Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2025 06:52 Morgunblaðið vísar ásökunum ráðuneytisins til föðurhúsanna. Morgunblaðið hefur svarað ásökunum Guðmundar Inga Kristinssonar barna- og menntamálaráðherra en í gær birtist yfirlýsing á heimasíðu Stjórnarráðsins, þar sem Morgunblaðið var sakað um ófagleg vinnubrögð og að veita vísvitandi rangar og villandi upplýsingar. Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins neitaði Morgunblaðið að leiðrétta frétt sem birt var á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem ráðuneytið segir miðilinn hafa gefið til kynna að ráðherra hafi sagt ósatt þegar hann vitnaði í nýjar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar þess efnis að vímuefnaneysla ungmenna hefði ekki aukist. Í umræddri frétt mbl.is sagði að Guðmundur Ingi hefði fullyrt á Alþingi að ekki væru ummerki um aukna vímuefnaneyslu barna á árunum 2023 til 2025, „þvert á ýmsar fréttir“. Sagði mbl þetta ganga í berhögg við það sem fram hefði komið í skýrslu Barna- og fjölskyldustofu, þar sem sagði að tilkynningum um neyslu barna á vímuefnum hefði fjölgað um tæplega 60 prósent á milli áranna 2023 og 2024. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er vitnað í samskipti þess við Morgunblaðið og vísað til þess að miðillinn hafi kosið að varpa sökinni á ráðherra að hafa ekki tilgreint heimild sína til að styðja fullyrðingar hans í ræðustól en viðurkennt á sama tíma að hann hafi nefnt Íslensku æskulýðsrannsóknina fyrr í ræðu sinni. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé „nokkuð einkennandi“ fyrir vinnubrögð Morgunblaðsins, sem hafi meðal annars breytt grein um nýtingu gervigreindar í menntakerfinu eftir að ráðuneytið fór yfir hana og ljáð henni neikvæðari blæ. Þá er Morgunblaðið sakað um að hafa slegið upp „æsifregnum“ um að ráðuneytið væri að halda eftir upplýsingum og fegra niðurstöður skýrslu um dvínandi grunnfærni nemenda innan OECD. Fullyrðingum ráðuneytisins vísað til föðurhúsanna Fjallað er um yfirlýsingu barna- og menntamálaráðuneytisins á mbl.is nú í morgunsárið en þar segir að Morgunblaðið líti „umkvartanir og umvandanir“ barna- og menntamálaráðherra alvarlegum augum, „enda er það einsdæmi að fjölmiðlar hér á landi megi þola slíkar ásakanir stjórnvalda um vísvitandi rangfærslur, léleg vinnubrögð og upplýsingaóreiðu,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Engin dæmi séu um að ráðherrar hafi látið Stjórnarráð Íslands annast vörn sína, hvað þá með ásökunum í garð fjölmiðla. Morgunblaðið segir rangt að ráðherra hafi verið vændur um ósannindi í ræðustól, né heldur hafi hann verið sagður fara með rangt mál. Þá er ítrekað að ráðherra hafi ekki bent á neinar rangfærslur í áðurnefndu viðtali um gervigreind, heldur aðeins að inngangi greinarinnar hafi verið breytt. „Morgunblaðið hefur vandað fréttaflutning sinn af þessum málum í hvívetna, m.a. með því að setja fullyrðingar ráðherra í samhengi við fleira en það eitt sem hann vill helst að komi fram,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Það sé hlutverk fjölmiðla að halda valdhöfum við efnið og veita þeim aðhald, ekki að hampa þeim eða mæra út frá uppgefnum markmiðum þeirra. „Morgunblaðinu og mbl.is er ritstýrt með hagsmuni lesenda í fyrirrúmi, ekki af ráðherrum, þeim til þægðar. Blaðið vísar til föðurhúsa fullyrðingum ráðherra um upplýsingaóreiðu; hann mætti vel herða sig í að veita fjölmiðlum viðtöl og gagnlegar upplýsingar. Kvartanir Guðmundar Inga benda til þess að hann misskilji fullkomlega hlutverk góðra fréttamiðla.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins neitaði Morgunblaðið að leiðrétta frétt sem birt var á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem ráðuneytið segir miðilinn hafa gefið til kynna að ráðherra hafi sagt ósatt þegar hann vitnaði í nýjar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar þess efnis að vímuefnaneysla ungmenna hefði ekki aukist. Í umræddri frétt mbl.is sagði að Guðmundur Ingi hefði fullyrt á Alþingi að ekki væru ummerki um aukna vímuefnaneyslu barna á árunum 2023 til 2025, „þvert á ýmsar fréttir“. Sagði mbl þetta ganga í berhögg við það sem fram hefði komið í skýrslu Barna- og fjölskyldustofu, þar sem sagði að tilkynningum um neyslu barna á vímuefnum hefði fjölgað um tæplega 60 prósent á milli áranna 2023 og 2024. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er vitnað í samskipti þess við Morgunblaðið og vísað til þess að miðillinn hafi kosið að varpa sökinni á ráðherra að hafa ekki tilgreint heimild sína til að styðja fullyrðingar hans í ræðustól en viðurkennt á sama tíma að hann hafi nefnt Íslensku æskulýðsrannsóknina fyrr í ræðu sinni. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé „nokkuð einkennandi“ fyrir vinnubrögð Morgunblaðsins, sem hafi meðal annars breytt grein um nýtingu gervigreindar í menntakerfinu eftir að ráðuneytið fór yfir hana og ljáð henni neikvæðari blæ. Þá er Morgunblaðið sakað um að hafa slegið upp „æsifregnum“ um að ráðuneytið væri að halda eftir upplýsingum og fegra niðurstöður skýrslu um dvínandi grunnfærni nemenda innan OECD. Fullyrðingum ráðuneytisins vísað til föðurhúsanna Fjallað er um yfirlýsingu barna- og menntamálaráðuneytisins á mbl.is nú í morgunsárið en þar segir að Morgunblaðið líti „umkvartanir og umvandanir“ barna- og menntamálaráðherra alvarlegum augum, „enda er það einsdæmi að fjölmiðlar hér á landi megi þola slíkar ásakanir stjórnvalda um vísvitandi rangfærslur, léleg vinnubrögð og upplýsingaóreiðu,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Engin dæmi séu um að ráðherrar hafi látið Stjórnarráð Íslands annast vörn sína, hvað þá með ásökunum í garð fjölmiðla. Morgunblaðið segir rangt að ráðherra hafi verið vændur um ósannindi í ræðustól, né heldur hafi hann verið sagður fara með rangt mál. Þá er ítrekað að ráðherra hafi ekki bent á neinar rangfærslur í áðurnefndu viðtali um gervigreind, heldur aðeins að inngangi greinarinnar hafi verið breytt. „Morgunblaðið hefur vandað fréttaflutning sinn af þessum málum í hvívetna, m.a. með því að setja fullyrðingar ráðherra í samhengi við fleira en það eitt sem hann vill helst að komi fram,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Það sé hlutverk fjölmiðla að halda valdhöfum við efnið og veita þeim aðhald, ekki að hampa þeim eða mæra út frá uppgefnum markmiðum þeirra. „Morgunblaðinu og mbl.is er ritstýrt með hagsmuni lesenda í fyrirrúmi, ekki af ráðherrum, þeim til þægðar. Blaðið vísar til föðurhúsa fullyrðingum ráðherra um upplýsingaóreiðu; hann mætti vel herða sig í að veita fjölmiðlum viðtöl og gagnlegar upplýsingar. Kvartanir Guðmundar Inga benda til þess að hann misskilji fullkomlega hlutverk góðra fréttamiðla.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira