Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 15:05 Katrín Halldóra Sigurðardóttir gengur á bak orða sinna og heldur til eyjunnar fögru í vetur. Vísir/Vilhelm Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir heldur til Tenerife í þrjár vikur eftir áramót eftir að hafa lýst því yfir að hún færi þangað aldrei aftur. Í þetta sinn er það þó í faglegum erindum. Katrín Halldóra virtist hafa snert viðkvæma taug í íslensku þjóðinni þegar hún lýsti yfir í hlaðvarpi í upphafi árs að Tenerife væri hræðilegasti staður á jörðu. Hún sagðist ekki munu bíða þess bætur að hafa farið þangað yfir páskana 2022 og að hún ætli þangað aldrei framar. Viðbrögðin keyrðu um þverbak og ljóst var að aðdáendum eyjunnar fögru hér á landi blöskraði. Meðal þeirra sem tjáðu sig var Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi flugfélagsins Play sem sagði félagið hafa boðið henni á fleiri áfangastaði svo hún geti lagt mat sitt á þá. Þá lögðu Egill Helgason og Óttar Proppé einnig orð í belg ásamt fjölda annarra. Þrjár vikur á Tene Í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun kom það til tals að í fyrsta sinn á ferlinum sé Katrín Halldóra ekki fastráðin í leikhúsi yfir jólavertíðina. Hún sé því frjáls eins og fuglinn, eins og hún orðar það, og segist stefna á utanlandsferðir. Nánar tiltekið sé hún á leiðinni til Tenerife eftir áramót. „Reyndar verð ég á mínum besta stað Tenerife í janúar og febrúar. Ég er að fara í tökur þar á grínþætti sem heitir Ljúfa líf. Þetta er svona næsta sem ég er að fara að gera eftir áramót að leika fulla konu á Tenerife,“ segir hún og kemur þáttastjórnendum hressilega á óvart. „Ég held að þetta sé einhverjar fimm eða sex tökur allt í allt þarna úti. Ætli ég verði ekki þarna í svona þrjár vikur eða eitthvað. Ég verð orðin bara eins og brúna leðurtaskan þegar ég kem heim,“ segir hún þá. Föðurlandssvikari á einni nóttu Katrín komst ekki hjá því að minnast á fárið sem ummæli hennar umeyjuna sköpuðu síðasta vetur. „Ég var bara orðinn einhver föðurlandssvikari á einni nóttu. Þetta var svo leiðinlegt í alla staði en líka svo fyndið. Ég fór í eitthvað hlaðvarp og var að segja frá því hvað ég hefði spilað illa út úr einhverri ferð og segi í gríni að þetta sé versti staður sem ég hef komið á. Svo er því bara slegið upp í einhverjar fyrirsagnir: „Katrín Halldóra segir Tenerife versta stað á jörðu,““ segir hún og hlær. Ferðalög Kanaríeyjar Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Katrín Halldóra virtist hafa snert viðkvæma taug í íslensku þjóðinni þegar hún lýsti yfir í hlaðvarpi í upphafi árs að Tenerife væri hræðilegasti staður á jörðu. Hún sagðist ekki munu bíða þess bætur að hafa farið þangað yfir páskana 2022 og að hún ætli þangað aldrei framar. Viðbrögðin keyrðu um þverbak og ljóst var að aðdáendum eyjunnar fögru hér á landi blöskraði. Meðal þeirra sem tjáðu sig var Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi flugfélagsins Play sem sagði félagið hafa boðið henni á fleiri áfangastaði svo hún geti lagt mat sitt á þá. Þá lögðu Egill Helgason og Óttar Proppé einnig orð í belg ásamt fjölda annarra. Þrjár vikur á Tene Í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun kom það til tals að í fyrsta sinn á ferlinum sé Katrín Halldóra ekki fastráðin í leikhúsi yfir jólavertíðina. Hún sé því frjáls eins og fuglinn, eins og hún orðar það, og segist stefna á utanlandsferðir. Nánar tiltekið sé hún á leiðinni til Tenerife eftir áramót. „Reyndar verð ég á mínum besta stað Tenerife í janúar og febrúar. Ég er að fara í tökur þar á grínþætti sem heitir Ljúfa líf. Þetta er svona næsta sem ég er að fara að gera eftir áramót að leika fulla konu á Tenerife,“ segir hún og kemur þáttastjórnendum hressilega á óvart. „Ég held að þetta sé einhverjar fimm eða sex tökur allt í allt þarna úti. Ætli ég verði ekki þarna í svona þrjár vikur eða eitthvað. Ég verð orðin bara eins og brúna leðurtaskan þegar ég kem heim,“ segir hún þá. Föðurlandssvikari á einni nóttu Katrín komst ekki hjá því að minnast á fárið sem ummæli hennar umeyjuna sköpuðu síðasta vetur. „Ég var bara orðinn einhver föðurlandssvikari á einni nóttu. Þetta var svo leiðinlegt í alla staði en líka svo fyndið. Ég fór í eitthvað hlaðvarp og var að segja frá því hvað ég hefði spilað illa út úr einhverri ferð og segi í gríni að þetta sé versti staður sem ég hef komið á. Svo er því bara slegið upp í einhverjar fyrirsagnir: „Katrín Halldóra segir Tenerife versta stað á jörðu,““ segir hún og hlær.
Ferðalög Kanaríeyjar Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira