Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lovísa Arnardóttir skrifar 16. nóvember 2025 08:14 Greene hefur verið einn dyggasti stuðningsmaður Trump um árabil. Vísir/EPA Marjorie Taylor Greene, sem var lengi einn helsti bandamaður og stuðningsmaður Donald Trump og MAGA-hreyfingarinnar, sagði í gær að einkarekið öryggisfyrirtæki hefði haft samband við sig „með viðvörunum um öryggi hennar“ eftir að Trump tilkynnti á föstudag að hann drægi til baka stuðning sinn við þingkonuna frá Georgíu. Í færslu á X sagði Greene að hótanir gegn henni væru studdar af valdamesta manni í heimi án þess þó að nefna Trump á nafn, og bætti við að það væri „maðurinn sem hún studdi og hjálpaði að komast í embætti“. Greene tilgreindi í færslu sinni ekki þær hótanir sem öryggisfyrirtækið hefði móttekið en sagði að sem kona tæki hún alltaf hótunum frá karlmönnum alvarlega. „Ég hef nú öðlast smá skilning á þeim ótta og þrýstingi sem konurnar, sem eru fórnarlömb Jeffrey Epstein og klíku hans, hljóta að finna fyrir.“ Good morning.I want to thank everyone who texted and posted and commented support for me, you all are so kind and I appreciate, love, and support you too.I never thought that fighting to release the Epstein files, defending women who were victims of rape, and fighting to…— Rep. Marjorie Taylor Greene🇺🇸 (@RepMTG) November 15, 2025 Í síðari færslu á X birti Greene graf yfir hækkandi meðalkostnað við matvöruinnkaup og sagði það „lokaviðvörunina til allra samstarfsmanna sinna í Repúblikanaflokknum“ og líkti þrýstingi vegna framfærslukostnaðar við atkvæðagreiðslu á þingi um birtingu Epstein-skjalanna í næstu viku. „Þið greiðið atkvæði gegn birtingu Epstein-skjalanna á þriðjudag og mætið mikilli reiði frá Bandaríkjamönnum,“ varaði hún við. „Repúblikanar hafa ekki stuðning kvenna og þetta hér er fullkomið dæmi um hvers vegna,“ sagði hún. Í umfjöllun Guardian segir að þessar færslur séu bara þær nýjustu í sífellt harðnandi orðaskaki við Trump, aðallega vegna birtingar á skjölum í vörslu stjórnvalda sem tengjast Jeffrey Epstein, sem Greene styður. Búist er við að forseti fulltrúadeildarinnar, Mike Johnson, haldi atkvæðagreiðslu í næstu viku til að ákveða hvort birta eigi öll óleynileg samskipti og skjöl. Greene vill að Epstein-skjölin verði birt. Vísir/EPA Þar segir einnig að deilan á milli Greene og Trump hafi fengið að krauma í nokkra mánuði áður en hún opnaðist núna með svo opinberum hætti. Greene hafi áður verið dyggur stuðningsmaður MAGA-hreyfingarinnar en sé núna í andstöðu við Trump í ýmsum málum, þar á meðal hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Ísrael, lokun ríkisstofnana og Epstein-skjölunum. Stutt hann of lengi Það hefur leitt til þess að Trump hefur sakað Greene um að hafa færst „langt til vinstri“. Trump skrifaði að allt sem hann hefði séð frá Greene undanfarna mánuði væri „kvart, kvart, kvart!“ og bætti við: „Ég get ekki tekið við símtali frá gargandi brjálæðingi á hverjum degi.“ Greene sagði að hún hefði stutt Trump „með of miklum af sínum dýrmæta tíma, of miklu af mínum eigin peningum og barist harðar fyrir hann, jafnvel þegar næstum allir aðrir Repúblikanar sneru baki við honum og fordæmdu hann“. Greene bætti við: „Ég dýrka ekki eða þjóna Donald Trump.“ Greene og Trump á kosninafundi í mars. Ekki er svo gott á milli þeirra lengur. Vísir/EPA Fyrr í þessum mánuði gagnrýndi Greene flokk sinn harðlega í þættinum The View og sagði þingið, sem er undir stjórn Repúblikana, „til skammar“ fyrir að hafa ekki fundað í meira en mánuð og sagðist vera orðin „virkilega þreytt á typpakeppninni milli karlanna í Washington“. Aðspurð hvort hún hygðist ganga í Demókrataflokkinn sagði hún að báðir stjórnmálaflokkarnir hefðu brugðist og kallaði eftir því að konur tækju við og stýrðu landinu. „Rauð-hvíti-og-blái fáninn okkar er bara að rifna í tætlur,“ sagði hún. „Og ég held að það þurfi þroskaðar konur til að sauma hann saman aftur.“ Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Tengdar fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. 14. nóvember 2025 22:25 „Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. 13. nóvember 2025 11:03 Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. 12. nóvember 2025 14:43 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Í færslu á X sagði Greene að hótanir gegn henni væru studdar af valdamesta manni í heimi án þess þó að nefna Trump á nafn, og bætti við að það væri „maðurinn sem hún studdi og hjálpaði að komast í embætti“. Greene tilgreindi í færslu sinni ekki þær hótanir sem öryggisfyrirtækið hefði móttekið en sagði að sem kona tæki hún alltaf hótunum frá karlmönnum alvarlega. „Ég hef nú öðlast smá skilning á þeim ótta og þrýstingi sem konurnar, sem eru fórnarlömb Jeffrey Epstein og klíku hans, hljóta að finna fyrir.“ Good morning.I want to thank everyone who texted and posted and commented support for me, you all are so kind and I appreciate, love, and support you too.I never thought that fighting to release the Epstein files, defending women who were victims of rape, and fighting to…— Rep. Marjorie Taylor Greene🇺🇸 (@RepMTG) November 15, 2025 Í síðari færslu á X birti Greene graf yfir hækkandi meðalkostnað við matvöruinnkaup og sagði það „lokaviðvörunina til allra samstarfsmanna sinna í Repúblikanaflokknum“ og líkti þrýstingi vegna framfærslukostnaðar við atkvæðagreiðslu á þingi um birtingu Epstein-skjalanna í næstu viku. „Þið greiðið atkvæði gegn birtingu Epstein-skjalanna á þriðjudag og mætið mikilli reiði frá Bandaríkjamönnum,“ varaði hún við. „Repúblikanar hafa ekki stuðning kvenna og þetta hér er fullkomið dæmi um hvers vegna,“ sagði hún. Í umfjöllun Guardian segir að þessar færslur séu bara þær nýjustu í sífellt harðnandi orðaskaki við Trump, aðallega vegna birtingar á skjölum í vörslu stjórnvalda sem tengjast Jeffrey Epstein, sem Greene styður. Búist er við að forseti fulltrúadeildarinnar, Mike Johnson, haldi atkvæðagreiðslu í næstu viku til að ákveða hvort birta eigi öll óleynileg samskipti og skjöl. Greene vill að Epstein-skjölin verði birt. Vísir/EPA Þar segir einnig að deilan á milli Greene og Trump hafi fengið að krauma í nokkra mánuði áður en hún opnaðist núna með svo opinberum hætti. Greene hafi áður verið dyggur stuðningsmaður MAGA-hreyfingarinnar en sé núna í andstöðu við Trump í ýmsum málum, þar á meðal hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Ísrael, lokun ríkisstofnana og Epstein-skjölunum. Stutt hann of lengi Það hefur leitt til þess að Trump hefur sakað Greene um að hafa færst „langt til vinstri“. Trump skrifaði að allt sem hann hefði séð frá Greene undanfarna mánuði væri „kvart, kvart, kvart!“ og bætti við: „Ég get ekki tekið við símtali frá gargandi brjálæðingi á hverjum degi.“ Greene sagði að hún hefði stutt Trump „með of miklum af sínum dýrmæta tíma, of miklu af mínum eigin peningum og barist harðar fyrir hann, jafnvel þegar næstum allir aðrir Repúblikanar sneru baki við honum og fordæmdu hann“. Greene bætti við: „Ég dýrka ekki eða þjóna Donald Trump.“ Greene og Trump á kosninafundi í mars. Ekki er svo gott á milli þeirra lengur. Vísir/EPA Fyrr í þessum mánuði gagnrýndi Greene flokk sinn harðlega í þættinum The View og sagði þingið, sem er undir stjórn Repúblikana, „til skammar“ fyrir að hafa ekki fundað í meira en mánuð og sagðist vera orðin „virkilega þreytt á typpakeppninni milli karlanna í Washington“. Aðspurð hvort hún hygðist ganga í Demókrataflokkinn sagði hún að báðir stjórnmálaflokkarnir hefðu brugðist og kallaði eftir því að konur tækju við og stýrðu landinu. „Rauð-hvíti-og-blái fáninn okkar er bara að rifna í tætlur,“ sagði hún. „Og ég held að það þurfi þroskaðar konur til að sauma hann saman aftur.“
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Tengdar fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. 14. nóvember 2025 22:25 „Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. 13. nóvember 2025 11:03 Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. 12. nóvember 2025 14:43 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. 14. nóvember 2025 22:25
„Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. 13. nóvember 2025 11:03
Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Í áður óbirtum tölvupósti sem Jeffrey Epstein sendi Ghislaine Maxwell árið 2011, velti hann vöngum yfir því af hverju Donald Trump, núverandi forseti Bandaríkjanna, hafi aldrei verið nefndur á nafn í þeim rannsóknum sem beindust að Epstein. Hann sagði að Trump hefði varið mörgum klukkutímum með konu sem Demókratar í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skilgreina sem eitt af fórnarlömbum Epsteins. 12. nóvember 2025 14:43