Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2025 08:56 Karl Ingi Vilbergsson starfandi varahéraðssaksóknari sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Margrét Halla var hvergi sjáanleg í anddyri Héraðsdóms Reykjaness. Líklegt er að hún hafi farið inn bakdyramegin. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf hefst klukkan 9 í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir luktum dyrum. Hún sætir ákæru fyrir að hafa orðið föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni á heimili fjölskyldunnar í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Margrét Halla neitar sök. Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjaness stendur aðalmeðferðin til klukkan 16 í dag og hefst aftur klukkan 9 í fyrramálið. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á morgun og því má ætla að dómur verði kveðinn upp eigi síðar en 18. desember. Bæði móðir og dóttir fóru fram á lokað þinghald Þinghald í málinu er háð fyrir luktum dyrum en samkvæmt lögum um meðferð sakamála skulu þinghöld háð í heyranda hljóði en dómari getur þó ákveðið, að eigin frumkvæði eða eftir kröfu ákæranda, sakbornings eða brotaþola, að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, telji hann það nauðsynlegt. Verjandi Margrétar Höllu og sömuleiðis réttargæslumaður móður hennar fóru fram á á þinghald yrði lokað og saksóknari hreyfði ekki við mótmælum. Málið þykir afar viðkvæmt en Margrét Halla er eina barn móður sinnar. Eins og áður hefur verið greint frá er Margrét grunuð um að hafa í aðdraganda andláts föður hennar beitt foreldra sína ofbeldi í um tíu klukkustundir. Þá er hún sökuð um að hafa beitt þá margvíslegu ofbeldi mánuðina á undan. Sérfræðingur komst ekki á tilsettum tíma Til stóð að aðalmeðferð hæfist þann 3. nóvember síðastliðinn og tæki í það minnsta tvo daga. Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari sem sækir málið sagði í samtali við Vísi í september að dómur í málinu yrði fjölskipaður þar sem tveir embættisdómarar og einn sérfræðingur úr læknisfræði dæmdu í málinu. Leit að slíkum sérfræðingi hefði enn staðið yfir. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Þóra Steinunn Steffensen réttarmeinafræðingur gegna hlutverki sérfræðimenntaða dómarans. Hún er búsett erlendis og gat ekki mætt á tíma sem hafði verið ákvarðaður. Fyrir vikið var aðalmeðferðinni frestað og því hefst hún í dag. Grunuð um manndráp við Súlunes Dómsmál Garðabær Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Sjá meira
Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjaness stendur aðalmeðferðin til klukkan 16 í dag og hefst aftur klukkan 9 í fyrramálið. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á morgun og því má ætla að dómur verði kveðinn upp eigi síðar en 18. desember. Bæði móðir og dóttir fóru fram á lokað þinghald Þinghald í málinu er háð fyrir luktum dyrum en samkvæmt lögum um meðferð sakamála skulu þinghöld háð í heyranda hljóði en dómari getur þó ákveðið, að eigin frumkvæði eða eftir kröfu ákæranda, sakbornings eða brotaþola, að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, telji hann það nauðsynlegt. Verjandi Margrétar Höllu og sömuleiðis réttargæslumaður móður hennar fóru fram á á þinghald yrði lokað og saksóknari hreyfði ekki við mótmælum. Málið þykir afar viðkvæmt en Margrét Halla er eina barn móður sinnar. Eins og áður hefur verið greint frá er Margrét grunuð um að hafa í aðdraganda andláts föður hennar beitt foreldra sína ofbeldi í um tíu klukkustundir. Þá er hún sökuð um að hafa beitt þá margvíslegu ofbeldi mánuðina á undan. Sérfræðingur komst ekki á tilsettum tíma Til stóð að aðalmeðferð hæfist þann 3. nóvember síðastliðinn og tæki í það minnsta tvo daga. Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari sem sækir málið sagði í samtali við Vísi í september að dómur í málinu yrði fjölskipaður þar sem tveir embættisdómarar og einn sérfræðingur úr læknisfræði dæmdu í málinu. Leit að slíkum sérfræðingi hefði enn staðið yfir. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Þóra Steinunn Steffensen réttarmeinafræðingur gegna hlutverki sérfræðimenntaða dómarans. Hún er búsett erlendis og gat ekki mætt á tíma sem hafði verið ákvarðaður. Fyrir vikið var aðalmeðferðinni frestað og því hefst hún í dag.
Grunuð um manndráp við Súlunes Dómsmál Garðabær Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Sjá meira