Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 14:19 Bræðurnir Andrew (t.h.) og Tristan Tate (t.v.) eru meðal annars sakaðir um að hafa stýrt mansalshring í Rúmeníu. Þeir eiga hauk í horni í Hvíta húsinu að því er virðist. Vísir/EPA Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á. Tate og bróðir hans Tristan eru samfélagsmiðlaáhrifavaldar en Andrew hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Þeir hafa verið sakaðir um kynferðisbrot í Rúmeníu, Bretlandi og Bandaríkjunum, þar á meðal um að hafa stýrt mansalshring í Rúmeníu. Þegar bræðurnir ferðuðust til Flórída í febrúar, fullvissir um að þeir nytu stuðnings Donalds Trump sem var nýtekinn við sem forseti, voru þeir stöðvaðir af landamæravörðum sem lögðu hald á snjalltæki þeirra. Nokkrum dögum síðar hafði tengiliður heimavarnaráðuneytisins í Hvíta húsinu samband við háttsetta embættismenn í ráðuneytinu og las þeim pistilinn fyrir að hafa grípa til aðgerða gegn Tate-bræðrunum, að því er kemur fram í umfjöllun rannsóknarblaðamennskusamtakanna Pro Publica. Ráðuneytið ætti að skila þeim tækjunum þá þegar. Lagði tengiliðurinn áherslu á að þau skilaboð kæmu beint frá Hvíta húsinu. Tengiliðurinn er lögfræðingur sem vann fyrir Tate-bræðurna áður en hann hóf störf í Hvíta húsinu. Fáheyrð afskipti Fulltrúum ráðuneytisins var brugðið við þessi afskipti lögfræðingsins. Löggæslusérfræðingar sem Pro Publica ræddi við segja að bein afskipti Hvíta hússins af handlagningu muna á landamærunum séu fáheyrð. Pro Publica segir ekki ljóst hvort að afskipti tengiliðsins hafi hindrað rannsókn á bræðrunum eða hvers vegna landamæraverðir lögðu hald á fjarskiptatækin. Hvorki Hvíta húsið né ráðuneytið svaraði spurningum miðilsins. Léttu líf vitorðskonu Epstein Tate-bræður eru ekki einu kynferðisbrotamennirnir sem Trump forseti og Hvíta húss hans hafa lagt lykkju á leið sína til þess að aðstoða á undanförnum misserum. Trump hefur legið undir miklum þrýstingi vegna tengsla sinna við Jeffrey Epstein, kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn, sem lést í fangelsi eftir að hann var sakaður um mansal árið 2019. Forsetinn hefur reynt að koma í veg fyrir að gögn úr fórum Epstein og rannsókn á honum líti dagsins ljós. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti honum fyrr á þessu ári að nafn hans kæmi fyrir í þeim skjölum. Ghislaine Maxwell, samverkakona í brotum Epstein gegn ungum konum, var í lok sumars flutt í þægilegra fangelsi skömmu eftir að Todd Blanche, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við hana í fangelsi í júlí. Fordæmalaust er að varadómsmálaráðherra taki persónulega að sér að stýra slíku viðtalið. Bandaríkin Donald Trump Mál Andrew Tate Erlend sakamál Rúmenía Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Tate og bróðir hans Tristan eru samfélagsmiðlaáhrifavaldar en Andrew hefur sjálfur lýst sér sem kvenhatara. Þeir hafa verið sakaðir um kynferðisbrot í Rúmeníu, Bretlandi og Bandaríkjunum, þar á meðal um að hafa stýrt mansalshring í Rúmeníu. Þegar bræðurnir ferðuðust til Flórída í febrúar, fullvissir um að þeir nytu stuðnings Donalds Trump sem var nýtekinn við sem forseti, voru þeir stöðvaðir af landamæravörðum sem lögðu hald á snjalltæki þeirra. Nokkrum dögum síðar hafði tengiliður heimavarnaráðuneytisins í Hvíta húsinu samband við háttsetta embættismenn í ráðuneytinu og las þeim pistilinn fyrir að hafa grípa til aðgerða gegn Tate-bræðrunum, að því er kemur fram í umfjöllun rannsóknarblaðamennskusamtakanna Pro Publica. Ráðuneytið ætti að skila þeim tækjunum þá þegar. Lagði tengiliðurinn áherslu á að þau skilaboð kæmu beint frá Hvíta húsinu. Tengiliðurinn er lögfræðingur sem vann fyrir Tate-bræðurna áður en hann hóf störf í Hvíta húsinu. Fáheyrð afskipti Fulltrúum ráðuneytisins var brugðið við þessi afskipti lögfræðingsins. Löggæslusérfræðingar sem Pro Publica ræddi við segja að bein afskipti Hvíta hússins af handlagningu muna á landamærunum séu fáheyrð. Pro Publica segir ekki ljóst hvort að afskipti tengiliðsins hafi hindrað rannsókn á bræðrunum eða hvers vegna landamæraverðir lögðu hald á fjarskiptatækin. Hvorki Hvíta húsið né ráðuneytið svaraði spurningum miðilsins. Léttu líf vitorðskonu Epstein Tate-bræður eru ekki einu kynferðisbrotamennirnir sem Trump forseti og Hvíta húss hans hafa lagt lykkju á leið sína til þess að aðstoða á undanförnum misserum. Trump hefur legið undir miklum þrýstingi vegna tengsla sinna við Jeffrey Epstein, kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn, sem lést í fangelsi eftir að hann var sakaður um mansal árið 2019. Forsetinn hefur reynt að koma í veg fyrir að gögn úr fórum Epstein og rannsókn á honum líti dagsins ljós. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti honum fyrr á þessu ári að nafn hans kæmi fyrir í þeim skjölum. Ghislaine Maxwell, samverkakona í brotum Epstein gegn ungum konum, var í lok sumars flutt í þægilegra fangelsi skömmu eftir að Todd Blanche, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi við hana í fangelsi í júlí. Fordæmalaust er að varadómsmálaráðherra taki persónulega að sér að stýra slíku viðtalið.
Bandaríkin Donald Trump Mál Andrew Tate Erlend sakamál Rúmenía Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila