Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2025 09:25 Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, mætir fyrstur til Kristjáns en hann ætlar að ræða það hvort vextir muni halda áfram að lækka, hverjar horfurnar séu og hversu hröð kólnunin geti verið í íslensku efnahagslífi, svo eitthvað sé nefnt. Annan hálftímann í þættinum í dag mæta þau Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra. Þau ætla að tala um umhverfis- og loftslagsmál í kjölfarið á COP 30 og í aðdraganda Umhverfisdags atvinnulífsins og hvort Ísland sé á réttri leið í loftslagsmálum, í hvað öll útgjöldin í þessum málaflokki fara og hvaða árangri þau skila. Þá ætla þau einnig að tala um loftlagsskatta, hvort þeir séu gagnsæir eða eðlilegir og hvort þeir skaði samkeppnishæfni Íslands. Um klukkan ellefu mæta alþingismennirnir Bergór Ólason, Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Pawel Bartozek og ætla þau að ræða Evrópu- og alþjóðamál. Meðal annars munu þau ræða samskipti Íslands og Evrópusambandsins eftir að verndartollar voru lagði á íslenska framleiðslu á kísiljárni, hvort það breyti sambandi okkar við ESB, hvort það brjóti gegn EES samningnum og hvaða áhrif það haffi á utanríkisstefnu okkar. Einnig stendur til að ræða nýja friðaráætlun Bandaríkjamanna varðandi Úkraínu og hver áhrifin yrðu af því. Að endingu mæta þau Eiríku Bergmann, prófessor á Bifröst, og Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður, og ræða stjórnmálin á Íslandi. Þau munu tala um fylgisaukningu Miðflokksins og hvað gæti valdið henni, hvað valdi velgengni Samfylkingarinnar og stöðugu fylgistapi Sjálfstæðisflokksins og hvernig hræringar í íslenskum stjórnmálum tengist popúlisma sem virðist eflast bæði austan hafs og vestan. Sprengisandur Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, mætir fyrstur til Kristjáns en hann ætlar að ræða það hvort vextir muni halda áfram að lækka, hverjar horfurnar séu og hversu hröð kólnunin geti verið í íslensku efnahagslífi, svo eitthvað sé nefnt. Annan hálftímann í þættinum í dag mæta þau Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi umhverfisráðherra. Þau ætla að tala um umhverfis- og loftslagsmál í kjölfarið á COP 30 og í aðdraganda Umhverfisdags atvinnulífsins og hvort Ísland sé á réttri leið í loftslagsmálum, í hvað öll útgjöldin í þessum málaflokki fara og hvaða árangri þau skila. Þá ætla þau einnig að tala um loftlagsskatta, hvort þeir séu gagnsæir eða eðlilegir og hvort þeir skaði samkeppnishæfni Íslands. Um klukkan ellefu mæta alþingismennirnir Bergór Ólason, Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Pawel Bartozek og ætla þau að ræða Evrópu- og alþjóðamál. Meðal annars munu þau ræða samskipti Íslands og Evrópusambandsins eftir að verndartollar voru lagði á íslenska framleiðslu á kísiljárni, hvort það breyti sambandi okkar við ESB, hvort það brjóti gegn EES samningnum og hvaða áhrif það haffi á utanríkisstefnu okkar. Einnig stendur til að ræða nýja friðaráætlun Bandaríkjamanna varðandi Úkraínu og hver áhrifin yrðu af því. Að endingu mæta þau Eiríku Bergmann, prófessor á Bifröst, og Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður, og ræða stjórnmálin á Íslandi. Þau munu tala um fylgisaukningu Miðflokksins og hvað gæti valdið henni, hvað valdi velgengni Samfylkingarinnar og stöðugu fylgistapi Sjálfstæðisflokksins og hvernig hræringar í íslenskum stjórnmálum tengist popúlisma sem virðist eflast bæði austan hafs og vestan.
Sprengisandur Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira