Treystir á að Norðurál borgi Bjarki Sigurðsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 25. nóvember 2025 14:16 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri. Vísir/Bjarni Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. Í gær tilkynnti Orkuveitan að gert væri ráð fyrir mun lægri rekstrarhagnaði í ár vegna greiðslufalls Norðuráls. Endurteknar bilanir hafa orðið í álverinu á Grundartanga og fyrirtækið hefur því ekki getað nýtt sér þá orku sem það hafði samið við Orkuveituna um að kaupa. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, telur ákvörðun Norðuráls ekki standast. „Þeir hafa látið okkur vita af því að þeir muni ekki greiða á næsta ári því hér sé um „óviðráðanlegan atburð“ að ræða, eins og eldgos, stríð eða álíka. Þeir gera á sama tíma kröfu um að orka sem við erum með tiltæka en þeir eru ekki að nýta verði áfram tiltæk hvenær sem er á næsta ári á meðan þau gera við og setja allt upp. En ætla þrátt fyrir það ekki að greiða fyrir orkuna sem er í samningum,“ segir Sævar. Sannfærður um að fá greitt Hann segir hegðunina vera mikil vonbrigði. Arðgreiðslur Orkuveitunnar lækki og fyrirtækið þurfi að draga úr fjárfestingum. En þið ætlið að fá greitt fyrir þetta á endanum? „Já, við erum sannfærð um að þetta haldi ekki vatni. Það getur verið að það taki tíma en við erum sannfærð um að við fáum þetta greitt,“ segir Sævar. Borgarstjóri ósáttur Reykjavíkurborg á 93,5 prósent í Orkuveitunni og segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri lægri arðgreiðslur hafa áhrif á rekstur borgarinnar. „Þetta kemur mér á óvart því Norðurál hafði áður gefið út að þeir ætluðu að standa við allar sínar skuldbindingar og þetta kæmi ekki niður á öðrum. Ég heyri að Orkuveitan ætli að sækja fullar greiðslur og ég treysti því að þær skili sér. Mér finnst það eðlilegt. Annað er bara í berhöggi við það sem Norðurál hefur sagt annars staðar,“ segir Heiða. Tekið tillit til aðstæðna Borgin sé þó undirbúin fyrir lægri greiðslu. „Í heildina erum við að gera ráð fyrir sex milljörðum króna í arðgreiðslur frá Orkuveitunni. Það eru þrjú prósent af tekjum Reykjavíkurborgar, þannig það er mikið en ekki allar tekjurnar okkar. Við erum núna að skoða alls konar leiðir. Við vorum með ákveðnar varúðarfærslur áður en við fórum inn í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Seinni umræða er í næstu viku þannig þá verðum við búin að taka tillit til þessa,“ segir Heiða. Bilun hjá Norðuráli Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Í gær tilkynnti Orkuveitan að gert væri ráð fyrir mun lægri rekstrarhagnaði í ár vegna greiðslufalls Norðuráls. Endurteknar bilanir hafa orðið í álverinu á Grundartanga og fyrirtækið hefur því ekki getað nýtt sér þá orku sem það hafði samið við Orkuveituna um að kaupa. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, telur ákvörðun Norðuráls ekki standast. „Þeir hafa látið okkur vita af því að þeir muni ekki greiða á næsta ári því hér sé um „óviðráðanlegan atburð“ að ræða, eins og eldgos, stríð eða álíka. Þeir gera á sama tíma kröfu um að orka sem við erum með tiltæka en þeir eru ekki að nýta verði áfram tiltæk hvenær sem er á næsta ári á meðan þau gera við og setja allt upp. En ætla þrátt fyrir það ekki að greiða fyrir orkuna sem er í samningum,“ segir Sævar. Sannfærður um að fá greitt Hann segir hegðunina vera mikil vonbrigði. Arðgreiðslur Orkuveitunnar lækki og fyrirtækið þurfi að draga úr fjárfestingum. En þið ætlið að fá greitt fyrir þetta á endanum? „Já, við erum sannfærð um að þetta haldi ekki vatni. Það getur verið að það taki tíma en við erum sannfærð um að við fáum þetta greitt,“ segir Sævar. Borgarstjóri ósáttur Reykjavíkurborg á 93,5 prósent í Orkuveitunni og segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri lægri arðgreiðslur hafa áhrif á rekstur borgarinnar. „Þetta kemur mér á óvart því Norðurál hafði áður gefið út að þeir ætluðu að standa við allar sínar skuldbindingar og þetta kæmi ekki niður á öðrum. Ég heyri að Orkuveitan ætli að sækja fullar greiðslur og ég treysti því að þær skili sér. Mér finnst það eðlilegt. Annað er bara í berhöggi við það sem Norðurál hefur sagt annars staðar,“ segir Heiða. Tekið tillit til aðstæðna Borgin sé þó undirbúin fyrir lægri greiðslu. „Í heildina erum við að gera ráð fyrir sex milljörðum króna í arðgreiðslur frá Orkuveitunni. Það eru þrjú prósent af tekjum Reykjavíkurborgar, þannig það er mikið en ekki allar tekjurnar okkar. Við erum núna að skoða alls konar leiðir. Við vorum með ákveðnar varúðarfærslur áður en við fórum inn í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Seinni umræða er í næstu viku þannig þá verðum við búin að taka tillit til þessa,“ segir Heiða.
Bilun hjá Norðuráli Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira