Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 17:02 Eva Rós er framkvæmdastjóri Bergsins. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Bergsins headspace óttast að fái þau ekki áframhaldandi samning við íslenska ríkið þurfi þau að loka starfseminni. Um þúsund ungmenni nýta sér starfsemina ár hvert. „Það var kominn þriggja ára samningur á borðið þegar síðasta ríkisstjórn var og gallinn var að þetta var tekið með þremur ráðuneytum. Samningurinn lá fyrir og þá féll ríkisstjórnin, loks þegar var komið að undirritun,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergið headspace. Í stað þess að fá samning upp á þrjú ár fékk Bergið fimmtíu milljóna króna stuðning til eins árs og svo aukalega tuttugu milljónir nú í ágúst. Eva Rós segir rekstrarkostnað Bergsins vera um 140 milljónir króna á ári og dugi því framlag ríkisins ekki. Mikið púður fari í að safna styrkjum til að sjá fyrir öllum rekstrinum. Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur þar sem ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára geta fengið lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Það var stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur, sem er nú varaþingmaður Samfylkingarinnar, árið 2019 en starfsemin heitir eftir syni Sigurþóru sem féll fyrir eigin hendi þegar hann var nítján ára gamall. Í hverri viku fara fram um 120 viðtöl og nýta um þúsund ungmenni sér þjónustuna ár hvert. Í febrúar, skömmu eftir að ný ríkisstjórn tók við, fór Eva Rós á fund og óskaði eftir þriggja ára samningi við ríkið og 150 milljóna króna framlag á hverju ári til að sjá fyrir rekstri setursins. „Við viljum ekki bara lifa af heldur viljum horfa til framtíðar,“ segir hún. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina.“ Vilji sé fyrir hendi þótt fátt sé um svör Málið spannar þrjú ráðuneyti, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Þrátt fyrir að hafa fundað fyrir þó nokkrum mánuðum hefur Eva Rós enn ekki fengið neinar upplýsingar um hvað bíður starfseminnar á næsta ári. „Við höfum aldrei viljað tala um þetta sérstaklega en við höfum áhyggjur af því að það sé ekki verið að hugsa til lengri tíma.“ Hún segir það leiðinlegt að engar niðurstöður fáist í málinu, sérstaklega þegar við völd sé ríkisstjórn sem leggur mikla áherslu á geðheilbrigðismál. Verði ekkert af samningnum við ríkið sér hún fram á að þau þurfi að loka starfseminni á fyrstu mánuðum næsta árs. „Þúsund ungmenni koma á hverju ári, hvað verður um þau ef við þurfum að loka?“ spyr Eva Rós. Hún upplifir að viljinn sé fyrir hendi hjá ráðherrunum þremur, þrátt fyrir að engin svör fáist. Eva Rós skilur samt sem áður ekki að ekki sé hægt að styrkja starfsemi sem sýnir fram á að virki vel og er tilbúin til notkunar. „Mér finnst þetta svo mikilvægt málefni, svo mikilvægt að vekja athygli á því að það skiptir máli að þetta sé til staðar.“ Geðheilbrigði Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
„Það var kominn þriggja ára samningur á borðið þegar síðasta ríkisstjórn var og gallinn var að þetta var tekið með þremur ráðuneytum. Samningurinn lá fyrir og þá féll ríkisstjórnin, loks þegar var komið að undirritun,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergið headspace. Í stað þess að fá samning upp á þrjú ár fékk Bergið fimmtíu milljóna króna stuðning til eins árs og svo aukalega tuttugu milljónir nú í ágúst. Eva Rós segir rekstrarkostnað Bergsins vera um 140 milljónir króna á ári og dugi því framlag ríkisins ekki. Mikið púður fari í að safna styrkjum til að sjá fyrir öllum rekstrinum. Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur þar sem ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára geta fengið lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Það var stofnað af Sigurþóru Bergsdóttur, sem er nú varaþingmaður Samfylkingarinnar, árið 2019 en starfsemin heitir eftir syni Sigurþóru sem féll fyrir eigin hendi þegar hann var nítján ára gamall. Í hverri viku fara fram um 120 viðtöl og nýta um þúsund ungmenni sér þjónustuna ár hvert. Í febrúar, skömmu eftir að ný ríkisstjórn tók við, fór Eva Rós á fund og óskaði eftir þriggja ára samningi við ríkið og 150 milljóna króna framlag á hverju ári til að sjá fyrir rekstri setursins. „Við viljum ekki bara lifa af heldur viljum horfa til framtíðar,“ segir hún. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina.“ Vilji sé fyrir hendi þótt fátt sé um svör Málið spannar þrjú ráðuneyti, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Þrátt fyrir að hafa fundað fyrir þó nokkrum mánuðum hefur Eva Rós enn ekki fengið neinar upplýsingar um hvað bíður starfseminnar á næsta ári. „Við höfum aldrei viljað tala um þetta sérstaklega en við höfum áhyggjur af því að það sé ekki verið að hugsa til lengri tíma.“ Hún segir það leiðinlegt að engar niðurstöður fáist í málinu, sérstaklega þegar við völd sé ríkisstjórn sem leggur mikla áherslu á geðheilbrigðismál. Verði ekkert af samningnum við ríkið sér hún fram á að þau þurfi að loka starfseminni á fyrstu mánuðum næsta árs. „Þúsund ungmenni koma á hverju ári, hvað verður um þau ef við þurfum að loka?“ spyr Eva Rós. Hún upplifir að viljinn sé fyrir hendi hjá ráðherrunum þremur, þrátt fyrir að engin svör fáist. Eva Rós skilur samt sem áður ekki að ekki sé hægt að styrkja starfsemi sem sýnir fram á að virki vel og er tilbúin til notkunar. „Mér finnst þetta svo mikilvægt málefni, svo mikilvægt að vekja athygli á því að það skiptir máli að þetta sé til staðar.“
Geðheilbrigði Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira