Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar 19. nóvember 2025 12:33 Fyrir nokkrum árum þá hitti ég skjólstæðing við störf mín sem sjúkraþjálfari. Við þekkjum öll einhvern honum líkan. Viðkomandi var bifvélavirki og átti þrjú börn á skóla og leikskólaaldri ásamt maka sínum. Þau bjuggu við ágætt fjárhagslegt öryggi og höfðu fáar sérkröfur að mér sýndist, hvað þá um gullhúðaðan borðbúnað eða mánaðarlegar ferðir til erlendra áfangastaða. Vandamál viðkomandi var að hann lenti því miður í því að slasast sem leiddi til þess að hann var með einkenni sem hömluðu honum verulega við vinnu og daglegt líf. Veikindadagarnir í vinnunni voru búnir, hann gat illa mætt til vinnu vegna verkja og samhliða hafði hann tæplega efni á þeirri endurhæfingu sem hann þarfnaðist til að komast aftur til starfa. Vegna heilsubrests var búið að kippa fótum undan jafnvægi og öryggi heimilisins. Þetta var áður en hið opinbera tók ákvörðun um að bæta aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag með því að efla greiðsluþátttöku hins opinbera. Þessi breyting var innleidd snemma árs 2017 og hafði það að markmiði að tryggja að þeir sem væru í mestri þörf hverju sinni þyrftu ekki að greiða háar upphæðir samhliða veikindum og endurhæfingu. Það jákvæða við þetta kerfi er að það virkar. Það hefur leitt til þess að aðgengi að heilbrigðisþjónustu var bætt verulega og þar á meðal að þjónustu sjúkraþjálfara. Því til stuðnings þá voru árið 2016 fyrir innleiðingu greiðsluþátttökukerfisins um 15.500 einstaklingar sem greiddu yfir 70.000 kr. á ári fyrir heildarþjónustu sem fellur undir kerfið og þar af um 800 einstaklingar sem greiddu yfir 200.000 kr. á ári. Eftir innleiðingu nýja kerfisins þá greiddi enginn yfir 71.000 kr. Fjármunir úr einum vasa í annan Við eigum að horfa á samsetningu flókinnar þjónustu með heildstæðum hætti. Ekki freistast til að búa til sparnað á einum stað sem leiðir til kostnaðarauka á öðrum stöðum. Slíkar aðgerðir eru ekki raunverulegur sparnaður heldur tilfærsla fjármuna. Afhverju er mikilvægt að hafa þetta í huga? Jú ef þessi skjólstæðingur og fjölskylda hans hefðu ekki haft aðgengi að nauðsynlegri endurhæfingu/meðferð vegna hás kostnaðar, þá er ólíklegt að viðkomandi hefði getað snúið aftur til vinnu í bráð. Einkenni hefðu að öllum líkindum versnað, sem hefði svo kallað á dýrari, tímafrekari og jafnvel fjölþættari inngrip. Eflaust geta allir heilbrigðisstarfsmenn teiknað upp sinn skjólstæðing þar sem þetta á við. Aðgengi að hagkvæmri þjónustu á að vera forgangsmál. Það er sjaldgæft að einstaklingar sæki sér sér heilbrigðisþjónustu sér til skemmtunar, og að heilbrigðisstarfsfólk veiti þjónustu sem ekki er raunveruleg þörf fyrir. Ráðdeild í rekstri á að vera lykill í þjónustuveitingu hins opinbera, en við slíkar ákvarðanir þarf að tryggja að ekki sé verið að færa fjármuni úr einum vasa í annan með hærri heildarkostnaði að endingu. Endurhæfing kostar, enda er hún fjárfesting. Endurhæfing er hagkvæm þjónusta fyrir samfélagið, þar sem fjárfestingin skilar sér til baka bæði fjárhagslega og einnig þegar við horfum til mikilvægra þátta eins og þátttöku og bættra lífsgæða einstaklinga og almennings. Sterkt aðgengi að endurhæfingu er grunnurinn að því að við getum haldið öðrum hlutum heilbrigðis- og velferðarkerfisins gangandi. Samfélagið hefur ekki efni á að spara á sviði endurhæfingar. Því er gott að velta upp nokkrum spurningum og viðhorfi okkar til þeirra. Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður? Er lækkun á nýgengi örorku kostnaður? Er minnkuð sjúkdómsbyrgði kostnaður? Er sjálfsstæð búseta eldra fólks kostnaður? Eru aukinn útskriftarhraði af sjúkrahúsum kostnaður? Er fækkun endurinnlagna kostnaður? Eru aukin lífsgæði kostnaður? Er aukin samfélagsþátttaka kostnaður? Eru allir þessir þættir kannski fjárfesting, frekar en kostnaður þegar horft er á heildarmyndina? Núverandi kerfi og þjónusta Umræða um fjármögnun heilbrigðis- og velferðarkerfisins getur vissulega verið bæði viðkvæm og flókin, enda málaflokkur þar sem einstaklingar eiga í hlut. Vandamálið með alla þjónustu við einstaklinga er það að hún mun aldrei falla með fullkomnum hætti innan Excel skjals, heldur mun ávallt þurfa að taka mið af þörfum samfélagsins og einstaklinganna sjálfra byggt á sérfræðiþekkingu heilbrigðisstarfsmanna og stefnu stjórnvalda. Vegna flækjustigs og umfangs fjármögnunar hættir okkur til þess að sjá ofsjónum við þessari umræðu. Fulltrúar heilbrigðisfélaganna leggja mikla krafta í að nálgast umræðu um þessi málefni með samfélagslega ábyrgum hætti í samvinnu með hinu opinbera og er það lykilþáttur í að skapa öflugt heilbrigðiskerfi samvinnu, trausts og ábyrgðar. Ef við skoðum sérstaklega notkun á þjónustu sjúkraþjálfara og hvaða áhrif núverandi greiðsluþátttökukerfi hefur haft, þá hefur margt áunnist sem styður við þá samfélagsmynd sem við viljum. Má þar nefna þætti eins og aldurstengda þjónustuþörf. Ef hlutfall einstaklinga sem þurfa umfangsmeiri þjónustu sjúkraþjálfara er skoðað þá má sjá að verulega lítið hlutfall yngri einstaklinga þarf slíka þjónustu á meðan elstu einstaklingarnir sem eru komnir með þyngri sjúkdómsbyrgði þurfa meiri þjónustu. Er þetta einnig beintengt því markmiði að tryggja sjálfsstæða búsetu sem stærstan hluta ævinnar. Hlutfall einstaklinga af mannfjölda sem þurfa umfangsmeiri þjónustu sjúkraþjálfara (2022): Ef við horfum til þessa sama hóps sem þarf umfangsmeiri þjónustu þá voru tæplega 65% þeirra með réttindastöðu annaðhvort sem ellilífeyris- eða örorkulífeyrisþegar. Þar af voru um 25% með örorku. Til samanburðar voru 5,8% karla og 9,9% kvenna með a.m.k. 75% örorku árið 2025 skv. vef stjórnarráðsins. Meðalmeðferðarskiptafjöldi einstaklinga er oft notaður til að meta notkun og eftirspurn eftir þjónustu. Hefur þessi skiptafjöldi lítið breyst eftir innleiðingu greiðsluþátttökukerfisins, en hann náði ákveðnu hámarki í miðjum Covid faraldrinum enda aðgengi að annarri þjónustu verulega takmarkað á þeim tímum. Bendir þetta til þess að almennt sé meðferðarþörf byggð á faglegu mati fremur en aðgangsstýringum sem eru í gildi á hverjum tíma. Vert er að hafa í huga að meðalskiptafjöldi er einnig tengdur réttindastöðu einstaklinga, þar sem öryrkjar og ellilífeyrisþegar þurfa almennt fleiri meðferðarskipti enda oft í meðferð yfir lengra tímabil. Meðalmeðferðarskiptafjöldi almennra (ekki ellilífeyris-, örorkulífeyrisþegar eða börn). Með nýjum samningum um þjónustu sjúkraþjálfara sem voru undirritaðir að vori 2024, þá var lögð rík áhersla á samvinnu og að efla enn frekar gæðastarf í tengslum við þjónustu sjúkraþjálfara sem og annarra stétta sem samið hafa um þjónustu við Sjúkratryggingar. Þær breytingar hafa stutt við þá samfélagslegu ábyrgð sem þjónustan byggir á. Sést þetta meðal annars í því að komu fjöldi milli ára var nánast óbreyttur ef bornir eru saman fyrstu 8 mánuðir 2024 m.v. við sama tímabil 2025. Á sama tíma fjölgaði einstaklingum sem gátu fengið þjónustu um 2,3%, sem bendir til þess að fleiri einstaklingar hafi getað sótt þjónustuna með bættu aðgengi og lægri kostnaði eftir að aukagjöld voru felld út með undirritun samninga. Nýgengi örorku er annar þáttur sem vert er að horfa til þegar við metum jákvæð áhrif af bættu aðgengi almennings að þjónustu. Eftir innleiðingu greiðsluþátttökukerfisins 2017 sem lækkaði verulega kostnað almennings að m.a. þjónustu sjúkraþjálfara, þá lækkaði nýgengi örorku vegna stoðkerfiseinkenna umtalsvert meira heldur en vegna annarra ástæðna, eins og vegna geðrænna vandamála og annarra sjúkdóma. Það að fækka þeim sem þurfa að fara á örorku, eða geta seinkað slíku er mjög dýrmætt fyrir einstaklingana sem þurfa að takast á við slíkar áskoranir og ekki síður fyrir okkur sem samfélag. Vert er að horfa til slíkra áhrifa einnig með aðra heilbrigðisþjónustu. Er þetta einungis örlítil innsýn í nokkra þætti um jákvætt og öflugt fyrirkomulag þjónustuveitingar með sterku aðgengi óháð efnahag. Það er alltaf hægt að gera betur og á það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra. Þess ber að geta að endurhæfing er veitt á fjölmörgum stöðum og á ólíkum stigum innan heilbrigðiskerfisins t.a.m. á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, endurhæfingarstofnunum og í sértækum úrræðum til viðbótar við þá þjónustu sem veitt er á stofum um land allt. Fjárfesting í endurhæfingu á öllum stigum er lykillinn að bættri heilsu, atvinnuþátttöku og sjálfstæðri búsetu. Eina leiðin til að við getum fjármagnað heilbrigðiskerfi framtíðarinnar er að við fjárfestum enn frekar í grunnstoðum endurhæfingar og forvarna og að slíkar stoðir séu byggðar á sterkum þekkingargrunni endurhæfingarstétta líkt og sjúkraþjálfara. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Már Briem Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum þá hitti ég skjólstæðing við störf mín sem sjúkraþjálfari. Við þekkjum öll einhvern honum líkan. Viðkomandi var bifvélavirki og átti þrjú börn á skóla og leikskólaaldri ásamt maka sínum. Þau bjuggu við ágætt fjárhagslegt öryggi og höfðu fáar sérkröfur að mér sýndist, hvað þá um gullhúðaðan borðbúnað eða mánaðarlegar ferðir til erlendra áfangastaða. Vandamál viðkomandi var að hann lenti því miður í því að slasast sem leiddi til þess að hann var með einkenni sem hömluðu honum verulega við vinnu og daglegt líf. Veikindadagarnir í vinnunni voru búnir, hann gat illa mætt til vinnu vegna verkja og samhliða hafði hann tæplega efni á þeirri endurhæfingu sem hann þarfnaðist til að komast aftur til starfa. Vegna heilsubrests var búið að kippa fótum undan jafnvægi og öryggi heimilisins. Þetta var áður en hið opinbera tók ákvörðun um að bæta aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag með því að efla greiðsluþátttöku hins opinbera. Þessi breyting var innleidd snemma árs 2017 og hafði það að markmiði að tryggja að þeir sem væru í mestri þörf hverju sinni þyrftu ekki að greiða háar upphæðir samhliða veikindum og endurhæfingu. Það jákvæða við þetta kerfi er að það virkar. Það hefur leitt til þess að aðgengi að heilbrigðisþjónustu var bætt verulega og þar á meðal að þjónustu sjúkraþjálfara. Því til stuðnings þá voru árið 2016 fyrir innleiðingu greiðsluþátttökukerfisins um 15.500 einstaklingar sem greiddu yfir 70.000 kr. á ári fyrir heildarþjónustu sem fellur undir kerfið og þar af um 800 einstaklingar sem greiddu yfir 200.000 kr. á ári. Eftir innleiðingu nýja kerfisins þá greiddi enginn yfir 71.000 kr. Fjármunir úr einum vasa í annan Við eigum að horfa á samsetningu flókinnar þjónustu með heildstæðum hætti. Ekki freistast til að búa til sparnað á einum stað sem leiðir til kostnaðarauka á öðrum stöðum. Slíkar aðgerðir eru ekki raunverulegur sparnaður heldur tilfærsla fjármuna. Afhverju er mikilvægt að hafa þetta í huga? Jú ef þessi skjólstæðingur og fjölskylda hans hefðu ekki haft aðgengi að nauðsynlegri endurhæfingu/meðferð vegna hás kostnaðar, þá er ólíklegt að viðkomandi hefði getað snúið aftur til vinnu í bráð. Einkenni hefðu að öllum líkindum versnað, sem hefði svo kallað á dýrari, tímafrekari og jafnvel fjölþættari inngrip. Eflaust geta allir heilbrigðisstarfsmenn teiknað upp sinn skjólstæðing þar sem þetta á við. Aðgengi að hagkvæmri þjónustu á að vera forgangsmál. Það er sjaldgæft að einstaklingar sæki sér sér heilbrigðisþjónustu sér til skemmtunar, og að heilbrigðisstarfsfólk veiti þjónustu sem ekki er raunveruleg þörf fyrir. Ráðdeild í rekstri á að vera lykill í þjónustuveitingu hins opinbera, en við slíkar ákvarðanir þarf að tryggja að ekki sé verið að færa fjármuni úr einum vasa í annan með hærri heildarkostnaði að endingu. Endurhæfing kostar, enda er hún fjárfesting. Endurhæfing er hagkvæm þjónusta fyrir samfélagið, þar sem fjárfestingin skilar sér til baka bæði fjárhagslega og einnig þegar við horfum til mikilvægra þátta eins og þátttöku og bættra lífsgæða einstaklinga og almennings. Sterkt aðgengi að endurhæfingu er grunnurinn að því að við getum haldið öðrum hlutum heilbrigðis- og velferðarkerfisins gangandi. Samfélagið hefur ekki efni á að spara á sviði endurhæfingar. Því er gott að velta upp nokkrum spurningum og viðhorfi okkar til þeirra. Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður? Er lækkun á nýgengi örorku kostnaður? Er minnkuð sjúkdómsbyrgði kostnaður? Er sjálfsstæð búseta eldra fólks kostnaður? Eru aukinn útskriftarhraði af sjúkrahúsum kostnaður? Er fækkun endurinnlagna kostnaður? Eru aukin lífsgæði kostnaður? Er aukin samfélagsþátttaka kostnaður? Eru allir þessir þættir kannski fjárfesting, frekar en kostnaður þegar horft er á heildarmyndina? Núverandi kerfi og þjónusta Umræða um fjármögnun heilbrigðis- og velferðarkerfisins getur vissulega verið bæði viðkvæm og flókin, enda málaflokkur þar sem einstaklingar eiga í hlut. Vandamálið með alla þjónustu við einstaklinga er það að hún mun aldrei falla með fullkomnum hætti innan Excel skjals, heldur mun ávallt þurfa að taka mið af þörfum samfélagsins og einstaklinganna sjálfra byggt á sérfræðiþekkingu heilbrigðisstarfsmanna og stefnu stjórnvalda. Vegna flækjustigs og umfangs fjármögnunar hættir okkur til þess að sjá ofsjónum við þessari umræðu. Fulltrúar heilbrigðisfélaganna leggja mikla krafta í að nálgast umræðu um þessi málefni með samfélagslega ábyrgum hætti í samvinnu með hinu opinbera og er það lykilþáttur í að skapa öflugt heilbrigðiskerfi samvinnu, trausts og ábyrgðar. Ef við skoðum sérstaklega notkun á þjónustu sjúkraþjálfara og hvaða áhrif núverandi greiðsluþátttökukerfi hefur haft, þá hefur margt áunnist sem styður við þá samfélagsmynd sem við viljum. Má þar nefna þætti eins og aldurstengda þjónustuþörf. Ef hlutfall einstaklinga sem þurfa umfangsmeiri þjónustu sjúkraþjálfara er skoðað þá má sjá að verulega lítið hlutfall yngri einstaklinga þarf slíka þjónustu á meðan elstu einstaklingarnir sem eru komnir með þyngri sjúkdómsbyrgði þurfa meiri þjónustu. Er þetta einnig beintengt því markmiði að tryggja sjálfsstæða búsetu sem stærstan hluta ævinnar. Hlutfall einstaklinga af mannfjölda sem þurfa umfangsmeiri þjónustu sjúkraþjálfara (2022): Ef við horfum til þessa sama hóps sem þarf umfangsmeiri þjónustu þá voru tæplega 65% þeirra með réttindastöðu annaðhvort sem ellilífeyris- eða örorkulífeyrisþegar. Þar af voru um 25% með örorku. Til samanburðar voru 5,8% karla og 9,9% kvenna með a.m.k. 75% örorku árið 2025 skv. vef stjórnarráðsins. Meðalmeðferðarskiptafjöldi einstaklinga er oft notaður til að meta notkun og eftirspurn eftir þjónustu. Hefur þessi skiptafjöldi lítið breyst eftir innleiðingu greiðsluþátttökukerfisins, en hann náði ákveðnu hámarki í miðjum Covid faraldrinum enda aðgengi að annarri þjónustu verulega takmarkað á þeim tímum. Bendir þetta til þess að almennt sé meðferðarþörf byggð á faglegu mati fremur en aðgangsstýringum sem eru í gildi á hverjum tíma. Vert er að hafa í huga að meðalskiptafjöldi er einnig tengdur réttindastöðu einstaklinga, þar sem öryrkjar og ellilífeyrisþegar þurfa almennt fleiri meðferðarskipti enda oft í meðferð yfir lengra tímabil. Meðalmeðferðarskiptafjöldi almennra (ekki ellilífeyris-, örorkulífeyrisþegar eða börn). Með nýjum samningum um þjónustu sjúkraþjálfara sem voru undirritaðir að vori 2024, þá var lögð rík áhersla á samvinnu og að efla enn frekar gæðastarf í tengslum við þjónustu sjúkraþjálfara sem og annarra stétta sem samið hafa um þjónustu við Sjúkratryggingar. Þær breytingar hafa stutt við þá samfélagslegu ábyrgð sem þjónustan byggir á. Sést þetta meðal annars í því að komu fjöldi milli ára var nánast óbreyttur ef bornir eru saman fyrstu 8 mánuðir 2024 m.v. við sama tímabil 2025. Á sama tíma fjölgaði einstaklingum sem gátu fengið þjónustu um 2,3%, sem bendir til þess að fleiri einstaklingar hafi getað sótt þjónustuna með bættu aðgengi og lægri kostnaði eftir að aukagjöld voru felld út með undirritun samninga. Nýgengi örorku er annar þáttur sem vert er að horfa til þegar við metum jákvæð áhrif af bættu aðgengi almennings að þjónustu. Eftir innleiðingu greiðsluþátttökukerfisins 2017 sem lækkaði verulega kostnað almennings að m.a. þjónustu sjúkraþjálfara, þá lækkaði nýgengi örorku vegna stoðkerfiseinkenna umtalsvert meira heldur en vegna annarra ástæðna, eins og vegna geðrænna vandamála og annarra sjúkdóma. Það að fækka þeim sem þurfa að fara á örorku, eða geta seinkað slíku er mjög dýrmætt fyrir einstaklingana sem þurfa að takast á við slíkar áskoranir og ekki síður fyrir okkur sem samfélag. Vert er að horfa til slíkra áhrifa einnig með aðra heilbrigðisþjónustu. Er þetta einungis örlítil innsýn í nokkra þætti um jákvætt og öflugt fyrirkomulag þjónustuveitingar með sterku aðgengi óháð efnahag. Það er alltaf hægt að gera betur og á það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra. Þess ber að geta að endurhæfing er veitt á fjölmörgum stöðum og á ólíkum stigum innan heilbrigðiskerfisins t.a.m. á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, endurhæfingarstofnunum og í sértækum úrræðum til viðbótar við þá þjónustu sem veitt er á stofum um land allt. Fjárfesting í endurhæfingu á öllum stigum er lykillinn að bættri heilsu, atvinnuþátttöku og sjálfstæðri búsetu. Eina leiðin til að við getum fjármagnað heilbrigðiskerfi framtíðarinnar er að við fjárfestum enn frekar í grunnstoðum endurhæfingar og forvarna og að slíkar stoðir séu byggðar á sterkum þekkingargrunni endurhæfingarstétta líkt og sjúkraþjálfara. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun