Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2025 21:56 Steinunn Þórðardóttir ræddi um einmanaleika og heilabilun í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Arnar Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Þekktir áhættuþættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. Ástralskir fjölmiðlar hafa sagt frá rannsóknum sem hafa sýnt fram á að tilfellum heilabilunar hafi fjölgað hjá fólki á aldursbilinu 33-45 um allt að 400 prósent, og er orsökin rakin til gríðarlegrar skjánotkunar. Útvarpsmennirnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rákust á þessar rannsóknir og báru þær undir Steinunni Þórðardóttur, sem er öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Er þetta eitthvað sem þú getur kvittað undir? „Ekki svona án frekari skoðunar, en ég dreg svosem ekkert í efa að heilabilunartilvikum hafi fjölgað í þessum aldurshópi eins og gert er grein fyrir þarna.“ Þarna sé um að ræða heilabilunarsjúkdóma sem séu ágengir, ólæknandi sjúkdómar og þetta sé gríðarlega alvarleg þróun. „En maður spyr sig um þessa tengingu við samfélagsmiðla og hún er líka í raun bara vangavelta hjá þeim. Þannig það er ekki til nein rannsókn sem tengir þetta tvennt saman með óhyggjandi hætti, svo ég viti til,“ segir Steinunn. Einmanaleiki einn af stóru áskorununum Steinunn heldur að það sé sennilega mikið til í vangaveltuni um skjánotkun sem orsök. Hins vegar séu margir aðrir þekktir áhættuþættir á bak við heilabilun, til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. „Heyrnartapið er stærst af þessu sem ég hef talið upp. Það er talið vera vegna þess að ef maður heyrir illa, að þá á maður erfiðara með að taka þátt í félagslegum samskiptum, samtölum og öðru.“ Fólk einangrist í raun vegna heyrnarskerðingar. Steinunn segir að einmanaleiki sé ein af stóru áskorununum sem eldra fólk glímir við í dag. „Einmanaleikinn er að aukast mikið og maður sér það í öllum aldursflokkum, og eins og ég segi, þess vegna er ég ekkert hissa á því að menn séu að hugsa um þessa tengingu í þessari rannsókn þegar þeir horfa á þennan aldurshóp.“ Rannsóknir hafi sýnt fram á að einmanaleiki sé álíka hættulegur og að reykja fimmtán sígarettur á dag. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Ástralskir fjölmiðlar hafa sagt frá rannsóknum sem hafa sýnt fram á að tilfellum heilabilunar hafi fjölgað hjá fólki á aldursbilinu 33-45 um allt að 400 prósent, og er orsökin rakin til gríðarlegrar skjánotkunar. Útvarpsmennirnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rákust á þessar rannsóknir og báru þær undir Steinunni Þórðardóttur, sem er öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Er þetta eitthvað sem þú getur kvittað undir? „Ekki svona án frekari skoðunar, en ég dreg svosem ekkert í efa að heilabilunartilvikum hafi fjölgað í þessum aldurshópi eins og gert er grein fyrir þarna.“ Þarna sé um að ræða heilabilunarsjúkdóma sem séu ágengir, ólæknandi sjúkdómar og þetta sé gríðarlega alvarleg þróun. „En maður spyr sig um þessa tengingu við samfélagsmiðla og hún er líka í raun bara vangavelta hjá þeim. Þannig það er ekki til nein rannsókn sem tengir þetta tvennt saman með óhyggjandi hætti, svo ég viti til,“ segir Steinunn. Einmanaleiki einn af stóru áskorununum Steinunn heldur að það sé sennilega mikið til í vangaveltuni um skjánotkun sem orsök. Hins vegar séu margir aðrir þekktir áhættuþættir á bak við heilabilun, til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. „Heyrnartapið er stærst af þessu sem ég hef talið upp. Það er talið vera vegna þess að ef maður heyrir illa, að þá á maður erfiðara með að taka þátt í félagslegum samskiptum, samtölum og öðru.“ Fólk einangrist í raun vegna heyrnarskerðingar. Steinunn segir að einmanaleiki sé ein af stóru áskorununum sem eldra fólk glímir við í dag. „Einmanaleikinn er að aukast mikið og maður sér það í öllum aldursflokkum, og eins og ég segi, þess vegna er ég ekkert hissa á því að menn séu að hugsa um þessa tengingu í þessari rannsókn þegar þeir horfa á þennan aldurshóp.“ Rannsóknir hafi sýnt fram á að einmanaleiki sé álíka hættulegur og að reykja fimmtán sígarettur á dag. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira