Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2025 12:03 Þótt ekki hafi farið mikið fyrir fréttum af ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka uppá síðkastið þá er fullt tilefni til að halda umræðunni áfram og velta því fyrir sér hvort núverandi fyrirkomulag sé það rétta. Staðan í dag er sú að stjórnmálaflokkar sem náð hafa kjöri til Alþingis eða hlotið að lágmarki 2,5% atkvæða í kosningum til þings eiga rétt á rekstrarframlagi úr ríkissjóði. Á þessu ári greiðir ríkissjóður um 622 milljónir króna til 8 stjórnmálaflokka. Samfylkingin fær mest eða um 130 milljónir króna enda með mesta fylgið. Sjálfstæðisflokkur fær 123 milljónir, Viðreisn 102 milljónir og Flokkur fólksins fær 90 milljónir á þessu ári. Miðflokkurinn fær 81 milljón króna, Framsóknarflokkurinn 56, Sósíalistaflokkurinn fær 22 milljónir og Píratar 17. Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er öllum sveitarfélögum landsins líka skylt að veita stjórnmálaflokkum sem fengið hafa einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða, árlegt rekstrarframlag. Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú eru í gildi gera ráð fyrir að fjárhæð framlaga til stjórnmálaflokka úr sveitarsjóðum skuli miða við að greiða 240 krónur á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Miðað við þessar reglur þá ætti framlag sveitarfélags með 20 þúsund íbúa að vera tæpar 5 milljónir króna á ári til stjórnmálaflokkanna og sveitarfélag með 100 þúsund íbúa myndu miðað við þessa viðmiðunarreglu greiða flokkunum 24 milljónir króna í framlag á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fær sambandið ekki upplýsingar frá sveitarfélögunum um það hvort þau nýta sér viðmiðunarreglurnar óbreyttar eða hvernig þau útfæra sínar reglur. Að sama skapi tekur Sambandið hvorki saman né safnar upplýsingum um framlög sveitarfélaganna til stjórnmálaflokka, svo ekki eru til neinar upplýsingar um þau framlög hjá Sambandinu. Slík samantekt gæti verið mjög áhugaverð og upplýsandi fyrir almenning, ekki síst í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þegar ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka voru sett var markmið þeirra ekki síst að auka traust á flokkunum og hömlur settar á almenn fjárframlög til þeirra. Nú sitja flokkarnir í öruggum faðmi hins opinbera og þurfa minna að leita til einstaklinga og atvinnulífsins, sem dregur úr tengslum stjórnmálanna við fólk og fyrirtæki. Í öllu falli held ég að það sé fullt tilefni fyrir okkur kjósendur til að spyrja stjórnmálamenn og okkur sjálf hvort þetta sé það fyrirkomulag sem við viljum hafa til frambúðar á fjármögnun stjórnmálaflokka eða er hér tækifæri til að spara í okkar sameiginlegu sjóðum og gera hlutina öðruvísi? Fjölda sveitarstjórnarmanna í hverju sveitarfélagi ætti einnig að skoða með gagnrýnum hætti. Fleiri fulltrúar þýðir ekki endilega betri stjórn. Borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar fjölgaði sem dæmi fyrir fáum árum í einni svipan úr 15 í 23 eða um meira en 50%. Sú breyting ein og sér hefur mér vitanlega ekki skilað betri árangri við stjórn borgarinnar. Höfundur er flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þótt ekki hafi farið mikið fyrir fréttum af ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka uppá síðkastið þá er fullt tilefni til að halda umræðunni áfram og velta því fyrir sér hvort núverandi fyrirkomulag sé það rétta. Staðan í dag er sú að stjórnmálaflokkar sem náð hafa kjöri til Alþingis eða hlotið að lágmarki 2,5% atkvæða í kosningum til þings eiga rétt á rekstrarframlagi úr ríkissjóði. Á þessu ári greiðir ríkissjóður um 622 milljónir króna til 8 stjórnmálaflokka. Samfylkingin fær mest eða um 130 milljónir króna enda með mesta fylgið. Sjálfstæðisflokkur fær 123 milljónir, Viðreisn 102 milljónir og Flokkur fólksins fær 90 milljónir á þessu ári. Miðflokkurinn fær 81 milljón króna, Framsóknarflokkurinn 56, Sósíalistaflokkurinn fær 22 milljónir og Píratar 17. Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er öllum sveitarfélögum landsins líka skylt að veita stjórnmálaflokkum sem fengið hafa einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða, árlegt rekstrarframlag. Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú eru í gildi gera ráð fyrir að fjárhæð framlaga til stjórnmálaflokka úr sveitarsjóðum skuli miða við að greiða 240 krónur á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Miðað við þessar reglur þá ætti framlag sveitarfélags með 20 þúsund íbúa að vera tæpar 5 milljónir króna á ári til stjórnmálaflokkanna og sveitarfélag með 100 þúsund íbúa myndu miðað við þessa viðmiðunarreglu greiða flokkunum 24 milljónir króna í framlag á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fær sambandið ekki upplýsingar frá sveitarfélögunum um það hvort þau nýta sér viðmiðunarreglurnar óbreyttar eða hvernig þau útfæra sínar reglur. Að sama skapi tekur Sambandið hvorki saman né safnar upplýsingum um framlög sveitarfélaganna til stjórnmálaflokka, svo ekki eru til neinar upplýsingar um þau framlög hjá Sambandinu. Slík samantekt gæti verið mjög áhugaverð og upplýsandi fyrir almenning, ekki síst í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þegar ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka voru sett var markmið þeirra ekki síst að auka traust á flokkunum og hömlur settar á almenn fjárframlög til þeirra. Nú sitja flokkarnir í öruggum faðmi hins opinbera og þurfa minna að leita til einstaklinga og atvinnulífsins, sem dregur úr tengslum stjórnmálanna við fólk og fyrirtæki. Í öllu falli held ég að það sé fullt tilefni fyrir okkur kjósendur til að spyrja stjórnmálamenn og okkur sjálf hvort þetta sé það fyrirkomulag sem við viljum hafa til frambúðar á fjármögnun stjórnmálaflokka eða er hér tækifæri til að spara í okkar sameiginlegu sjóðum og gera hlutina öðruvísi? Fjölda sveitarstjórnarmanna í hverju sveitarfélagi ætti einnig að skoða með gagnrýnum hætti. Fleiri fulltrúar þýðir ekki endilega betri stjórn. Borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar fjölgaði sem dæmi fyrir fáum árum í einni svipan úr 15 í 23 eða um meira en 50%. Sú breyting ein og sér hefur mér vitanlega ekki skilað betri árangri við stjórn borgarinnar. Höfundur er flugstjóri.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun