„Algjört vandræðamál og sorglegt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. nóvember 2025 21:44 Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. vísir/Lýður Valberg Íbúi í Skerjafirði segir ljóst að hjólhýsabyggð eigi ekki heima í hverfinu og hefur áhyggjur af því að fasteignamat lækki verði úr áformunum. Fyrrverandi borgarstjóri segir hjólhýsabyggð ekki eiga heima í borgarlandinu. Íbúar í hjólhýsabyggðinni á Sævarhöfða reikna með að koma sér fyrir á svæði við Skerjafjörð, þar sem Sniglarnir bifhjólasamtök eru til húsa, áður en árið er liðið. Þau segjast hafa fengið loforð þess efnis frá borginni. Svæðið má berja augum í spilaranum hér að neðan. Rótgróið hverfi sem sé ekki fyrir hjólhýsabyggð Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar sagði málið enn vera til skoðunar. Skerjafjörður sé einn af þeim stöðum sem komi til greina en einnig Gufunes. Að hennar sögn á eftir að taka endanlega ákvörðun um nýja staðsetningu hjólhýsabyggðarinnar en hennar megi vænta á næstu dögum eða vikum. Umrædd hjólahýsabyggð hefur nú verið á Sævarhöfða í um tvö ár. Það átti að vera tímabundin ráðstöfun eftir að íbúum var gert að yfirgefa Laugardalinn. Garðar Árni Garðarsson, íbúi í Skerjafirði, segir ljóst að íbúar muni ekki sætta sig við hjólhýsabyggð á svæðinu. „Ég sé ekki alveg hvernig hjólahýsabyggð eigi heima í hverfi eins og þessu. Í öðru lagi þá er þarna ekki haft neitt samráð við íbúa hverfisins,“ segir hann og bætir við að íbúum hafi brugðið að sjá það sett fram í fjölmiðlum að hjólhýsabyggð væri á leiðinni á svæðið. Íbúar hafi áhyggjur af áhrifum á fasteignaverð. „Ég myndi gera ráð fyrir því. Út frá þeirri umræðu sem hefur verið um byggðina sem á að reisa hérna á flugvallarsvæðinu. Þetta hefur neikvæð áhrif á fasteignamat enda er þetta rótgróið hverfi.“ Ný staðsetning hjólhýsabyggðar var kynnt sem eitt af forgangsmálum nýs meirihluta í upphafi árs. Starfshópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur haft málið til skoðunar en í tillögu þeirra var ekki gert ráð fyrir Skerjafirði sem möguleika. „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og borgarfulltrúi Framsóknar, segir minnihlutann ekkert hafa heyrt af áformum varðandi hjólhýsabyggðina. „Íbúar hér í Skerjafirði lásu um þetta í gær í blöðunum. Mér finnst eiginlega með ólíkindum hvernig þessum meirihluta tekst að klúðra öllum málum. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar og ég var skýr með það þegar ég var borgarstjóri að ég vildi ekki hjólhýsagarð í Reykjavík.“ Að hans mati eru félagsbústaðir og óhagnaðardrifin leigufélög fýsilegri kostir. „Við leigjum lágtekjufólki íbúðir á lágu verði og það er húsnæðisstuðningurinn af hálfu borgarinnar. Við eigum ekki að fara í þessa átt. Ég vil ekki að börn alist upp við þessar aðstæður eða aldraðir og sjúkt fólk. Við eigum bara betra kerfi en það að við þurfum að taka pólitíska ákvörðun og segja jú við ætlum að byggja hjólhýsaþorp. Ég skil ekki þá röksemd.“ Hann segir það geta valdið ýmiss konar félagslegum vandkvæðum. „Ég veit það og við höfum séð að það hafa verið eldsvoðar. Mörg þessara hjólhýsa eru illa einangruð og gömul. Það þarf að kynda þau mikið með gasi. Það hefur kviknað í þeim. Þetta er ekki ástand sem nokkur aðili getur mælt með með góðri samvisku.“ Hann tekur fram að hann hafi mikla samúð með þeim sem búa í hjólhýsabyggðinni. Hann bætir við: „Það hefur staðið til í tíu mánuði að finna staðsetningu. Það hefur ekkert gerst. Það er ekkert í sjónmáli. Við vitum ekkert hvort það verður af þessari staðsetningu hérna. Ég veit að íbúar eru ekki hlynntir þessu. Þetta er bara algjört vandræðamál og sorglegt. Það á ekki að gefa þessum einstaklingum falskar vonir.“ Hjólhýsabyggð í Reykjavík Reykjavík Félagsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Íbúar í hjólhýsabyggðinni á Sævarhöfða reikna með að koma sér fyrir á svæði við Skerjafjörð, þar sem Sniglarnir bifhjólasamtök eru til húsa, áður en árið er liðið. Þau segjast hafa fengið loforð þess efnis frá borginni. Svæðið má berja augum í spilaranum hér að neðan. Rótgróið hverfi sem sé ekki fyrir hjólhýsabyggð Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar sagði málið enn vera til skoðunar. Skerjafjörður sé einn af þeim stöðum sem komi til greina en einnig Gufunes. Að hennar sögn á eftir að taka endanlega ákvörðun um nýja staðsetningu hjólhýsabyggðarinnar en hennar megi vænta á næstu dögum eða vikum. Umrædd hjólahýsabyggð hefur nú verið á Sævarhöfða í um tvö ár. Það átti að vera tímabundin ráðstöfun eftir að íbúum var gert að yfirgefa Laugardalinn. Garðar Árni Garðarsson, íbúi í Skerjafirði, segir ljóst að íbúar muni ekki sætta sig við hjólhýsabyggð á svæðinu. „Ég sé ekki alveg hvernig hjólahýsabyggð eigi heima í hverfi eins og þessu. Í öðru lagi þá er þarna ekki haft neitt samráð við íbúa hverfisins,“ segir hann og bætir við að íbúum hafi brugðið að sjá það sett fram í fjölmiðlum að hjólhýsabyggð væri á leiðinni á svæðið. Íbúar hafi áhyggjur af áhrifum á fasteignaverð. „Ég myndi gera ráð fyrir því. Út frá þeirri umræðu sem hefur verið um byggðina sem á að reisa hérna á flugvallarsvæðinu. Þetta hefur neikvæð áhrif á fasteignamat enda er þetta rótgróið hverfi.“ Ný staðsetning hjólhýsabyggðar var kynnt sem eitt af forgangsmálum nýs meirihluta í upphafi árs. Starfshópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur haft málið til skoðunar en í tillögu þeirra var ekki gert ráð fyrir Skerjafirði sem möguleika. „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og borgarfulltrúi Framsóknar, segir minnihlutann ekkert hafa heyrt af áformum varðandi hjólhýsabyggðina. „Íbúar hér í Skerjafirði lásu um þetta í gær í blöðunum. Mér finnst eiginlega með ólíkindum hvernig þessum meirihluta tekst að klúðra öllum málum. Ég er einfaldlega þeirrar skoðunar og ég var skýr með það þegar ég var borgarstjóri að ég vildi ekki hjólhýsagarð í Reykjavík.“ Að hans mati eru félagsbústaðir og óhagnaðardrifin leigufélög fýsilegri kostir. „Við leigjum lágtekjufólki íbúðir á lágu verði og það er húsnæðisstuðningurinn af hálfu borgarinnar. Við eigum ekki að fara í þessa átt. Ég vil ekki að börn alist upp við þessar aðstæður eða aldraðir og sjúkt fólk. Við eigum bara betra kerfi en það að við þurfum að taka pólitíska ákvörðun og segja jú við ætlum að byggja hjólhýsaþorp. Ég skil ekki þá röksemd.“ Hann segir það geta valdið ýmiss konar félagslegum vandkvæðum. „Ég veit það og við höfum séð að það hafa verið eldsvoðar. Mörg þessara hjólhýsa eru illa einangruð og gömul. Það þarf að kynda þau mikið með gasi. Það hefur kviknað í þeim. Þetta er ekki ástand sem nokkur aðili getur mælt með með góðri samvisku.“ Hann tekur fram að hann hafi mikla samúð með þeim sem búa í hjólhýsabyggðinni. Hann bætir við: „Það hefur staðið til í tíu mánuði að finna staðsetningu. Það hefur ekkert gerst. Það er ekkert í sjónmáli. Við vitum ekkert hvort það verður af þessari staðsetningu hérna. Ég veit að íbúar eru ekki hlynntir þessu. Þetta er bara algjört vandræðamál og sorglegt. Það á ekki að gefa þessum einstaklingum falskar vonir.“
Hjólhýsabyggð í Reykjavík Reykjavík Félagsmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira