70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2025 20:05 Vinkonurnar Dagbjört Eva Hjaltadóttir (t.v.) og Bjarkey Sigurðardóttir, sem eru báðar nemendur við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember. Á tónleikunum koma fram allar hljómsveitir, samspilshópar og kórar tónlistarskólans, auk leikskólabarna úr Uppsveitum Árnessýslu. Íþróttahúsið var fullt af áhorfendum og mikill og góður afmælisbragur yfir tónleikunum en skólinn var stofnaður 1955. „Þetta er svona hefðbundin íslenskur tónlistarskóli, sem starfar eftir aðalnámskrá tónlistarskóla rekin af sveitarfélögum þannig að við bjóðum upp á all hefðbundin hljóðfæri, bæði klassísk og rytmísk og Suzuki nám líka,” segir Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga. Helga Sighvatsdóttir, sem er skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga en höfuðstöðvar skólans eru á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 540 nemendur eru í skólanum alls staðar úr Árnessýslu. „Það eru svona flestir að læra á píanó og alltaf mjög margir, sem fara á gítarinn en svo dreifst þetta bara mjög vel á hljóðfærin, sem er mjög gott,” bætir Helga við. Kennarar skólans tóku virkan þátt í afmælistónleikunum með nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur eru mjög ánægðir með skólann sinn. „Já, námið er mjög skemmtilegt. Við þurfum að æfa okkur á hverjum degi í svona klukkutíma,” segja vinkonurnar Dagbjört Eva Hjaltadóttir, 14 ára og Bjarkey Sigurðardóttir, 12 ára, sem báðar eru búsettar á Selfossi. Tveir af fyrrverandi skólastjórum skólans mættu á tónleikana á Laugarvatni með konum sínum en það eru þeir Róbert Darling (t.v.) og Jón Ingi Sigurmundsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn. Þeir voru ekki allir háir í loftinu hljóðfæraleikararnir á tónleikunum eins og strákurinn lengst til hægri, sem er hér með pabba sínum, sem sérlegum aðstoðarmanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólinn var stofnaður 1955.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Bláskógabyggð Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Á tónleikunum koma fram allar hljómsveitir, samspilshópar og kórar tónlistarskólans, auk leikskólabarna úr Uppsveitum Árnessýslu. Íþróttahúsið var fullt af áhorfendum og mikill og góður afmælisbragur yfir tónleikunum en skólinn var stofnaður 1955. „Þetta er svona hefðbundin íslenskur tónlistarskóli, sem starfar eftir aðalnámskrá tónlistarskóla rekin af sveitarfélögum þannig að við bjóðum upp á all hefðbundin hljóðfæri, bæði klassísk og rytmísk og Suzuki nám líka,” segir Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga. Helga Sighvatsdóttir, sem er skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga en höfuðstöðvar skólans eru á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 540 nemendur eru í skólanum alls staðar úr Árnessýslu. „Það eru svona flestir að læra á píanó og alltaf mjög margir, sem fara á gítarinn en svo dreifst þetta bara mjög vel á hljóðfærin, sem er mjög gott,” bætir Helga við. Kennarar skólans tóku virkan þátt í afmælistónleikunum með nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur eru mjög ánægðir með skólann sinn. „Já, námið er mjög skemmtilegt. Við þurfum að æfa okkur á hverjum degi í svona klukkutíma,” segja vinkonurnar Dagbjört Eva Hjaltadóttir, 14 ára og Bjarkey Sigurðardóttir, 12 ára, sem báðar eru búsettar á Selfossi. Tveir af fyrrverandi skólastjórum skólans mættu á tónleikana á Laugarvatni með konum sínum en það eru þeir Róbert Darling (t.v.) og Jón Ingi Sigurmundsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn. Þeir voru ekki allir háir í loftinu hljóðfæraleikararnir á tónleikunum eins og strákurinn lengst til hægri, sem er hér með pabba sínum, sem sérlegum aðstoðarmanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólinn var stofnaður 1955.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Bláskógabyggð Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira