Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 15:48 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum. Fyrr í vikunni deildi Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, áhyggjum sínum yfir því að loka þyrfti úrræðinu fengju þau ekki samning við yfirvöld um stuðning til næstu þriggja ára. Í óundirbúnum fyrirspurnum vakti Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á stöðu mála í tilefni þess að alþjóðadagur barna er í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fundaði í gær með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ölmu Möller heilbrigðisráðherra. Þar sem að Bergið býður upp á stuðning fyrir ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára varðar starfsemin öll þrjú ráðuneytin. „Við vorum að ganga frá samningum í gær og ég get alveg glatt hæstvirtan þingmann með því að við erum og munum sjá til þess að þetta frábæra starf sem þar er unnið haldi áfram,“ segir hann í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég segi að við eigum einmitt að sjá til þess að svona félög geti unnið sína vinnu vegna þess að forvarnarstarf þeirra er alveg til fyrirmyndar. Við vitum ekki hversu mikið þau hafa lagt á sig en þau eru að koma í veg fyrir það að börnin okkar lendi í þessum erfiðustu málum.“ Guðmundur Ingi sagði ekki hvað fælist í samningnum. Var ekki viðstödd fundina Í samtali við fréttastofu segist Eva Rós ekki hafa verið viðstödd fundinn. Hún hefur ekki fengið að heyra hvað felst í samningnum. Hún segir það samt sem áður jákvæðar fréttir að samtal sé farið af stað innan ráðuneytanna. „Samtalið er farið af stað, það er það sem við vildum. Það er verið að ganga frá þessu,“ segir hún. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar voru tilbúnir með þriggja ára samning upp en ekki náðist að undirrita samninginn áður en ríkisstjórnin féll. Í staðinn fékk Bergið fimmtíu milljóna króna styrk í byrjun árs og svo tuttugu milljónir í ágúst. Eva Rós segir að reksturinn fyrir árið 2025 komi til með að kosta um 140 milljónir króna. Því sé mikilvægt að fá aukinn fjárstyrk til að hægt sé að stækka starfsemina. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Fyrr í vikunni deildi Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, áhyggjum sínum yfir því að loka þyrfti úrræðinu fengju þau ekki samning við yfirvöld um stuðning til næstu þriggja ára. Í óundirbúnum fyrirspurnum vakti Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á stöðu mála í tilefni þess að alþjóðadagur barna er í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fundaði í gær með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ölmu Möller heilbrigðisráðherra. Þar sem að Bergið býður upp á stuðning fyrir ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára varðar starfsemin öll þrjú ráðuneytin. „Við vorum að ganga frá samningum í gær og ég get alveg glatt hæstvirtan þingmann með því að við erum og munum sjá til þess að þetta frábæra starf sem þar er unnið haldi áfram,“ segir hann í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég segi að við eigum einmitt að sjá til þess að svona félög geti unnið sína vinnu vegna þess að forvarnarstarf þeirra er alveg til fyrirmyndar. Við vitum ekki hversu mikið þau hafa lagt á sig en þau eru að koma í veg fyrir það að börnin okkar lendi í þessum erfiðustu málum.“ Guðmundur Ingi sagði ekki hvað fælist í samningnum. Var ekki viðstödd fundina Í samtali við fréttastofu segist Eva Rós ekki hafa verið viðstödd fundinn. Hún hefur ekki fengið að heyra hvað felst í samningnum. Hún segir það samt sem áður jákvæðar fréttir að samtal sé farið af stað innan ráðuneytanna. „Samtalið er farið af stað, það er það sem við vildum. Það er verið að ganga frá þessu,“ segir hún. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar voru tilbúnir með þriggja ára samning upp en ekki náðist að undirrita samninginn áður en ríkisstjórnin féll. Í staðinn fékk Bergið fimmtíu milljóna króna styrk í byrjun árs og svo tuttugu milljónir í ágúst. Eva Rós segir að reksturinn fyrir árið 2025 komi til með að kosta um 140 milljónir króna. Því sé mikilvægt að fá aukinn fjárstyrk til að hægt sé að stækka starfsemina. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira