigi eftir að taka ákvörðun í málinu. Skerjafjörður kom ekki til greina í tillögu starfshóps sem vann að málinu. Reykjavíkurborg hefur kynnt mögulega nýja staðsetningu fyrir hjólhýsabyggð á Sævarhöfða fyrir íbúum. Byggðin hefur verið þar í um tvö ár eftir að hún var færð úr Laugardalnum. Mbl.is greindi frá því í gær að hjólhýsabyggðin væri komin með nýjan samastað. Ný staðsetning byggðarinnar var eitt af forgangsmálum meirihluta borgarstjórnar þegar hann tók við í vor og umhverfis- og skipulagsráð haft málið til skoðunar. Þrjár mögulegar staðsetningar voru kynntar fyrir íbúum sem leist best á Skerjafjörð. Bíða eftir því að borgin hefji framkvæmdir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, íbúi á Sævarhöfða, segir að borgarfulltrúar hafi lofað íbúum að flytja í Skerjafjörð fyrir jól. „Það er svæðið sem er búið að samþykkja af öllum íbúum á svæðinu og við erum í rauninni bara að bíða eftir því að borgin hefji framkvæmdir. Það er búið að lofa okkur því að við verðum komin þarna niður eftir fyrir jól. Það var fundur í síðustu viku.“ Hún segir að íbúum hafi verið boðið að ræða þrjá valmöguleika sín á milli og velja þann sem þeim líst best á. Hún lítur ekki á Skerjafjörð sem endanlega staðsetningu. „Ég myndi aldrei horfa á þetta sem varanlega staðsetningu en ef við fáum samning um þetta svæði að lágmarki til þriggja ára þá gætum við notað þann tíma til að eiga í áframhaldandi samstarfi við borgina og ríkið.“ Um mikinn létti sé að ræða að hennar mati nú þegar íbúar sjá fyrir sér nýja staðsetningu. Engin endanleg ákvörðun í höfn hjá borginni Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður borgarráðs, segir hins vegar að ekki sé búið að staðfesta endanlega að Skerjafjörður verði fyrir valinu. „Það er enn þá verið að skoða nokkrar staðsetningar. Við þurfum aðeins að klára að botna það með hvort að það sé besti kosturinn með tilliti til þess að þarna er stefnt að uppbyggingu.“ Kosturinn við Skerjafjörð sé hins vegar að það taki lítinn tíma að koma byggðinni fyrir og ætti ekki að kosta mikið. Gufunes kemur einnig til greina sem fýsilegur kostur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekki gert ráð fyrir Skerjafirði sem mögulegri staðsetningu í tillögu starfshóps sem vann að málinu. Spurð hvernig Skerjafjörður endi sem líkleg niðurstaða segir Dóra: „Við höfum fengið hóp til að skoða þessi mál. Hann skoðaði ýmis svæði og það kom upp úr kafinu að einhver af þeim svæðum myndu ekki ganga út af ýmsum þáttum. Það eru alls konar ástæður fyrir því. Þá báðum við um að fleiri staðir yrðu skoðaðir. Við viljum auðvitað að þetta gerist hratt og fljótt. Við viljum sannarlega koma hjólabúum á betri stað. Það er mjög mikilvægt.“ Sagði Dóra Björt sem tók fram að endanlegrar niðurstöðu megi vænta á allra næstu dögum. Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur kynnt mögulega nýja staðsetningu fyrir hjólhýsabyggð á Sævarhöfða fyrir íbúum. Byggðin hefur verið þar í um tvö ár eftir að hún var færð úr Laugardalnum. Mbl.is greindi frá því í gær að hjólhýsabyggðin væri komin með nýjan samastað. Ný staðsetning byggðarinnar var eitt af forgangsmálum meirihluta borgarstjórnar þegar hann tók við í vor og umhverfis- og skipulagsráð haft málið til skoðunar. Þrjár mögulegar staðsetningar voru kynntar fyrir íbúum sem leist best á Skerjafjörð. Bíða eftir því að borgin hefji framkvæmdir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, íbúi á Sævarhöfða, segir að borgarfulltrúar hafi lofað íbúum að flytja í Skerjafjörð fyrir jól. „Það er svæðið sem er búið að samþykkja af öllum íbúum á svæðinu og við erum í rauninni bara að bíða eftir því að borgin hefji framkvæmdir. Það er búið að lofa okkur því að við verðum komin þarna niður eftir fyrir jól. Það var fundur í síðustu viku.“ Hún segir að íbúum hafi verið boðið að ræða þrjá valmöguleika sín á milli og velja þann sem þeim líst best á. Hún lítur ekki á Skerjafjörð sem endanlega staðsetningu. „Ég myndi aldrei horfa á þetta sem varanlega staðsetningu en ef við fáum samning um þetta svæði að lágmarki til þriggja ára þá gætum við notað þann tíma til að eiga í áframhaldandi samstarfi við borgina og ríkið.“ Um mikinn létti sé að ræða að hennar mati nú þegar íbúar sjá fyrir sér nýja staðsetningu. Engin endanleg ákvörðun í höfn hjá borginni Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður borgarráðs, segir hins vegar að ekki sé búið að staðfesta endanlega að Skerjafjörður verði fyrir valinu. „Það er enn þá verið að skoða nokkrar staðsetningar. Við þurfum aðeins að klára að botna það með hvort að það sé besti kosturinn með tilliti til þess að þarna er stefnt að uppbyggingu.“ Kosturinn við Skerjafjörð sé hins vegar að það taki lítinn tíma að koma byggðinni fyrir og ætti ekki að kosta mikið. Gufunes kemur einnig til greina sem fýsilegur kostur. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ekki gert ráð fyrir Skerjafirði sem mögulegri staðsetningu í tillögu starfshóps sem vann að málinu. Spurð hvernig Skerjafjörður endi sem líkleg niðurstaða segir Dóra: „Við höfum fengið hóp til að skoða þessi mál. Hann skoðaði ýmis svæði og það kom upp úr kafinu að einhver af þeim svæðum myndu ekki ganga út af ýmsum þáttum. Það eru alls konar ástæður fyrir því. Þá báðum við um að fleiri staðir yrðu skoðaðir. Við viljum auðvitað að þetta gerist hratt og fljótt. Við viljum sannarlega koma hjólabúum á betri stað. Það er mjög mikilvægt.“ Sagði Dóra Björt sem tók fram að endanlegrar niðurstöðu megi vænta á allra næstu dögum.
Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira