Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar 21. nóvember 2025 14:01 Í lok 20. aldar, áður en Reykjavík varð sú litríka borg sem hún er í dag, birtust tveir hópar á götum borgarinnar og í fjölmiðlum, sem á ólíkan hátt rufu kyrrðina í litlu, rótgrónu samfélagi; pönkarar með ögrandi tónlist, hanakamba og spreyjað hár, og samkynhneigðir sem fóru að taka sér pláss eftir áratuga þögn og ósýnileika. Þótt hóparnir væru ólíkir að uppruna og markmiðum mótaðist umræðan um þá af sömu tilfinningum: Óvissu, ótta, andúð og dramatík. Sýnileika þeirra fylgdi mikill óróleiki í samfélaginu. Pönkarar birtust skyndilega í íslenskri menningu um 1980 og voru taldir uppreisnarseggir sem hefðu slæm áhrif á æskuna, voru auðnuleysingjar sem stofnuðu hljómsveitir - en kunnu hvorki að spila né syngja - öskruðu bara. Voru á móti öllu, sérstaklega Kerfinu. Samkynhneigðir urðu sífellt sýnilegri á 9. áratugnum, sem ýtti undir spurningar um hefðbundin fjölskyldugildi og siðferði sem hópurinn var talinn ógna - átti bara að henda þessu öllu á haugana? Samkynhneigð myndi bara breiðast út - jafnvel verða faraldur, verðum að vernda börnin! Í báðum tilvikum var samfélagið ekki að bregðast við raunverulegri ógn heldur óvissu um það sem var framandi og ögrandi. Þegar óvissan jókst fylgdi henni pólitísk dramatík. Umræða um pönk rataði inn í nefndir og ráð borgarinnar, þar sem rætt var um vandamálið og úrræði til að taka á menningarbylgju sem fáir skildu. Samkynhneigðir urðu miðpunktur mikilla pólitískra átaka, sérstaklega þegar rætt var um réttindi á borð við staðfesta samvist og síðar hjónabönd - hvað átti þetta að ganga langt? Orðræða þess tíma var oft tilfinningaþrungin og dramatísk; bæði pönkarar og samkynhneigðir voru settir fram sem möguleg ógn við hefðbundin gildi og samfélagsgerð. Hvað varð um uppreisn pönkarana og yfirtöku samkynhneigðra? En tíminn átti eftir að afhjúpa hversu lítil þörf var á þessum ótta. Pönkarar reyndust einfaldlega ungmenni í uppreisn - ekkert nýtt við það - sem sköpuðu nýja menningu sem varð hluti af íslenskri menningarsögu. Bara venjulegar manneskjur. Samkynhneigðir unnu sér lagaleg réttindi, rými og virðingu og urðu sýnilegir í stjórnmálum, fjölmiðlum og menningarlífi. Bara venjulegar manneskjur. Báðir hópar, sem eitt sinn voru taldir ögrandi eða ógnandi, urðu með tímanum hluti af venjulegu samfélagi. Saga pönkara og samkynhneigðra á Íslandi sýnir ágætlega hvernig samfélög takast á við nýjungar. Þegar nýir hópar verða sýnilegir vekur það óöryggi, óöryggið verður að pólitískri dramatík, sem fer að snúast um grundvallar tilvist samfélagsins, gildi og menningu. En dramatíkin líður hjá og að lokum samlagast hóparnir samfélaginu á eðlilegan hátt. Það sem eitt sinn var talið vandamál verður síðar einfaldlega hluti af margbreytilegu og venjulegu menningarlífi. Á öllum tímum í sögunni hafa verið til “pönkarar” - sýnilegur hópur með séreinkenni, sem talin eru ógna samfélaginu. Bítlanir, hipparnir, pönkararnir, samkynhneigðir, utanbæjarfólkið - allt saman stórhættulegt - sérstaklega ungu fólki og börnum. Orðatiltækið, að pönkast á einhverjum, sem þýðir að stríða, ögra eða rífa kjaft við einhvern, oftast á kaldhæðnum nótum - segir ákveðna sögu um áhrif pönkarana. Ekkert hættulegt við það. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Í lok 20. aldar, áður en Reykjavík varð sú litríka borg sem hún er í dag, birtust tveir hópar á götum borgarinnar og í fjölmiðlum, sem á ólíkan hátt rufu kyrrðina í litlu, rótgrónu samfélagi; pönkarar með ögrandi tónlist, hanakamba og spreyjað hár, og samkynhneigðir sem fóru að taka sér pláss eftir áratuga þögn og ósýnileika. Þótt hóparnir væru ólíkir að uppruna og markmiðum mótaðist umræðan um þá af sömu tilfinningum: Óvissu, ótta, andúð og dramatík. Sýnileika þeirra fylgdi mikill óróleiki í samfélaginu. Pönkarar birtust skyndilega í íslenskri menningu um 1980 og voru taldir uppreisnarseggir sem hefðu slæm áhrif á æskuna, voru auðnuleysingjar sem stofnuðu hljómsveitir - en kunnu hvorki að spila né syngja - öskruðu bara. Voru á móti öllu, sérstaklega Kerfinu. Samkynhneigðir urðu sífellt sýnilegri á 9. áratugnum, sem ýtti undir spurningar um hefðbundin fjölskyldugildi og siðferði sem hópurinn var talinn ógna - átti bara að henda þessu öllu á haugana? Samkynhneigð myndi bara breiðast út - jafnvel verða faraldur, verðum að vernda börnin! Í báðum tilvikum var samfélagið ekki að bregðast við raunverulegri ógn heldur óvissu um það sem var framandi og ögrandi. Þegar óvissan jókst fylgdi henni pólitísk dramatík. Umræða um pönk rataði inn í nefndir og ráð borgarinnar, þar sem rætt var um vandamálið og úrræði til að taka á menningarbylgju sem fáir skildu. Samkynhneigðir urðu miðpunktur mikilla pólitískra átaka, sérstaklega þegar rætt var um réttindi á borð við staðfesta samvist og síðar hjónabönd - hvað átti þetta að ganga langt? Orðræða þess tíma var oft tilfinningaþrungin og dramatísk; bæði pönkarar og samkynhneigðir voru settir fram sem möguleg ógn við hefðbundin gildi og samfélagsgerð. Hvað varð um uppreisn pönkarana og yfirtöku samkynhneigðra? En tíminn átti eftir að afhjúpa hversu lítil þörf var á þessum ótta. Pönkarar reyndust einfaldlega ungmenni í uppreisn - ekkert nýtt við það - sem sköpuðu nýja menningu sem varð hluti af íslenskri menningarsögu. Bara venjulegar manneskjur. Samkynhneigðir unnu sér lagaleg réttindi, rými og virðingu og urðu sýnilegir í stjórnmálum, fjölmiðlum og menningarlífi. Bara venjulegar manneskjur. Báðir hópar, sem eitt sinn voru taldir ögrandi eða ógnandi, urðu með tímanum hluti af venjulegu samfélagi. Saga pönkara og samkynhneigðra á Íslandi sýnir ágætlega hvernig samfélög takast á við nýjungar. Þegar nýir hópar verða sýnilegir vekur það óöryggi, óöryggið verður að pólitískri dramatík, sem fer að snúast um grundvallar tilvist samfélagsins, gildi og menningu. En dramatíkin líður hjá og að lokum samlagast hóparnir samfélaginu á eðlilegan hátt. Það sem eitt sinn var talið vandamál verður síðar einfaldlega hluti af margbreytilegu og venjulegu menningarlífi. Á öllum tímum í sögunni hafa verið til “pönkarar” - sýnilegur hópur með séreinkenni, sem talin eru ógna samfélaginu. Bítlanir, hipparnir, pönkararnir, samkynhneigðir, utanbæjarfólkið - allt saman stórhættulegt - sérstaklega ungu fólki og börnum. Orðatiltækið, að pönkast á einhverjum, sem þýðir að stríða, ögra eða rífa kjaft við einhvern, oftast á kaldhæðnum nótum - segir ákveðna sögu um áhrif pönkarana. Ekkert hættulegt við það. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar