Innlent

Glæsi­legir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hér er Höfði sjálfur.
Hér er Höfði sjálfur. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þeir eru fallegir forystu sauðirnir hjá bónda í Flóanum, sem eru líka mjög fallega hyrndir og vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir koma fyrir glæsileika sinn.

Hér erum við að tala um sauðina tvo hjá Jóni Gunnþóri, bónda á Syðra – Velli í Flóahreppi, sem komu í Reykjaréttir í haust eftir að hafa verið á fjalli. Báðir eru þeir mjög gæfir og eru báðir undir sömu forystuánni, sem heitir Tign og er frá Gróustöðum í Gilsfirði.

Klippa: Flottir forystusauðir í Flóa

Þeir eru svakalega fallegir og vel hyrndir hjá þér Jón?

„Já, já, þeir eru vanhyrndir þess vegna eru þeir svona glæsilegir“, segir Jón.

En fyrir þá sem vita ekki, hvað eru sauðir, hvað þýðir það á mannamáli?

„Geltir hrútar, það er ekki flóknara en það“.

Jón Gunnþór Þorsteinssin, bóndi á bænum Syðra - Velli í Flóahreppi, sem er mikill áhugamaður um ræktun íslensku sauðkindarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Jón Gunnþór segist eingöngu vera að rækta forystusauðina til gamans og sér til yndisauka í fjárbúskapnum en hann er annars með rúmlega 100 fjár á fóðrum í vetur.

„Sá eldri er fimm vetra og sá yngri fjögurra, þetta eru hálfbræður.Höfði heitir sá eldri og Greifi sá yngri“, segir Jón er hann er líka með nokkrar forystuær.

Og hér er Greifi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Jón Gunnþór segir mjög gaman og gefandi að vera sauðfjárbóndi og að vera að rækta íslensku sauðkindina.

„Jú, jú, til þess er maður að þessu“.

Þú ert mikill rollukarl?

„Já, já,  ætli það megi ekki segja það.“

Hrútarnir hjá Jóni Gunnþóri eru mjög gæfir og góðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×