Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 09:15 Fannar Ingi hefur fjarlægt tónlist Hipsumhaps af streymisveitum. Terezia Rotter Tónlistarmaðurinn Hipsumhaps fjarlægði alla tónlist sína af streymisveitum í byrjun vikunnar. Í nýrri yfirlýsingu tónlistarmannsins segist hann ekki ætla að gefa út nýja plötu sína, eða birta eldri lög á streymisveitum, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar öll tónlist tónlistarmannsins Hipsumhaps var tekin út af tónlistarstreymisveitum, þar á meðal á Spotify. Fannar Ingi Friðþjófsson, sem gefur út tónlist undir nafninu Hipsumhaps, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem hann greinir frá ástæðunni. „Ég elska tónlist. Ég elska að skapa hana og mig langar að eiga farsælan feril sem tónlistarmaður. En það er einfaldlega ekki sjálfbær rekstur að leggja út nokkrar milljónir í plötu, gefa hana svo út á streymisveitum fyrir lítið eignarhald og vinna áfram við tónleika og önnur afleidd verkefni til að mæta kostnaði við hljóðritið án þess að greiða mér laun,“ skrifar Fannar og segist vilja geta verðlagt tónlistina sína en streymisveitur bjóði ekki upp á slíkt í dag. Fjórða platan hans, sem ber titilinn Algrím hjartans, er tilbúin en hann ætlar ekki að birta hana, eða önnur eldri lög sín, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. „Ég trúi því að fullt af fólki kunni að meta það sem ég er að gera og vilji borga fyrir nýja tónlist. Þess vegna leita ég til fólks og fyrirtækja eftir styrkjum við útgáfu plötunnar,“ skrifar Fannar á heimasíðu Hipsumhaps. „Að lokum vil ég skora á íslensk stjórnvöld að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir sjálfstæða tónlistarútgáfu.“ Áður fjarlægt tónlist af veitum Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem Fannar Ingi tekur tónlist Hipsumhaps af streymisveitum. Nýársdag árið 2022 tók hann plötuna Lög síns tíma af öllum veitum og seldi hana einvörðungis á heimasíðu sinni Hipsumhaps.is. Allur ágóði plötunnar þaðan rann til Votlendissjóðs. Hún rataði á endanum aftur á veiturnar en er nú, eins og önnur tónlist sveitarinnar, horfin á ný. Tónlist Spotify Streymisveitur Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í hvort myndir þú? Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira
Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar öll tónlist tónlistarmannsins Hipsumhaps var tekin út af tónlistarstreymisveitum, þar á meðal á Spotify. Fannar Ingi Friðþjófsson, sem gefur út tónlist undir nafninu Hipsumhaps, birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem hann greinir frá ástæðunni. „Ég elska tónlist. Ég elska að skapa hana og mig langar að eiga farsælan feril sem tónlistarmaður. En það er einfaldlega ekki sjálfbær rekstur að leggja út nokkrar milljónir í plötu, gefa hana svo út á streymisveitum fyrir lítið eignarhald og vinna áfram við tónleika og önnur afleidd verkefni til að mæta kostnaði við hljóðritið án þess að greiða mér laun,“ skrifar Fannar og segist vilja geta verðlagt tónlistina sína en streymisveitur bjóði ekki upp á slíkt í dag. Fjórða platan hans, sem ber titilinn Algrím hjartans, er tilbúin en hann ætlar ekki að birta hana, eða önnur eldri lög sín, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. „Ég trúi því að fullt af fólki kunni að meta það sem ég er að gera og vilji borga fyrir nýja tónlist. Þess vegna leita ég til fólks og fyrirtækja eftir styrkjum við útgáfu plötunnar,“ skrifar Fannar á heimasíðu Hipsumhaps. „Að lokum vil ég skora á íslensk stjórnvöld að skapa betra rekstrarumhverfi fyrir sjálfstæða tónlistarútgáfu.“ Áður fjarlægt tónlist af veitum Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem Fannar Ingi tekur tónlist Hipsumhaps af streymisveitum. Nýársdag árið 2022 tók hann plötuna Lög síns tíma af öllum veitum og seldi hana einvörðungis á heimasíðu sinni Hipsumhaps.is. Allur ágóði plötunnar þaðan rann til Votlendissjóðs. Hún rataði á endanum aftur á veiturnar en er nú, eins og önnur tónlist sveitarinnar, horfin á ný.
Tónlist Spotify Streymisveitur Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í hvort myndir þú? Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira