Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2025 16:50 Snæbjörn Guðmundsson er formaður Náttúrugriða. Landsvirkjun vildi auka afköst Sigöldustöðvar í 200 megavött úr 150 megavöttum. Vísir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir stækkun Sigöldustöðvar. Ástæðan er sú að áhrif stækkunarinnar á gæði vatns voru ekki metin í umhverfismati stækkunarinnar. Í fréttatilkynningu Náttúrugriða, náttúruverndarsamtaka sem kærðu veitingu framkvæmdaleyfisins, segir að hreppsnefnd Ásahrepps hafi veitt framkvæmdaleyfið í febrúar síðastliðnum, að undangengnu virkjunarleyfi Orkustofnunar, auk þess sem forsætisráðherra hafi samþykkt framkvæmdina á sínum tíma. Ógildingin þýði að nú séu stækkunarframkvæmdir óheimilar. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar byggi á því að við meðferð málsins hjá Landsvirkjun og stjórnvöldum í umhverfismati á stækkun virkjunarinnar hafi ekki verið lagt mat á áhrif framkvæmdanna á gæði vatns. Um sé að ræða Sigölduvirkjun í Tungnaá, sunnan Þórisvatns sem gangsett var og hefur framleitt rafmagn síðan 1978. Upphaflegu virkjunarframkvæmdirnar séu því frá því fyrir gildistöku fyrstu laga hér á landi um umhverfismat. Við undirbúning stækkunar komi hins vegar þættir sem nú eru í lögum til skoðunar, meðal annars hvaða áhrif stækkunin hefur á gæði vatns. Því komi lög um stjórn vatnamála frá 2011 til skoðunar. Eftir þeim hafi ekki verið farið af framkvæmdaraðila og leyfisveitendum. Afleiðingin af því sé ógilding framkvæmdaleyfisins. Gættu ekki að lögum Með stækkuninni hafi ætlunin verið að auka afl en ekki framleiðslu og umhverfismat stækkunarinnar sjálfrar hafi farið fram seinni part árs 2023 án þess að gætt væri að gildandi lögum. „Nú þarf framkvæmdaaðilinn að gæta að settum lögum, áður en lengra er haldið. Það breytir ekki því að Sigölduvirkjun er í þjóðlendu, og það er ámælisvert að forsætisráðherra sem falin er gæsla þeirrar eignar þjóðarinnar, hafi ekki stöðvað málið á sínum tíma með vísan til þeirra laga sem úrskurðarnefndin vísar til í úrskurði sínum í gær.“ Í úrskurðinum sé einnig fundið að því að sérfræðiálit sem Hafrannsóknarstofnun gerði fyrir framkvæmdaraðila hafi ekki verið í samræmi við lög, að því er varðar flokkun í svokölluð manngerð eða mikið breytt vatnshlot. Jafnframt segi að afstaða Umhverfisstofnunar hafi verið óskýr að því leyti. Tímamótaúrskurður „Í stuttu máli er hér um tímamótaúrskurð að ræða í íslenskri stjórnsýslu, þar sem skýr niðurstaða er um að í umhverfismati þýði ekki að koma sér hjá ákvæðum laga um stjórn vatnamála. Dómurinn er því fordæmisgefandi og styrkir lýðræðislegan rétt almennings til þátttöku í ákvörðunum.“ Úrskurðurinn komi ekki á óvart, enda komi hann í framhaldi fjölda dóma sem gengið hafi í Evrópu undanfarinn áratug, þar sem strangar kröfur hafi verið gerðar til umhverfismats, ekki síst þegar framkvæmdir hafa áhrif á vatn. En það eigi einnig við um aðra þætti, svo sem loftslag. Skemmst sé að minnast ógildingar áfrýjunardómstóls í Noregi á leyfum til vinnslu olíu fyrir réttri viku, þar sem í umhverfismati hefði ekki verið lagt mat á áhrif notkunar jarðefnanna á andrúmsloftið. Orkumál Ásahreppur Úrskurðar- og kærunefndir Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu Náttúrugriða, náttúruverndarsamtaka sem kærðu veitingu framkvæmdaleyfisins, segir að hreppsnefnd Ásahrepps hafi veitt framkvæmdaleyfið í febrúar síðastliðnum, að undangengnu virkjunarleyfi Orkustofnunar, auk þess sem forsætisráðherra hafi samþykkt framkvæmdina á sínum tíma. Ógildingin þýði að nú séu stækkunarframkvæmdir óheimilar. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar byggi á því að við meðferð málsins hjá Landsvirkjun og stjórnvöldum í umhverfismati á stækkun virkjunarinnar hafi ekki verið lagt mat á áhrif framkvæmdanna á gæði vatns. Um sé að ræða Sigölduvirkjun í Tungnaá, sunnan Þórisvatns sem gangsett var og hefur framleitt rafmagn síðan 1978. Upphaflegu virkjunarframkvæmdirnar séu því frá því fyrir gildistöku fyrstu laga hér á landi um umhverfismat. Við undirbúning stækkunar komi hins vegar þættir sem nú eru í lögum til skoðunar, meðal annars hvaða áhrif stækkunin hefur á gæði vatns. Því komi lög um stjórn vatnamála frá 2011 til skoðunar. Eftir þeim hafi ekki verið farið af framkvæmdaraðila og leyfisveitendum. Afleiðingin af því sé ógilding framkvæmdaleyfisins. Gættu ekki að lögum Með stækkuninni hafi ætlunin verið að auka afl en ekki framleiðslu og umhverfismat stækkunarinnar sjálfrar hafi farið fram seinni part árs 2023 án þess að gætt væri að gildandi lögum. „Nú þarf framkvæmdaaðilinn að gæta að settum lögum, áður en lengra er haldið. Það breytir ekki því að Sigölduvirkjun er í þjóðlendu, og það er ámælisvert að forsætisráðherra sem falin er gæsla þeirrar eignar þjóðarinnar, hafi ekki stöðvað málið á sínum tíma með vísan til þeirra laga sem úrskurðarnefndin vísar til í úrskurði sínum í gær.“ Í úrskurðinum sé einnig fundið að því að sérfræðiálit sem Hafrannsóknarstofnun gerði fyrir framkvæmdaraðila hafi ekki verið í samræmi við lög, að því er varðar flokkun í svokölluð manngerð eða mikið breytt vatnshlot. Jafnframt segi að afstaða Umhverfisstofnunar hafi verið óskýr að því leyti. Tímamótaúrskurður „Í stuttu máli er hér um tímamótaúrskurð að ræða í íslenskri stjórnsýslu, þar sem skýr niðurstaða er um að í umhverfismati þýði ekki að koma sér hjá ákvæðum laga um stjórn vatnamála. Dómurinn er því fordæmisgefandi og styrkir lýðræðislegan rétt almennings til þátttöku í ákvörðunum.“ Úrskurðurinn komi ekki á óvart, enda komi hann í framhaldi fjölda dóma sem gengið hafi í Evrópu undanfarinn áratug, þar sem strangar kröfur hafi verið gerðar til umhverfismats, ekki síst þegar framkvæmdir hafa áhrif á vatn. En það eigi einnig við um aðra þætti, svo sem loftslag. Skemmst sé að minnast ógildingar áfrýjunardómstóls í Noregi á leyfum til vinnslu olíu fyrir réttri viku, þar sem í umhverfismati hefði ekki verið lagt mat á áhrif notkunar jarðefnanna á andrúmsloftið.
Orkumál Ásahreppur Úrskurðar- og kærunefndir Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira