„Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. nóvember 2025 14:11 Katrín Jakobsdóttir er fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forsætisráðherra segir íslenska tungu geta horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindarinnar og áhrifa enskrar tungu. Það hafi aldrei verið mikilvægara fyrir foreldra að halda íslensku efni að börnum sínum. Í dag, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. 218 ár eru frá fæðingu eins merkasta skálds Íslandssögunnar, Jónasar Hallgrímssonar, og verða verðlaun hans veitt í þrítugasta skiptið við athöfn í Eddu klukkan tvö. Við sama tilefni er svo veitt sérstök viðurkenning íslenskrar tungu. Íslenskan glímir við ýmsar áskoranir þessa dagana að sögn Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og er alltaf jafn mikilvægt að halda þennan dag hátíðlegan. „Það sem ég hef verið að benda á í þeim efnum er sú staða að unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku. Það er ótrúlega mikið framboð af efni á ensku á þeim miðlum sem ungt fólk hefur aðgang að. Á sama tíma er íslenska efnið í erfiðri samkeppnisstöðu, einfaldlega vegna þess að við erum fá og það er takmarkað sem hægt er að framleiða af efni á íslenskri tungu,“ segir Katrín. Fólk verði að reyna að leggja sitt af mörkum. „Við þurfum auðvitað að rækta íslenskuna, bæði hjá sjálfum okkur og öðrum, með því að vanda okkur. Hugsa um hvernig við getum notað íslensku við allar mismunandi kringumstæður. Ég heyrði í manni gær sem sagðist semja ferskeytlur reglulega til að viðhalda íslenskunni. En þetta er ekki síður mikilvægt fyrir okkur sem erum foreldrar. Þá held ég það skipti öllu máli að halda íslensku efni að börnunum okkar og tala við þau á íslensku. Ég held það hafi aldrei skipt meira máli því þau hafa svo ofboðslegt aðgengi að ensku efni,“ segir Katrín. Eitt sinn hafi fólk haft áhyggjur af áhrifum dönsku á íslenskuna. „Þá tók fólk höndum saman um íslensku og ég held við þurfum á nákvæmlega slíkri hugsun að halda. Það getum við gert hvert og eitt en líka með því að ræða þessi mál og greina hvað þarf að gera,“ segir Katrín. Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Í dag, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. 218 ár eru frá fæðingu eins merkasta skálds Íslandssögunnar, Jónasar Hallgrímssonar, og verða verðlaun hans veitt í þrítugasta skiptið við athöfn í Eddu klukkan tvö. Við sama tilefni er svo veitt sérstök viðurkenning íslenskrar tungu. Íslenskan glímir við ýmsar áskoranir þessa dagana að sögn Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og er alltaf jafn mikilvægt að halda þennan dag hátíðlegan. „Það sem ég hef verið að benda á í þeim efnum er sú staða að unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku. Það er ótrúlega mikið framboð af efni á ensku á þeim miðlum sem ungt fólk hefur aðgang að. Á sama tíma er íslenska efnið í erfiðri samkeppnisstöðu, einfaldlega vegna þess að við erum fá og það er takmarkað sem hægt er að framleiða af efni á íslenskri tungu,“ segir Katrín. Fólk verði að reyna að leggja sitt af mörkum. „Við þurfum auðvitað að rækta íslenskuna, bæði hjá sjálfum okkur og öðrum, með því að vanda okkur. Hugsa um hvernig við getum notað íslensku við allar mismunandi kringumstæður. Ég heyrði í manni gær sem sagðist semja ferskeytlur reglulega til að viðhalda íslenskunni. En þetta er ekki síður mikilvægt fyrir okkur sem erum foreldrar. Þá held ég það skipti öllu máli að halda íslensku efni að börnunum okkar og tala við þau á íslensku. Ég held það hafi aldrei skipt meira máli því þau hafa svo ofboðslegt aðgengi að ensku efni,“ segir Katrín. Eitt sinn hafi fólk haft áhyggjur af áhrifum dönsku á íslenskuna. „Þá tók fólk höndum saman um íslensku og ég held við þurfum á nákvæmlega slíkri hugsun að halda. Það getum við gert hvert og eitt en líka með því að ræða þessi mál og greina hvað þarf að gera,“ segir Katrín.
Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02