Viðskipti innlent

Indó ríður á vaðið

Árni Sæberg skrifar
Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Indó.
Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Indó. Vísir/Vilhelm

Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að vextir á debetreikningum, sparibaukum, yfirdrætti og færslusplitti lækki um sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,25 prósentustig.

IVextir ndó eftir breytingar verði því:

  • Á debetreikningum: 1,00%
  • Á sparibaukum: 6,10% (árlegir 6,27%)
  • Á yfirdrætti í virkri endurgreiðslu: 12,00%
  • Á yfirdrætti án virkrar endurgreiðslu: 14,00%
  • Á færslusplitti: 14,00%
  • Á fyrirframgreiddum launum: 0%

Vaxtalækkun Indó endurspegli því alfarið vaxtalækkun Seðlabankans í dag. Vaxtalækkun á debetreikningum taki gildi frá og með 19. janúar í samræmi við ákvæði laga. Aðrar breytingar taki gildi í dag, þann 19. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×