Sport

Öryggismyndvél á sjúkra­húsi hreinsaði nafn heims­meistara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Öryggismyndavélar koma sér stundum vel eins og sannaðist í máli kínverska heimsmeistarans í langstökki, Jianan Wang.
Öryggismyndavélar koma sér stundum vel eins og sannaðist í máli kínverska heimsmeistarans í langstökki, Jianan Wang. Getty/ Hannah Peters

Kínverski heimsmeistarinn í langstökki, Wang Jianan, hefur verið hreinsaður af lyfjamisferli eftir að myndbandsupptaka af öryggismyndavél á spítala sýndi að hann hafði óviljandi andað að sér bönnuðu efni.

Wang varð fyrsti asíski karlmaðurinn til að vinna gull í langstökki á heimsmeistaramóti þegar hann stökk 8,36 metra á heimsmeistaramótinu í Eugene, Oregon, árið 2022.

Kínverska lyfjaeftirlitið (CHINADA) sagði í vikunni að Wang, 29 ára, hefði ekki sýnt af sér vanrækslu eða sök eftir að hafa fallið á lyfjaprófi utan keppni í nóvember síðastliðnum og yrði ekki settur í bann.

Wang hafði andað að sér ögnum af Terbutaline, sem er notað til að koma í veg fyrir öndunarerfiðleika, þegar hann fylgdi ættingja á spítala í úðameðferð.

Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum spítalans og sjúkraskrár hjálpuðu rannsakendum að rekja ferðir Wangs klukkustundunum fyrir lyfjaprófið, sagði Eftirlitsstofnun frjálsíþrótta (AIU) í yfirlýsingu í vikunni.

Rannsakendur AIU sögðust hafa framkvæmt „ítarlega yfirferð á skjölunum og myndbandsskránum úr öryggismyndavélunum“ sem kínverska lyfjaeftirlitið deildi og „komist að þeirri niðurstöðu að ekkert grunsamlegt væri við þau“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×