Enski boltinn

Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sér­stakt í tuttugu til­raunum“

Sindri Sverrisson skrifar
Hjammi var með Joao Pedro sem fyrirliða í síðustu umferð og það skilaði 14 stigum.
Hjammi var með Joao Pedro sem fyrirliða í síðustu umferð og það skilaði 14 stigum. Samsett/Getty/Sýn Sport

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er þrautreyndur fantasy-spilari og viskubrunnur um ensku úrvalsdeildina í fótbolta. Strákarnir í Fantasýn hlaðvarpinu rýndu í liðið hans og vilja að hann nýti landsleikjahléið vel til breytinga.

Albert Þór Guðmundsson var með einn besta fantasy-spilara landsins í vetur, Gunnar Ormslev, sem gest í síðasta þætti Fantasýn og má hlusta á þáttinn hér að neðan.

Í þættinum var lið Hjálmars, eða Hjamma, sérstaklega tekið fyrir en þessi gallharði Spursari ku vera á sínu tuttugasta tímabili í leiknum:

„Hann nefndi við mig að hann hefði ekki náð neitt sérstökum árangri. Ég held að besta sætið hans hingað til sé sirka 150 þúsund í heiminum. Það er svo sem allt í lagi en kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum. Magn umfram gæði,“ sagði Albert léttur.

Lið Hjamma í síðustu umferð í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar.fantasy.premierleague.com

„Ég vil hvetja hann til að nota þessa chipsa sem hann á. Jafnvel íhuga wild card í þessari viku þó að síðasta hafi gengið vel,“ sagði Albert og var greinilega ekkert sérstaklega hrifinn af síðustu viðskiptum Hjamma.

„Það er ekki hægt að sitja á þessum chipsum endalaust. Það þarf að fara að nota eitthvað af þessu og ég myndi nota wild card,“ sagði Albert en hægt er að hlusta á umræðuna hér að ofan og er rætt um lið Hjamma eftir 1:19:30 klukkustund af þættinum.

Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér.

Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×