Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 10:06 Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson með fyrstu bókina sína, Reykjavík. Vísir/Hulda Margrét Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali. „Að eiga þetta tungumál sem svo fáir tala, við berum ábyrgð á að varðveita það. Mér finnst við ekki vera að gera nóg,“ segir Katrín í viðtali sem þau Ragnar fóru í við The Guardian í tilefni útgáfu nýrrar bókar þeirra, Franski spítalinn. Þar sem langflest íslensk börn og ungmenni noti mikið tæknina séu þau umkringd efni á ensku sem hefur áhrif á málnotkun þeirra og íslenskukunnáttu. Á meðal tækninnar sem hafi áhrif á íslenska tungu er gervigreind. „Við erum einni kynslóð frá því að gleyma þessu tungumáli út af þessum stóru breytingum,“ segir Ragnar. „Þau eru að lesa meira á ensku, þau fá meira af upplýsingum af Internetinu, úr símanum og börn á Íslandi tala stundum saman á ensku.“ Íslensk stjórnvöld sóttust eftir því að gervigreind væri í boði á íslensku að sögn Katrínar. Gera má ráð fyrir að hún sé að vísa í heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, þáverandi forseta Íslands, og Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menningarmálaráðherra, til bandaríska fyrirtækisins OpenAI. Eftir heimsóknina var ákveðið að annað tungumál vinsæla gervigreindarmállíkansins ChatGPT yrði íslenska. Örlög þjóðarinnar Þau benda á að eitt sinn hafi danskan haft gríðarleg áhrif á íslenskuna en það hafi breyst með sterkri hreyfingu Íslendinga. „Við höfum séð þetta áður á Íslandi því við vorum auðvitað lengi undir Dönum og danskan hafði mikil áhrif á íslenska tungu,“ segir Katrín. „Kannski þurfum við sterkari hreyfingu núna til að tala um hvernig við eigum að varðveita tungumálið? Það verður stóra málið sem við þurfum að ræða hér á Íslandi.“ Hún segir örlög þjóðar geta verið ákveðin út frá því hvernig fólk komi fram við tungumálið sitt þar sem tungumál hafi gríðarleg áhrif á hugsunarhátt fólks. „Fjöldi tungumála hverfur og með þeim deyja gildi og mannlegar hugsanir,“ segir hún. Íslensk tunga Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
„Að eiga þetta tungumál sem svo fáir tala, við berum ábyrgð á að varðveita það. Mér finnst við ekki vera að gera nóg,“ segir Katrín í viðtali sem þau Ragnar fóru í við The Guardian í tilefni útgáfu nýrrar bókar þeirra, Franski spítalinn. Þar sem langflest íslensk börn og ungmenni noti mikið tæknina séu þau umkringd efni á ensku sem hefur áhrif á málnotkun þeirra og íslenskukunnáttu. Á meðal tækninnar sem hafi áhrif á íslenska tungu er gervigreind. „Við erum einni kynslóð frá því að gleyma þessu tungumáli út af þessum stóru breytingum,“ segir Ragnar. „Þau eru að lesa meira á ensku, þau fá meira af upplýsingum af Internetinu, úr símanum og börn á Íslandi tala stundum saman á ensku.“ Íslensk stjórnvöld sóttust eftir því að gervigreind væri í boði á íslensku að sögn Katrínar. Gera má ráð fyrir að hún sé að vísa í heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, þáverandi forseta Íslands, og Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menningarmálaráðherra, til bandaríska fyrirtækisins OpenAI. Eftir heimsóknina var ákveðið að annað tungumál vinsæla gervigreindarmállíkansins ChatGPT yrði íslenska. Örlög þjóðarinnar Þau benda á að eitt sinn hafi danskan haft gríðarleg áhrif á íslenskuna en það hafi breyst með sterkri hreyfingu Íslendinga. „Við höfum séð þetta áður á Íslandi því við vorum auðvitað lengi undir Dönum og danskan hafði mikil áhrif á íslenska tungu,“ segir Katrín. „Kannski þurfum við sterkari hreyfingu núna til að tala um hvernig við eigum að varðveita tungumálið? Það verður stóra málið sem við þurfum að ræða hér á Íslandi.“ Hún segir örlög þjóðar geta verið ákveðin út frá því hvernig fólk komi fram við tungumálið sitt þar sem tungumál hafi gríðarleg áhrif á hugsunarhátt fólks. „Fjöldi tungumála hverfur og með þeim deyja gildi og mannlegar hugsanir,“ segir hún.
Íslensk tunga Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira