Lífið samstarf

Til­brigði við sann­leika

Lestrarklefinn
Staðreyndirnar er þriðja skáldsaga Hauks Más Helgasonar. Lestrarklefinn tók bókina fyrir.
Staðreyndirnar er þriðja skáldsaga Hauks Más Helgasonar. Lestrarklefinn tók bókina fyrir.

Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Sjöfn Asare hefur þetta að segja um bókina.

Staðreyndirnar er þriðja skáldsaga Hauks Más Helgasonar, sem er menntaður heimspekingur og hefur sent frá sér ljóð og fræðigreinar auk skáldsagna. Sögulega skáldsaga hans Tukthúsið hlaut mikið lof þegar hún kom úr árið 2022 og nú fylgir hann henni eftir með skáldaðri sögu sem þó er byggð á raunverulegum atburðum, eða því sem næst er komist að séu raunverulegir atburðir. Eða hvað?

Sjöfn Asare fjallar um bókina í Lestrarklefanum.

Eftirköst slaufunar

Lesandinn fylgir eftir embættismanninum Steini sem er á svolitlum krossgötum í lífinu. Hann skandalíseraði í fyrra starfi, lenti í sambandsslitum og svolítilli slaufun. En flokkurinn sem hann er meðlimur í er honum auðvitað hliðhollur og kann að meta menn eins og Stein. Menn sem fylgja flokkslínunni og vita hvar kröftum þeirra er best varið. Og í þakkarskyni fyrir vel unnin verk, og auðvitað fyrir að taka allan skellinn fyrir skandalinn, fær hann nú annað tækifæri. Nýja vinnu. Nýtt upphaf. Í nýju ráðuneyti.

Ráðuneyti sannleikans

Til stendur að stofna nýtt ráðuneyti og helsta verkefni þess er að skrá staðreyndirnar. Hvaða staðreyndir? Jú, allar. Á tímum falsfrétta og óreiðu í upplýsingaflæði hefur ríkisstjórnin ákveðið að byggja upp vél sem kann allar staðreyndir og hægt er að spyrja þegar deilumál koma upp. Þessi sannleiksvél hljómar fjarstæðukennd á sama tíma og hún hljómar eins og eitthvað sem ríkisstjórnum heimsins gæti dottið í hug að nýta sér. Steinn er settur í yfirumsjón þróunarinnar ásamt gömlum anarkista sem þarf nú að fá salt í grautinn, og ferlið hoppar í gang.

Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.