Fer ekki í formanninn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2025 17:09 Einar Þorsteinsson beinir sjónum að borgarstjórnarkosningunum í vor. Vísir/Lýður Valberg Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum. „Ég hef tekið ákvörðun um það að bjóða mig ekki fram til formanns. Nú skiptir mestu máli að leggja allan kraft í það að ná borginni aftur. Það er gríðarlega mikilvægt að koma þessum meirihluta frá völdum, og mynda miðjubandalag eftir næstu kosningar þar sem Framsókn stendur sterk,“ segir Einar. „Ég tel að mínum kröftum sé betur varið í að berjast fyrir skynsamlegum lausnum og betri borg í næstu sveitarstjórnarkosningum en að sækjast eftir þessu formannsembætti.“ Komu margir að máli við þig varðandi formannsframboð? „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar.“ Framsókn muni ná vopnum sínum á ný Einar hefur fulla trú á því að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum á ný fyrir kosningarnar í vor. Framsóknarflokkurinn hlaut ríflega 18 prósent atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og fékk fjóra borgarfulltrúa, en hefur ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn mældist með 3,3 prósent fylgi í skoðanakönnun Maskínu í ágúst. Framsókn hafi haft jákvæð áhrif Einar segir að Framsóknarflokkurinn hafi haft mikil jákvæð áhrif í borginni meðan hann var í meirihluta. „Ég kom óvænt inn í flokkinn fyrir síðustu kosningar. Þá náðum við besta árangri sem Framsókn hefur náð í Reykjavík frá því flokkurinn bauð sig fram fyrst.“ „Við höfðum mikil jákvæð áhrif á stjórn borgarinnar, við náðum að vinda ofan af ákvörðunum, snúa við rekstri borgarinnar, standa með atvinnulífinu í borginni, og greiða úr samgöngumálum með uppfærslu á samgöngusáttmálanum.“ Samfylkingin þurfi frí í borginni Næsta kjörtímabil verði gríðarlega mikilvægt í sögu borgarinnar. „Það þarf að taka stórar ákvarðanir til að ná fram stöðugleika á húsnæðismarkaði.“ Eru einhverjir flokkar sem Framókn vill eða vill ekki starfa með á næsta kjörtímabili? „Ég hef alveg verið opinskár með það að það þarf að gefa Samfylkingunni frí. Það er engum flokki hollt að stjórna svona lengi.“ Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19 Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
„Ég hef tekið ákvörðun um það að bjóða mig ekki fram til formanns. Nú skiptir mestu máli að leggja allan kraft í það að ná borginni aftur. Það er gríðarlega mikilvægt að koma þessum meirihluta frá völdum, og mynda miðjubandalag eftir næstu kosningar þar sem Framsókn stendur sterk,“ segir Einar. „Ég tel að mínum kröftum sé betur varið í að berjast fyrir skynsamlegum lausnum og betri borg í næstu sveitarstjórnarkosningum en að sækjast eftir þessu formannsembætti.“ Komu margir að máli við þig varðandi formannsframboð? „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar.“ Framsókn muni ná vopnum sínum á ný Einar hefur fulla trú á því að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum á ný fyrir kosningarnar í vor. Framsóknarflokkurinn hlaut ríflega 18 prósent atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og fékk fjóra borgarfulltrúa, en hefur ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn mældist með 3,3 prósent fylgi í skoðanakönnun Maskínu í ágúst. Framsókn hafi haft jákvæð áhrif Einar segir að Framsóknarflokkurinn hafi haft mikil jákvæð áhrif í borginni meðan hann var í meirihluta. „Ég kom óvænt inn í flokkinn fyrir síðustu kosningar. Þá náðum við besta árangri sem Framsókn hefur náð í Reykjavík frá því flokkurinn bauð sig fram fyrst.“ „Við höfðum mikil jákvæð áhrif á stjórn borgarinnar, við náðum að vinda ofan af ákvörðunum, snúa við rekstri borgarinnar, standa með atvinnulífinu í borginni, og greiða úr samgöngumálum með uppfærslu á samgöngusáttmálanum.“ Samfylkingin þurfi frí í borginni Næsta kjörtímabil verði gríðarlega mikilvægt í sögu borgarinnar. „Það þarf að taka stórar ákvarðanir til að ná fram stöðugleika á húsnæðismarkaði.“ Eru einhverjir flokkar sem Framókn vill eða vill ekki starfa með á næsta kjörtímabili? „Ég hef alveg verið opinskár með það að það þarf að gefa Samfylkingunni frí. Það er engum flokki hollt að stjórna svona lengi.“
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19 Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19
Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38
„Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44