Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2025 07:02 Leikmenn á HM kvenna í handbolta mega mála neglurnar en þær verða að klippa þær stutt. Getty/Marijan Murat/ Heimsmeistarakeppni kvenna í handbolta er í fullum gangi en á þessu móti þurfa handboltakonurnar að standast skoðun. Eins og þegar takkarnir eru skoðaðir hjá fótboltafólkinu þá þurfa handboltakonurnar að fara í skoðun fyrir leik. Langar og gervineglur eru nefnilega stórt vandamál á handboltavellinum. Nú eiga leikmenn á hættu að vera sendir í búningsklefann ef neglurnar eru of langar. Langar og gervineglur hafa valdið alvarlegum meiðslum á handboltavellinum, þar á meðal skurðum sem þurfti að sauma. Ný regla í alþjóðlegum handbolta krefst þess að leikmenn séu með stuttar neglur til að forðast meiðsli. Frétt um neglurnar á HM í handbolta hjá norska ríkisútvarpinu.NRK Sport Það er á ábyrgð liðsstjóra að tryggja að leikmenn fylgi reglunum því það verða ekki framkvæmdar kerfisbundnar naglaskoðanir af dómurum fyrir leiki. Sendar inn i klefa í klippingu Dómarar geta hins vegar tekið á slíku í leikjum. Brot á reglunni getur leitt til þess að leikmenn verði sendir í búningsklefann og fái ekki að spila fyrr en neglurnar eru nógu stuttar. Reglan hljómar þannig: Bannað er að vera með hluti sem geta skaðað aðra leikmenn eða veitt leikmanni ótilhlýðilegt forskot. Þetta nær til dæmis yfir höfuð- eða andlitshlífar, hanska, armbönd, úr, hringa, sýnileg göt, hálsmen eða keðjur, eyrnalokka, gleraugu með harðri umgjörð eða án festingar, hluti sem geta valdið skurðum og sárum (fingurneglur verða að vera stuttar) eða aðra hluti sem geta verið hættulegir.+ Per Morten Sødal er dómarastjóri hjá Alþjóða handknattleikssambandinu. „Leikmaðurinn sjálfur verður að yfirgefa völlinn og fær ekki að spila aftur fyrr en það er komið í lag,“ útskýrir Södal í samtali við norska ríkisútvarpið. Hann leggur þó áherslu á að ekki sé gert ráð fyrir mikilli naglaskoðun þegar heimsmeistaramótið í handbolta hefst í þessari viku. Þurfa ekki að sýna neglurnar fyrir leik „Það verður engin naglalögregla. Þær þurfa ekki að standa og sýna neglurnar fyrir leik, svo það sé sagt hreint út. Þetta er fyrst og fremst á ábyrgð leikmanna og liðsstjóra. En ef maður sér einhvern með of langar neglur fyrir leik, þá verður auðvitað bent á það,“ sagði Södal. Tilkynningar um nokkur ljót meiðsli urðu til þess að dómarastjórinn Espen Modahl hjá norska handknattleikssambandinu ákvað að grípa til aðgerða. „Við höfum fengið nokkrar tilkynningar um meiðsli vegna langra nagla eða gervinagla sem hafa valdið meiðslum bæði á höndum og í andliti með skurðum sem þurfti að sauma,“ sagði Espen Modahl við NRK. Atvikin sem hann vísar til hafa átt sér stað í neðri deildum í Noregi og í yngri flokkum. Voru ansi ljót sár Modahl leit meiðslin svo alvarlegum augum að hann ákvað að koma málinu áfram til alþjóðasambandsins. Per Morten Sødal, yfirdómari alþjóðasambandsins, átti ekki í neinum vandræðum með að breyta reglugerðinni. „Þetta voru ansi ljót sár. Það var í raun engin mikil umræða um þetta. Okkur fannst þetta skynsamlegt,“ sagði Sødal. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Langar og gervineglur eru nefnilega stórt vandamál á handboltavellinum. Nú eiga leikmenn á hættu að vera sendir í búningsklefann ef neglurnar eru of langar. Langar og gervineglur hafa valdið alvarlegum meiðslum á handboltavellinum, þar á meðal skurðum sem þurfti að sauma. Ný regla í alþjóðlegum handbolta krefst þess að leikmenn séu með stuttar neglur til að forðast meiðsli. Frétt um neglurnar á HM í handbolta hjá norska ríkisútvarpinu.NRK Sport Það er á ábyrgð liðsstjóra að tryggja að leikmenn fylgi reglunum því það verða ekki framkvæmdar kerfisbundnar naglaskoðanir af dómurum fyrir leiki. Sendar inn i klefa í klippingu Dómarar geta hins vegar tekið á slíku í leikjum. Brot á reglunni getur leitt til þess að leikmenn verði sendir í búningsklefann og fái ekki að spila fyrr en neglurnar eru nógu stuttar. Reglan hljómar þannig: Bannað er að vera með hluti sem geta skaðað aðra leikmenn eða veitt leikmanni ótilhlýðilegt forskot. Þetta nær til dæmis yfir höfuð- eða andlitshlífar, hanska, armbönd, úr, hringa, sýnileg göt, hálsmen eða keðjur, eyrnalokka, gleraugu með harðri umgjörð eða án festingar, hluti sem geta valdið skurðum og sárum (fingurneglur verða að vera stuttar) eða aðra hluti sem geta verið hættulegir.+ Per Morten Sødal er dómarastjóri hjá Alþjóða handknattleikssambandinu. „Leikmaðurinn sjálfur verður að yfirgefa völlinn og fær ekki að spila aftur fyrr en það er komið í lag,“ útskýrir Södal í samtali við norska ríkisútvarpið. Hann leggur þó áherslu á að ekki sé gert ráð fyrir mikilli naglaskoðun þegar heimsmeistaramótið í handbolta hefst í þessari viku. Þurfa ekki að sýna neglurnar fyrir leik „Það verður engin naglalögregla. Þær þurfa ekki að standa og sýna neglurnar fyrir leik, svo það sé sagt hreint út. Þetta er fyrst og fremst á ábyrgð leikmanna og liðsstjóra. En ef maður sér einhvern með of langar neglur fyrir leik, þá verður auðvitað bent á það,“ sagði Södal. Tilkynningar um nokkur ljót meiðsli urðu til þess að dómarastjórinn Espen Modahl hjá norska handknattleikssambandinu ákvað að grípa til aðgerða. „Við höfum fengið nokkrar tilkynningar um meiðsli vegna langra nagla eða gervinagla sem hafa valdið meiðslum bæði á höndum og í andliti með skurðum sem þurfti að sauma,“ sagði Espen Modahl við NRK. Atvikin sem hann vísar til hafa átt sér stað í neðri deildum í Noregi og í yngri flokkum. Voru ansi ljót sár Modahl leit meiðslin svo alvarlegum augum að hann ákvað að koma málinu áfram til alþjóðasambandsins. Per Morten Sødal, yfirdómari alþjóðasambandsins, átti ekki í neinum vandræðum með að breyta reglugerðinni. „Þetta voru ansi ljót sár. Það var í raun engin mikil umræða um þetta. Okkur fannst þetta skynsamlegt,“ sagði Sødal.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira