„Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 14:02 Jake Paul er yfirlýsingaglaður fyrir bardaga sinn á móti Anthony Joshua. Getty/ Leonardo Fernandez Youtube-stjarnan Jake Paul hefur boðið einum besta hnefaleikamanni sögunnar upp í dans og hefur fulla trú á því að hann geti fagnað sigri á móti Anthony Joshua í bardaga þeirra í Miami á Flórída í næsta mánuði. aul ræddi komandi bardaga á blaðamannafundi og þar mátti heyra að hann efast ekki um eigið ágæti. Eftir fundinn fór hann síðan inn á samfélagsmiðla sína og gaf út stutta en beitta yfirlýsingu. „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni,“ skrifaði Jake Paul undir mynd af þeim standandi á móti hvorum öðrum. Þar sást vel hinn mikli stærðarmunur á köppunum en Jake Paul er miklu lágvaxnari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Mér finnst gaman að skora á sjálfan mig, mér finnst gaman að berjast við þá stærstu, þá bestu, hvenær sem er, hvar sem er, ég meina það í alvöru,“ sagði Jake Paul á blaðamannafundinum. Veit hvers ég er megnugur „Ég veit hvers ég er megnugur og ég er hér til að koma heiminum á óvart. Við munum fara í stríð. Fólk segir að ég sé genginn af göflunum, en ég er kominn þangað sem ég er í dag vegna óraunhæfrar bjartsýni,“ sagði Paul. „Þannig að þetta er blekking þar til það er það ekki lengur, því sjáið hvar ég er staddur í dag – enginn trúði því að þetta væri mögulegt þegar ég byrjaði, en ég hef komið þeim á óvart, alveg eins og ég mun koma þeim á óvart aftur þann 19. desember,“ sagði Paul. En af hverju Anthony Joshua? Fury var hræddur, eins og venjulega „Við byrjuðum að tala við nokkra. Tommy Fury var hræddur, eins og venjulega, og vildi meiri tíma. Ryan Garcia var hræddur. Terence Crawford sagði já, en vildi gera það seinna á næsta ári. Anthony Joshua sagði já og hann var tilbúinn í desember, svo við létum bara vaða,“ sagði Paul. „Hann er einn besti þungavigtarmaður allra tíma en ég trúi því í alvöru að það geti verið erfitt að berjast við minni mann vegna fótahraðans,“ sagði Paul sem ætlar nýta sér það að hann er fljótari á fótunum. Verð að forðast þetta eina högg „Allur þessi kraftur er frábær og hann hefur rotað fólk, svo ég verð að forðast þetta eina högg í átta lotur, sem ég tel mig geta gert. Ég trúi því að þegar ég skoppa um hringinn, pota, sveigja og geri alla þessa hluti, þá veit ég að ég geri þetta að virkilega góðum bardaga,“ sagði Paul. „Fólk heldur áfram að segja: „Ég ber virðingu fyrir Jake Paul fyrir að fara þarna inn. Nei, berið virðingu fyrir mér því ég er að fara að vinna,“ sagði Paul. View this post on Instagram A post shared by Jake Paul (@jakepaul) Box Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
aul ræddi komandi bardaga á blaðamannafundi og þar mátti heyra að hann efast ekki um eigið ágæti. Eftir fundinn fór hann síðan inn á samfélagsmiðla sína og gaf út stutta en beitta yfirlýsingu. „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni,“ skrifaði Jake Paul undir mynd af þeim standandi á móti hvorum öðrum. Þar sást vel hinn mikli stærðarmunur á köppunum en Jake Paul er miklu lágvaxnari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) „Mér finnst gaman að skora á sjálfan mig, mér finnst gaman að berjast við þá stærstu, þá bestu, hvenær sem er, hvar sem er, ég meina það í alvöru,“ sagði Jake Paul á blaðamannafundinum. Veit hvers ég er megnugur „Ég veit hvers ég er megnugur og ég er hér til að koma heiminum á óvart. Við munum fara í stríð. Fólk segir að ég sé genginn af göflunum, en ég er kominn þangað sem ég er í dag vegna óraunhæfrar bjartsýni,“ sagði Paul. „Þannig að þetta er blekking þar til það er það ekki lengur, því sjáið hvar ég er staddur í dag – enginn trúði því að þetta væri mögulegt þegar ég byrjaði, en ég hef komið þeim á óvart, alveg eins og ég mun koma þeim á óvart aftur þann 19. desember,“ sagði Paul. En af hverju Anthony Joshua? Fury var hræddur, eins og venjulega „Við byrjuðum að tala við nokkra. Tommy Fury var hræddur, eins og venjulega, og vildi meiri tíma. Ryan Garcia var hræddur. Terence Crawford sagði já, en vildi gera það seinna á næsta ári. Anthony Joshua sagði já og hann var tilbúinn í desember, svo við létum bara vaða,“ sagði Paul. „Hann er einn besti þungavigtarmaður allra tíma en ég trúi því í alvöru að það geti verið erfitt að berjast við minni mann vegna fótahraðans,“ sagði Paul sem ætlar nýta sér það að hann er fljótari á fótunum. Verð að forðast þetta eina högg „Allur þessi kraftur er frábær og hann hefur rotað fólk, svo ég verð að forðast þetta eina högg í átta lotur, sem ég tel mig geta gert. Ég trúi því að þegar ég skoppa um hringinn, pota, sveigja og geri alla þessa hluti, þá veit ég að ég geri þetta að virkilega góðum bardaga,“ sagði Paul. „Fólk heldur áfram að segja: „Ég ber virðingu fyrir Jake Paul fyrir að fara þarna inn. Nei, berið virðingu fyrir mér því ég er að fara að vinna,“ sagði Paul. View this post on Instagram A post shared by Jake Paul (@jakepaul)
Box Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira