Innlent

Vextir, um­hverfið og pólitíkin innan landssteina og utan

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, mætir fyrstur til Kristjáns en hann ætlar að ræða það hvort vextir muni halda áfram að lækka, hverjar horfurnar séu og hversu hröð kólnunin geti verið í íslensku efnahagslífi, svo eitthvað sé nefnt.


Annan hálftímann í þættinum í dag mæta þau Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra.

Þau ætla að tala um umhverfis- og loftslagsmál í kjölfarið á COP 30 og í aðdraganda Umhverfisdags atvinnulífsins og hvort Ísland sé á réttri leið í loftslagsmálum, í hvað öll útgjöldin í þessum málaflokki fara og hvaða árangri þau skila.

Þá ætla þau einnig að tala um loftlagsskatta, hvort þeir séu gagnsæir eða eðlilegir og hvort þeir skaði samkeppnishæfni Íslands.


Um klukkan ellefu mæta alþingismennirnir Bergór Ólason, Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Pawel Bartozek og ætla þau að ræða Evrópu- og alþjóðamál.

Meðal annars munu þau ræða samskipti Íslands og Evrópusambandsins eftir að verndartollar voru lagði á íslenska framleiðslu á kísiljárni, hvort  það breyti sambandi okkar við ESB, hvort það brjóti gegn EES samningnum og hvaða áhrif það haffi á utanríkisstefnu okkar.

Einnig stendur til að ræða nýja friðaráætlun Bandaríkjamanna varðandi Úkraínu og hver áhrifin yrðu af því. 


Að endingu mæta þau Eiríku Bergmann, prófessor á Bifröst, og Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður, og ræða stjórnmálin á Íslandi.

Þau munu tala um fylgisaukningu Miðflokksins og hvað gæti valdið henni, hvað valdi velgengni Samfylkingarinnar og stöðugu fylgistapi Sjálfstæðisflokksins og hvernig hræringar í íslenskum stjórnmálum tengist popúlisma sem virðist eflast bæði austan hafs og vestan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×