Vonlaust í víkinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. nóvember 2025 07:00 Örn Árnason og Margrét Ákadóttir leika hjónin Björn og Áslaugu sem fá óvæntan vágest uppi í bústað sinn á Hornströndum. Ekki tekst að vekja nægilega spennu eða samúð hjá áhorfendum í spennutryllinum Víkinni, nýjustu kvikmynd Braga Þórs Hinrikssonar. Sagan er þunn, endurtekningasöm og stendur ekki undir lengd myndarinnar. Leikarar fá úr litlu að moða og það sem á að vera hræðilegt verður hálf kjánalegt. Bragi Þór er ekki aðeins leikstjóri Víkurinnar heldur einnig handritshöfundur, framleiðandi og klippari. Á tuttugu ára ferli hefur Bragi gert fjölda mynda, þó aðallega barna- og grínmyndir, þar á meðal fjórar myndir um Algjöran Sveppa, grínmyndina Harry & Heimir: Morð eru til alls fyrst (2014), Víti í Vestmannaeyjum (2018) og Birtu (2021). Leikhópurinn er í smærri kantinum; Örn Árnason, Margrét Ákadóttir og Leifur Sigurðarson skipa aðalhlutverkin þrjú meðan Ellert Ingimundarson er í aukahlutverki. Hjónin Björn (Örn) og Áslaug (Margrét) fljúga vestur á Hornstrandir í afskekktan bústað sinn. Hjónin eru svo gott sem ein í víkinni ef frá er talinn Gunnar (Ellert) sem býr á hinum enda hennar og stöku ferðamenn sem ganga þangað. Eitt kvöldið bankar einn slíkur upp á, Bandaríkjamaðurinn Jack (Leifur) sem færir óvæntar fréttir. Myndin var tekin upp að mestu á Fljótavík í Hornströndum en einnig lítillega á Suðurlandi. Tökur voru kláraðar á tæpri viku en flýta þurfti heimför vegna stormviðvörunar svo tökuliðið var í keppni við tímann. Sumarbústaðartryllir og óboðlegur skjár Fyrir áhorfið hafði maður fengið ágætis hugmynd um innihald Víkurinnar. Haglabyssan á plakati myndarinnar er greinileg vísun í plakat öræfatryllisins Deliverance (1973) sem fjallar um kanóferðalag fjögurra manna niður Cahulawassee-á sem breytist í baráttu upp á líf og dauða við íbúa svæðisins og grimma náttúruna. Plakat Víkurinnar er greinilega vísun í Deliverance. Stikla Víkurinnar minnti mig síðan á tvo aðra sálfræðitrylla. Annars vegar Funny Games (1997) eftir Michael Haneke þar sem tveir hvítklæddir ungir menn hrella austurríska fjölskyldu í sumarbústaðarfríi og hins vegar The Strangers (2008) þar sem par í bústað er áreitt af þremur ókunnugum manneskjum. Ég var því reiðubúinn fyrir íslenskan sumarbústaðartrylli en stillti sömuleiðis væntingum í hóf við að sjá greinileg fjárhagsleg takmörk myndarinnar. Tveir frægir innbrotstryllar sem gerast í sumarbústað. Síðastliðinn mánudag dró ég vin minn, hagfræðing sem elskar íslenskt efni, með mér í hið dauðadæmda bíóhús í Álfabakka sem stendur til að loka á nýju ári eftir 43 ára starfsemi. Það var eitthvað táknrænt við það að skjárinn í litlum bíósalnum var óboðlegur áhorfs vegna skemmda. Sirka níu dauðir bláir blettir, sem minntu helst á Karlsvagninn, dreifðu sér um hann allan og fylgdu áhorfendum gegnum myndina. „Ekki skrítið að Álfabakki sé að fara á hausinn,“ hugsaði ég með mér. Samt sættu sex sálir sig við þennan aðbúnað, þar með talið við vinirnir tveir. Aftur að myndinni sjálfri, hér á eftir verður komið inn á veigamikil atriði í söguþræði Víkurinnar þannig þeir sem vilja ekki láta spilla fyrir sér ættu að hoppa beint í niðurstöðurnar. Kómískt upphaf, kvartsár kona og refaklór Myndin hefst á flottu atriði úr lofti þar sem áhorfendur horfa út um glugga lítillar rellu sem Björn flýgur inn í víkina á Hornströndum. Þau hjónin ætla að reyna að njóta kyrrðarinnar í afskekktum bústaðnum en fríið fer brösuglega af stað. Flugvélin setur ágætis tón í byrjun. Björn lendir flugvélinni of harkalega þannig annað dekkið skaddast, vínflöskur þeirra hjóna brotna við höggið, refur klórar Áslaugu í framan, Björn sker á sér fingurinn á vélsög og þau ná hvorki net- né símasambandi. Þessar senur eru forboði um martraðardvöl hjónanna í bústaðnum og eiga að auka á óþægindatilfinningu áhorfenda og einangrunina. Á sama tíma eru senurnar frekar kómískar þó ekki sé ljóst hvort það sé með vilja gert. Þegar Björn sker á sér fingurinn er það sýnt hægt með undarlegri raftónlist undir og gervilegt blóðið skvettist eins og síróp á viðinn. Refurinn sem stekkur á Áslaugu og klórar hana virkar ansi gervilegur áður en klippt er á alvöru ref. Björn og Áslaug virðast ekki sérlega hamingjusöm. Ég hafði samt gaman af þessum atriðum og velti fyrir mér hvort myndin stefndi í átt að kómískri hrollvekju. Ódýr framleiðslan og furðulegar aðstæðurnar hefðu virkað vel til að ýta undir það. Bragi Þór hefur reynslu af léttari sögum þar sem ódýr framleiðslan virkar sem hluti af heildarmyndinni. Eftir því sem leið á var þó ljóst að tónninn átti að vera alvarlegur sem er helst komið til skila með drungalegri tónlistinni. Áhorfendur fá takmarkaðar upplýsingar um þau hjón í byrjun, Áslaug hefur verið hjá lækni og Björn stendur í einhverju lóðabraski, og innsýn inn í hjónabandið. Áslaug kvartar og kveinar yfir aðgerðarleysi eiginmannsins í ýmsum málum og hann eyðir stöðugt tali hennar – sígilt hrollvekjuminni. Hinum íbúa víkurinnar, Gunnar, bregður aðeins stuttlega fyrir þegar Björn slasar sig. Áhorfendur fá síðan að vita að hann er á leið til Ísafjarðar á sinni rellu og mun því skilja hjónin ein eftir í víkinni. Endurtekið efni, einangrun rofin og óskýr ógn Fyrsta kvöldið birtist bandaríski ferðamaðurinn Jack á palli hjónanna og segist týndur. Þau bjóða honum inn og hann ljóstrar þá upp um hina raunverulegu ástæðu fyrir veru sinni á Hornströndum: Hann telur Björn vera föður sinn og vill að hann gangist undir DNA-próf. Björn segir Kananum að snauta en í staðinn tekur Jack þau í gíslingu. Næsta klukkutímann fylgjast áhorfendur með endurteknum tilraunum þeirra hjóna til að losna úr haldi Jacks. Myndin verður fyrir vikið mjög endurtekningasöm, aftur og aftur reyna þau hjón að flýja úr bústaðnum eða grípa til vopna án árangurs. Senurnar eru keimlíkar og þeim fylgja engar raunverulegar vendingar, afleiðingar eða breytingar á stöðu mála. Spennutryllar þar sem fólk er tekið í gíslingu eru nokkuð takmarkaðir. Fórnarlömbin mega hvorki sleppa of snemma né deyja strax. Til að halda spennunni verður að ögra dýnamíkinni, í Funny Games ganga illmennin tvö til dæmis sífellt lengra. Áslaug er illa leikin eftir Jack. Milli flóttatilrauna fá áhorfendur skot af umhverfinu í kringum bústaðinn. Svarti refurinn birtist sem endurtekið minni og virðist hafa táknræna merkingu sem er þó óljós. Náttúruskot eru síðan notuð til að ítreka einangrun víðáttunnar. Einangrunartilfinningin verður aldrei sérlega sterk því auk Jack ramba tveir ferðamenn á bústaðinn. Bragi brýtur aðeins upp á endurtekninguna í bústaðnum með því að láta Áslaugu flýja niður í fjöru til að ná símasambandi. Hún hringir í Gunnar sem svarar ekki og er staddur á Ísafirði að borða hamborgara. Sú skipting er ansi fyndin og seinna fáum við aðra sniðuga klippingu þar sem klippt er úr hræðilegri gíslingunni yfir í afslappað hangs Gunnars í heitapotti. Bragi nýtir þar reynslu sína úr gríninu til að skapa andstæður. Refurinn skýtur aftur og aftur upp kollinum. Einn vinur minn (þó ekki hagfræðingurinn) sagði eitt sinn að það þyrfti að banna kvikmyndatónlist í svona tíu ár. Hugmyndin er fjarstæðukennd en ástæðan ekki svo galin. Kvikmyndatónlist verður sífellt meiri hækja fyrir kvikmyndagerðamrenn sem ofnota hana til að kalla fram tilfinningar frekar en að treysta á hið sjónræna. Tónlist Víkurinnar er samin af Helga Svavari Helgason og er gott dæmi um þetta vantraust á áhorfandanum. Tónlistin er prýðileg og á köflum áhrifamikil en myndinni er hins vegar drekkt í henni. Áhorfendur fá ekki að verða hræddir sjálfir heldur er stöðugt spiluð drungaleg tónlist til að segja þeim að vera það. Krukkuruglaður Kani og leiðinleg hjón Stór ástæða fyrir því hvað spenna myndarinnar er kraftlítil er hvað ógnin er illa skilgreind. Áhorfendur fá aldrei almennilega að vita hvað Jack hefur í hyggju, hvert hann stefnir eða hvað hann er tilbúinn að gera.. Því er vissulega komið til skila að hann sé krukkuruglaður, skipti ört skapi og vilji kynnast föður sínum. Feðgasambandið er bara svo lítið kannað, öll samtöl þeirra rista grunnt og hafa lítil áhrif á dýnamíkina. Leifur á nýsjálenska móður. Leifur Sigurðarson er samt nokkuð sannfærandi í hlutverki Jacks, hefur ágætis illmennaáru og er sjálfur hálfur Nýsjálendingur þannig hann hefur fullkomin tök á enskunni. Hin tvö eiga í mun meira brasi með hana. Örn Árnason hefur sérhæft sig í gamanleik mestan part ferilsins og því á nýjum slóðum. Mér fannst hann tjá ótta ágætlega en eiga erfiðara með reiði. Ekki hjálpar að hann þurfi að tala meirihluta myndarinnar á ensku. Örn Árnason sýnir á sér alvarlegri hlið. Margrét fannst mér í mesta brasinu en Áslaug er líka erfiður karakter. Stöðugt að tuða í Birni og síðan sífellt að ögra Jack þegar hann heldur þeim föngnum. Bjánalegri hegðun hennar er aldrei refsað fyllilega sem hefði verið príma leið til að skapa spennu og ógn. Þegar myndin nær hápunkti leysist hratt úr flækjunni og ýmsum upplýsingum dembt á áhorfendur. Ég ætla ekki að spilla endinum en í honum felst ákveðin vending sem er svo illa undirbyggð að hún missir algjörlega marks. Í ofanálag líður manni eins og nokkrar lykilsenur hafi vantað í byrjun því áhorfendur skilja ekki fyllilega hvað gerist í lokin. Við hagfræðingurinn urðum allavega fyrir vænum vonbrigðum. Niðurstaða Áhorfendur sem vilja góðan spennutrylli um fólk hneppt í gíslingu ættu að skella sér á Bugonia eftir Yorgos Lanthimos því Víkin virkar ekki alveg nógu vel sem slíkur. Endurtekningasemi, þunn saga og ofnotkun kvikmyndatónlistar gera að verkum að það fjarar hratt undan spennandi hugmynd. Þó er gaman að kómískum og kjánalegum senum sem dúkka upp í drunganum. Leifur er ágætt illmenni, Örn Árna er skítsæmilegur í nýju og alvarlegu hlutverki og Margrét Ákadóttir er síst, enda með allraversta karakterinn. Kvikmyndataka Björns Ófeigsson er heilt yfir nokkuð góð og leyfir hann raunverulegri stjörnu myndarinnar að skína: stórbrotinni náttúrunni á Hornströndum. Gagnrýni Magnúsar Jochums Hornstrandir Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Reykjavík Fusion er fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi. Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður. 11. nóvember 2025 07:01 Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. 28. október 2025 07:03 Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Skáldsagan Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út 2020 og hefur í raun verið í brennidepli síðan þá því jörð hefur vart hætt að skjálfa eða upp úr henni að gjósa á Reykjanesi. 19. september 2025 07:01 Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. 17. janúar 2025 07:30 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Bragi Þór er ekki aðeins leikstjóri Víkurinnar heldur einnig handritshöfundur, framleiðandi og klippari. Á tuttugu ára ferli hefur Bragi gert fjölda mynda, þó aðallega barna- og grínmyndir, þar á meðal fjórar myndir um Algjöran Sveppa, grínmyndina Harry & Heimir: Morð eru til alls fyrst (2014), Víti í Vestmannaeyjum (2018) og Birtu (2021). Leikhópurinn er í smærri kantinum; Örn Árnason, Margrét Ákadóttir og Leifur Sigurðarson skipa aðalhlutverkin þrjú meðan Ellert Ingimundarson er í aukahlutverki. Hjónin Björn (Örn) og Áslaug (Margrét) fljúga vestur á Hornstrandir í afskekktan bústað sinn. Hjónin eru svo gott sem ein í víkinni ef frá er talinn Gunnar (Ellert) sem býr á hinum enda hennar og stöku ferðamenn sem ganga þangað. Eitt kvöldið bankar einn slíkur upp á, Bandaríkjamaðurinn Jack (Leifur) sem færir óvæntar fréttir. Myndin var tekin upp að mestu á Fljótavík í Hornströndum en einnig lítillega á Suðurlandi. Tökur voru kláraðar á tæpri viku en flýta þurfti heimför vegna stormviðvörunar svo tökuliðið var í keppni við tímann. Sumarbústaðartryllir og óboðlegur skjár Fyrir áhorfið hafði maður fengið ágætis hugmynd um innihald Víkurinnar. Haglabyssan á plakati myndarinnar er greinileg vísun í plakat öræfatryllisins Deliverance (1973) sem fjallar um kanóferðalag fjögurra manna niður Cahulawassee-á sem breytist í baráttu upp á líf og dauða við íbúa svæðisins og grimma náttúruna. Plakat Víkurinnar er greinilega vísun í Deliverance. Stikla Víkurinnar minnti mig síðan á tvo aðra sálfræðitrylla. Annars vegar Funny Games (1997) eftir Michael Haneke þar sem tveir hvítklæddir ungir menn hrella austurríska fjölskyldu í sumarbústaðarfríi og hins vegar The Strangers (2008) þar sem par í bústað er áreitt af þremur ókunnugum manneskjum. Ég var því reiðubúinn fyrir íslenskan sumarbústaðartrylli en stillti sömuleiðis væntingum í hóf við að sjá greinileg fjárhagsleg takmörk myndarinnar. Tveir frægir innbrotstryllar sem gerast í sumarbústað. Síðastliðinn mánudag dró ég vin minn, hagfræðing sem elskar íslenskt efni, með mér í hið dauðadæmda bíóhús í Álfabakka sem stendur til að loka á nýju ári eftir 43 ára starfsemi. Það var eitthvað táknrænt við það að skjárinn í litlum bíósalnum var óboðlegur áhorfs vegna skemmda. Sirka níu dauðir bláir blettir, sem minntu helst á Karlsvagninn, dreifðu sér um hann allan og fylgdu áhorfendum gegnum myndina. „Ekki skrítið að Álfabakki sé að fara á hausinn,“ hugsaði ég með mér. Samt sættu sex sálir sig við þennan aðbúnað, þar með talið við vinirnir tveir. Aftur að myndinni sjálfri, hér á eftir verður komið inn á veigamikil atriði í söguþræði Víkurinnar þannig þeir sem vilja ekki láta spilla fyrir sér ættu að hoppa beint í niðurstöðurnar. Kómískt upphaf, kvartsár kona og refaklór Myndin hefst á flottu atriði úr lofti þar sem áhorfendur horfa út um glugga lítillar rellu sem Björn flýgur inn í víkina á Hornströndum. Þau hjónin ætla að reyna að njóta kyrrðarinnar í afskekktum bústaðnum en fríið fer brösuglega af stað. Flugvélin setur ágætis tón í byrjun. Björn lendir flugvélinni of harkalega þannig annað dekkið skaddast, vínflöskur þeirra hjóna brotna við höggið, refur klórar Áslaugu í framan, Björn sker á sér fingurinn á vélsög og þau ná hvorki net- né símasambandi. Þessar senur eru forboði um martraðardvöl hjónanna í bústaðnum og eiga að auka á óþægindatilfinningu áhorfenda og einangrunina. Á sama tíma eru senurnar frekar kómískar þó ekki sé ljóst hvort það sé með vilja gert. Þegar Björn sker á sér fingurinn er það sýnt hægt með undarlegri raftónlist undir og gervilegt blóðið skvettist eins og síróp á viðinn. Refurinn sem stekkur á Áslaugu og klórar hana virkar ansi gervilegur áður en klippt er á alvöru ref. Björn og Áslaug virðast ekki sérlega hamingjusöm. Ég hafði samt gaman af þessum atriðum og velti fyrir mér hvort myndin stefndi í átt að kómískri hrollvekju. Ódýr framleiðslan og furðulegar aðstæðurnar hefðu virkað vel til að ýta undir það. Bragi Þór hefur reynslu af léttari sögum þar sem ódýr framleiðslan virkar sem hluti af heildarmyndinni. Eftir því sem leið á var þó ljóst að tónninn átti að vera alvarlegur sem er helst komið til skila með drungalegri tónlistinni. Áhorfendur fá takmarkaðar upplýsingar um þau hjón í byrjun, Áslaug hefur verið hjá lækni og Björn stendur í einhverju lóðabraski, og innsýn inn í hjónabandið. Áslaug kvartar og kveinar yfir aðgerðarleysi eiginmannsins í ýmsum málum og hann eyðir stöðugt tali hennar – sígilt hrollvekjuminni. Hinum íbúa víkurinnar, Gunnar, bregður aðeins stuttlega fyrir þegar Björn slasar sig. Áhorfendur fá síðan að vita að hann er á leið til Ísafjarðar á sinni rellu og mun því skilja hjónin ein eftir í víkinni. Endurtekið efni, einangrun rofin og óskýr ógn Fyrsta kvöldið birtist bandaríski ferðamaðurinn Jack á palli hjónanna og segist týndur. Þau bjóða honum inn og hann ljóstrar þá upp um hina raunverulegu ástæðu fyrir veru sinni á Hornströndum: Hann telur Björn vera föður sinn og vill að hann gangist undir DNA-próf. Björn segir Kananum að snauta en í staðinn tekur Jack þau í gíslingu. Næsta klukkutímann fylgjast áhorfendur með endurteknum tilraunum þeirra hjóna til að losna úr haldi Jacks. Myndin verður fyrir vikið mjög endurtekningasöm, aftur og aftur reyna þau hjón að flýja úr bústaðnum eða grípa til vopna án árangurs. Senurnar eru keimlíkar og þeim fylgja engar raunverulegar vendingar, afleiðingar eða breytingar á stöðu mála. Spennutryllar þar sem fólk er tekið í gíslingu eru nokkuð takmarkaðir. Fórnarlömbin mega hvorki sleppa of snemma né deyja strax. Til að halda spennunni verður að ögra dýnamíkinni, í Funny Games ganga illmennin tvö til dæmis sífellt lengra. Áslaug er illa leikin eftir Jack. Milli flóttatilrauna fá áhorfendur skot af umhverfinu í kringum bústaðinn. Svarti refurinn birtist sem endurtekið minni og virðist hafa táknræna merkingu sem er þó óljós. Náttúruskot eru síðan notuð til að ítreka einangrun víðáttunnar. Einangrunartilfinningin verður aldrei sérlega sterk því auk Jack ramba tveir ferðamenn á bústaðinn. Bragi brýtur aðeins upp á endurtekninguna í bústaðnum með því að láta Áslaugu flýja niður í fjöru til að ná símasambandi. Hún hringir í Gunnar sem svarar ekki og er staddur á Ísafirði að borða hamborgara. Sú skipting er ansi fyndin og seinna fáum við aðra sniðuga klippingu þar sem klippt er úr hræðilegri gíslingunni yfir í afslappað hangs Gunnars í heitapotti. Bragi nýtir þar reynslu sína úr gríninu til að skapa andstæður. Refurinn skýtur aftur og aftur upp kollinum. Einn vinur minn (þó ekki hagfræðingurinn) sagði eitt sinn að það þyrfti að banna kvikmyndatónlist í svona tíu ár. Hugmyndin er fjarstæðukennd en ástæðan ekki svo galin. Kvikmyndatónlist verður sífellt meiri hækja fyrir kvikmyndagerðamrenn sem ofnota hana til að kalla fram tilfinningar frekar en að treysta á hið sjónræna. Tónlist Víkurinnar er samin af Helga Svavari Helgason og er gott dæmi um þetta vantraust á áhorfandanum. Tónlistin er prýðileg og á köflum áhrifamikil en myndinni er hins vegar drekkt í henni. Áhorfendur fá ekki að verða hræddir sjálfir heldur er stöðugt spiluð drungaleg tónlist til að segja þeim að vera það. Krukkuruglaður Kani og leiðinleg hjón Stór ástæða fyrir því hvað spenna myndarinnar er kraftlítil er hvað ógnin er illa skilgreind. Áhorfendur fá aldrei almennilega að vita hvað Jack hefur í hyggju, hvert hann stefnir eða hvað hann er tilbúinn að gera.. Því er vissulega komið til skila að hann sé krukkuruglaður, skipti ört skapi og vilji kynnast föður sínum. Feðgasambandið er bara svo lítið kannað, öll samtöl þeirra rista grunnt og hafa lítil áhrif á dýnamíkina. Leifur á nýsjálenska móður. Leifur Sigurðarson er samt nokkuð sannfærandi í hlutverki Jacks, hefur ágætis illmennaáru og er sjálfur hálfur Nýsjálendingur þannig hann hefur fullkomin tök á enskunni. Hin tvö eiga í mun meira brasi með hana. Örn Árnason hefur sérhæft sig í gamanleik mestan part ferilsins og því á nýjum slóðum. Mér fannst hann tjá ótta ágætlega en eiga erfiðara með reiði. Ekki hjálpar að hann þurfi að tala meirihluta myndarinnar á ensku. Örn Árnason sýnir á sér alvarlegri hlið. Margrét fannst mér í mesta brasinu en Áslaug er líka erfiður karakter. Stöðugt að tuða í Birni og síðan sífellt að ögra Jack þegar hann heldur þeim föngnum. Bjánalegri hegðun hennar er aldrei refsað fyllilega sem hefði verið príma leið til að skapa spennu og ógn. Þegar myndin nær hápunkti leysist hratt úr flækjunni og ýmsum upplýsingum dembt á áhorfendur. Ég ætla ekki að spilla endinum en í honum felst ákveðin vending sem er svo illa undirbyggð að hún missir algjörlega marks. Í ofanálag líður manni eins og nokkrar lykilsenur hafi vantað í byrjun því áhorfendur skilja ekki fyllilega hvað gerist í lokin. Við hagfræðingurinn urðum allavega fyrir vænum vonbrigðum. Niðurstaða Áhorfendur sem vilja góðan spennutrylli um fólk hneppt í gíslingu ættu að skella sér á Bugonia eftir Yorgos Lanthimos því Víkin virkar ekki alveg nógu vel sem slíkur. Endurtekningasemi, þunn saga og ofnotkun kvikmyndatónlistar gera að verkum að það fjarar hratt undan spennandi hugmynd. Þó er gaman að kómískum og kjánalegum senum sem dúkka upp í drunganum. Leifur er ágætt illmenni, Örn Árna er skítsæmilegur í nýju og alvarlegu hlutverki og Margrét Ákadóttir er síst, enda með allraversta karakterinn. Kvikmyndataka Björns Ófeigsson er heilt yfir nokkuð góð og leyfir hann raunverulegri stjörnu myndarinnar að skína: stórbrotinni náttúrunni á Hornströndum.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Hornstrandir Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Reykjavík Fusion er fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi. Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður. 11. nóvember 2025 07:01 Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. 28. október 2025 07:03 Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Skáldsagan Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út 2020 og hefur í raun verið í brennidepli síðan þá því jörð hefur vart hætt að skjálfa eða upp úr henni að gjósa á Reykjanesi. 19. september 2025 07:01 Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. 17. janúar 2025 07:30 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Reykjavík Fusion er fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi. Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður. 11. nóvember 2025 07:01
Meðalmennskan plagar Brján Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn. Þar vegur þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda. 28. október 2025 07:03
Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Skáldsagan Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út 2020 og hefur í raun verið í brennidepli síðan þá því jörð hefur vart hætt að skjálfa eða upp úr henni að gjósa á Reykjanesi. 19. september 2025 07:01
Illa bruggaðar Guðaveigar Fjórir íslenskir prestar fara til Spánar í leit að nýju messuvíni fyrir þjóðkirkjuna. Bílstjórinn forfallast og barnabarn hans, ung kona með drykkjuvandamál, kemur í ferðina í hans stað. Prestarnir sötra mikið vín, lenda í ýmsum hremmingum og komast í kast við lögin. 17. janúar 2025 07:30