Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 10:06 Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson með fyrstu bókina sína, Reykjavík. Vísir/Hulda Margrét Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali. „Að eiga þetta tungumál sem svo fáir tala, við berum ábyrgð á að varðveita það. Mér finnst við ekki vera að gera nóg,“ segir Katrín í viðtali sem þau Ragnar fóru í við The Guardian í tilefni útgáfu nýrrar bókar þeirra, Franski spítalinn. Þar sem langflest íslensk börn og ungmenni noti mikið tæknina séu þau umkringd efni á ensku sem hefur áhrif á málnotkun þeirra og íslenskukunnáttu. Á meðal tækninnar sem hafi áhrif á íslenska tungu er gervigreind. „Við erum einni kynslóð frá því að gleyma þessu tungumáli út af þessum stóru breytingum,“ segir Ragnar. „Þau eru að lesa meira á ensku, þau fá meira af upplýsingum af Internetinu, úr símanum og börn á Íslandi tala stundum saman á ensku.“ Íslensk stjórnvöld sóttust eftir því að gervigreind væri í boði á íslensku að sögn Katrínar. Gera má ráð fyrir að hún sé að vísa í heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, þáverandi forseta Íslands, og Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menningarmálaráðherra, til bandaríska fyrirtækisins OpenAI. Eftir heimsóknina var ákveðið að annað tungumál vinsæla gervigreindarmállíkansins ChatGPT yrði íslenska. Örlög þjóðarinnar Þau benda á að eitt sinn hafi danskan haft gríðarleg áhrif á íslenskuna en það hafi breyst með sterkri hreyfingu Íslendinga. „Við höfum séð þetta áður á Íslandi því við vorum auðvitað lengi undir Dönum og danskan hafði mikil áhrif á íslenska tungu,“ segir Katrín. „Kannski þurfum við sterkari hreyfingu núna til að tala um hvernig við eigum að varðveita tungumálið? Það verður stóra málið sem við þurfum að ræða hér á Íslandi.“ Hún segir örlög þjóðar geta verið ákveðin út frá því hvernig fólk komi fram við tungumálið sitt þar sem tungumál hafi gríðarleg áhrif á hugsunarhátt fólks. „Fjöldi tungumála hverfur og með þeim deyja gildi og mannlegar hugsanir,“ segir hún. Íslensk tunga Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Að eiga þetta tungumál sem svo fáir tala, við berum ábyrgð á að varðveita það. Mér finnst við ekki vera að gera nóg,“ segir Katrín í viðtali sem þau Ragnar fóru í við The Guardian í tilefni útgáfu nýrrar bókar þeirra, Franski spítalinn. Þar sem langflest íslensk börn og ungmenni noti mikið tæknina séu þau umkringd efni á ensku sem hefur áhrif á málnotkun þeirra og íslenskukunnáttu. Á meðal tækninnar sem hafi áhrif á íslenska tungu er gervigreind. „Við erum einni kynslóð frá því að gleyma þessu tungumáli út af þessum stóru breytingum,“ segir Ragnar. „Þau eru að lesa meira á ensku, þau fá meira af upplýsingum af Internetinu, úr símanum og börn á Íslandi tala stundum saman á ensku.“ Íslensk stjórnvöld sóttust eftir því að gervigreind væri í boði á íslensku að sögn Katrínar. Gera má ráð fyrir að hún sé að vísa í heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, þáverandi forseta Íslands, og Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menningarmálaráðherra, til bandaríska fyrirtækisins OpenAI. Eftir heimsóknina var ákveðið að annað tungumál vinsæla gervigreindarmállíkansins ChatGPT yrði íslenska. Örlög þjóðarinnar Þau benda á að eitt sinn hafi danskan haft gríðarleg áhrif á íslenskuna en það hafi breyst með sterkri hreyfingu Íslendinga. „Við höfum séð þetta áður á Íslandi því við vorum auðvitað lengi undir Dönum og danskan hafði mikil áhrif á íslenska tungu,“ segir Katrín. „Kannski þurfum við sterkari hreyfingu núna til að tala um hvernig við eigum að varðveita tungumálið? Það verður stóra málið sem við þurfum að ræða hér á Íslandi.“ Hún segir örlög þjóðar geta verið ákveðin út frá því hvernig fólk komi fram við tungumálið sitt þar sem tungumál hafi gríðarleg áhrif á hugsunarhátt fólks. „Fjöldi tungumála hverfur og með þeim deyja gildi og mannlegar hugsanir,“ segir hún.
Íslensk tunga Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira